Alþýðublaðið - 17.01.1957, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.01.1957, Blaðsíða 5
JFimmtodlagur 17. iaM. 1957 A i þ ý g uhJ a g t g HAHMLEIKURINiN ung-' 'verski er í raun réttri tví- Jjsettur. Það er hinn sári og skaromi harmleikur alþýðu- upprei s n ari nn ar — þegar fjöldinn hóf uppreisn gegn harðstjórn og fátækt, sem orðin var þjóðinni óbærileg — og sem brotin var á bak aftur af herjum fyrsta sósí- alistaríkisins, sem sögur fara af. Ég dvaldist í Ungverja- landi þegar atburðir þessir gerðust. Ég sá það með eigin augum, að uppreisnin var hvorki undirbúin né skipu- lögð af fasistum eða aftur- haldssinnum, enda þótt aftur- haldssinnar reyndu óneitan- lega að hagnýta hana. sér til framdráttar. Ég sá það með eigin augum. að sovétherfylk- in, sem skipað var til atlögu gegn ..gagnbyltingaröflun- um“, börðust alls ekki gegn fasistum eða gagnbyltingar- sinmirn, heldur ungverskri al- þýðu.: verkamönnum, bænd- um, stúdenturn- og hermönn- um. Sami herinn og frelsaði Ungverja árið 1944—45 frá harðsíjórn þýzkra nazista, gerði að engu samtök óðals- eigenda og auðjöfra og lagði þannig grundvöll að réttlátari skiptingu jarðnæðis og sósíal- isrtísku skipulagi, -— sá sami her varð nú að berjast gegn beztu sonum ungversku þjóð- arinnar. Að minnsta kosti 20 000 Ungverjar féllu, að minnsta kosti 3500 Rússar féllu; tug- ir þúsunda særðust; hús á stórum svæðum í Búdapest eyðilögðust eoa skemmdust: ungverskir ættjarðarvinir voru fluttir í útlegð hópum saman: matvæli þraut svo að nálgaðist hungursneyð, al- menn örvænting greip um sig og atvinnu- og efnahagslíf lamaðist stórkostlega; albýða manna varð gripin svo skefja lausu hatri gegn Rússum og öllu rússnesku, að vara mun í marga ættliðu, — og allt er þetta örlögum þrunsin af- leiðing þess að sovétleiðtog- arnir ákváðu að blanda sér í gang málanna öðru sinni. i * Og þá er það hinn þátturinn. Hann er einnig blóði skráður á stræti og torg Búdapest. Hann má einnig lesa úr djúpum drátt- iim sem Iangvarandi þjáning ar hafa rist á andlit ung- verskra borgara og tómleik- anum í starandi augum barn- anna. er leggjast á rúður bíla, sem merktir eru vestrænum þjóðum, og biðja um súkku- laðibita — og í tárum manna og kvenna, sem hlutu fögur loforð, en litlar efndir. Þetta er- hinn langi harmleikur þeirrar staðreyndar, að ung- verska kommúnistaflokknum, sero farið hefur með öll völd í te'i dinu. um átta ára skeið, hef : hvorki tekizt að veita þjóðinni hamingju né öryggi, hvorki íekizt að frelsa hana frá skorti né ótta. Enda þótt fæstir Ungverj- ar vilji r1 iðv aldsskipulag'ið aftur til valda eða óðalseig- endurna, hafa þeir flestir. og með réttu, megnustu andúð á stjórn kommúnista, sem birzt hefur þeim í harðrétti, hrotta skap og kúgun. Kommúnista- leiðtogarnir, einkum slíkir sem Rákosi, Farkas og Gerö, sem hétu þjóðinni iarðneskri Paradís og gáfu henni lög- regluríki í staðinn og harð- stjórn. sem gaf í engu eftir > einræðisstjórn Horthys aðm.ír! áls fyrir styrjöldina, bera fyrst og fremst ábyrgð á því að svo hefur farið. Verka- mennirnir voru þrælkaðir, kúgaðir og blekktir með lyg- um. Bændurnir voru þrælk- aðir, kúgaðir og blekktir með IjTgum. Listamenn og rithöf- undar voru settir í spenni- treyju einstrengingslegustu á- róðurskenninga — kúgaðir og blekktir með lygum að auki. Að segja hug sinn, spyrja ó- þægilegra spurninga. jafnvel að ræða síjórnmál með öðr- um orðum en þeim innan- tómu slagorðum, sem viður- kennd voru af valdhöfunum, var sama og að ofurselja sig öryggislögreglunni, sem alls staðar hafði augu og eyru. Svo átti að heita. að hin há- launaða öryggislögregla starf- aði í þeim tilgangi að vernda þjóðina gegn tilraunum til að koma á aftur auðvaldsskipu- lagi. en hinn raunverulegi til- gangur var hins vegar sá að verja og vernda hina fámennu valdaklíku. í því skyni beitti hún til hins síðasta hrotta- legustu aðferðum, svo sem víðtækri ritskoðun, hugarfars eftirliti, fangelsunum. pynd- ingum og morðum. Harmræn ast var. að slík stjórn var köll uð sósíalistísk. ..albvðulýð- ræði“ og fyrsta skref komm- únistískrar bróunar. Heiðarlegir og traustir kommúnistar. sem nú urðu að lúta hínni grimmilegustu ógnarstiórn skilvrðislaust inn an flokksins. sáu hugsiónir sínar og stefnuatriði troðin í svaðið, fórnir sínar svívirtar, traust þeirra og trú á mann- inum hagnýtt til framdráttar sálarlausu ofskioulasi. vél- rænni eftirönun á sovétfvrir- mvndinni, sem fiötraði allt skaoandi framtak b°irra raanna, er koma vildu á sósí- alisma. Heiðvirðir kommún- istar. innan og utan fangelsa Rákosistjórnarinnar, sáu flokk sinn ávinna sér van- traust og andúð, en kenning- ar sínar þannig framki.'æmd- ar, að þær hlutu að vekja hroll og viðbjóð með þeirri alþýðu manna, sem þeir höfðu vígt ævistarf sitt til heilla. Það er því sízt að undra þótt þessir menn tækju þátt í upp reisn alþýðunnar: sízt að undra þótt þeir legðu lið sitt viðnáminu gegn innrás sov- étherjanna. 2. Enn er einn þáttur þessa harmleiks, sem ekki verður hiá komizt að ræð'a nokkuð í greinum þess- urn. Eii sá þáttur harmleiks- ins er brezkur, en ekki ung- verskur. Hann er í því fólg- inn að við, brezku kommun- istarnir, sem heimsóttum Ungverjaland, vildum ekki viðurkenna, ekki einu sinni fvrir okkur sjálfum, hvað væri að gerast þar í raun og sannleika. Að við vörðum kúgarana af lífi og sál. Allt til þess er tuttugasta þing kommúnistaflokks sovétveld- anna lyfti hulunni örlítið frá augum okkar, viðurkenndum við aðeins það, sem við köll- uðum „byrjunaragnúa“ á valdatöku sósíalismans. Víð létumst þess fullvissir, að þessir „bvrjunaragnúar“ myndu hverfa úr sögunni fyr- ir heilbrigða gagnrýni og sjálfsgagnrýni. Eftir tuttug- asta þingið leyfðum við okk- ur að minnast á „víxlspor", ..glappaskot“, „rangtúlkun sósíalismans", og einstaka sinnum sýndum við þá fífl- dirfsku að tæpa á orðinu ..glæpur". En við vorum enn sem fyrr blindaðir þeirri ósk hyggju okkar að sjá það fyr- írmyndar þjóðskipulag þegar orðið að veruleika. sem við þráðum heitast að yrði á okkar ævi. og sem okkar eig- in áróður taldi okkur trú um, að væri í framkvæmd. *-** Þegar ég sagði frá bví í Daily Worker í ágúst síðastliðnum, að lífskjör Þetta lítur út fyrir að vera indiánabátur, og svo kann líka að vera, en það eru ekki indíánar í bátnum, heldur kvikmynda- Seikarar við töku indíánamyndar. manna í Ungverjalandi hefðu þrengzt frá því árið 1949. og kom fram rneð mjög hógværa gagnrýni á nokkrum veiga- minni framkvæmdaratriðum, báru starfsmenn kommúnista flokksins brezka blaðíð þung um sökum. Flokksráðið í Sur- re5r staðhæfði, að slíkar grein ar græfu undan flokksagan- um og drægju mjög úr út- breiðslu blaðsins. Flokksráðið í norðausturhluta landsins varaði mig alvarlega við af- leiðingunum, skoraði á mig að „endurskoða afstöðu mína og láta auðvaldsblöðin um skæruhernaðinn og skítkastið, en skrifa af aðdáun og hrifn- ingu um hið Nýja Ungverja- land, sem. ég nj'ti þeirra for- réttinda að fá að kynnast“. Tveim mánuðum síðar naut ég þeirra forréttinda að sjá hið Nýja Ungverjaland hrynja að grunni eins og spila borg um leið og alþýða þess hristi klafann, og ég hlýt að láta þá kommúnista og aðra, sem börðust fyrir írelsi, unnu sigur og biðu síðan ósigur fyrir erlenda íhlutun, sitja að aðdáun minni og hrifningu. Þeirra er hetjudáðin — ekki okkar. Jú, víst höfum við kommúnistar alltaf á réttu að standa. Við kunnum svör við hverri spurningu, og vefjist svarið fj’rir okkur er það fyr- ir vafasaman tilgang spyrj- andans — eða er hann hættur að berja konu sína? Við er- um leiðtogarnir; við skrifum söguna. En hér var samin sú saga, sem enginn okkar hafði séð fvrir. Þær kenningar, sem við höfðum játað fyrirfram, urðu falskenningar á einu dægri. En þó okkur kunni að falla það þungt,, verðum við að hafa hugrekki til að end- urskoða kenningar okkar, sé- um við sannir Marxistar. Við megum ekki lengur una við þá aðferð að rangtúlka stað- reyndirnar eða þegja um þær til þess að allt komi heim við fræðilegar. uppskriftir eða stjórnmálaafstöðu Sovétveld- anna á hverjum tíma. • Ég þekki fyrr- verandi kornmúnista — senni- lega hefur hann fengið við- bjóð á flokknum —, sem þoldi hugarkvöl fjTir allt það, er hann varð áskynja, er hann dvaldist í Austur-Evrópu sem blaðamaður um langt skeið. íFrh. a 7. síðu.). ‘ , i $ | Frí merkjabáttu r \ ÞAÐ faefur verið með hálf-1 gerðum höppum og glöppum,! að frímerkjaþátturinn hefur birzt undanfarið o-g þá oftast undir föndrinu. En nú stendur til að hann b.eíji göngu sína; sjálfstætt á ný og verði svo um! nokkra framtíð. Aíeðlimir klúbbsins eru nú orðnir hátt á annað hundrað og verða nöfn þeirra brátt birt, vonandi í heild. Innlenda meðlimi skortir þó enn, en von er á mikilli bót í því máli. Það er sem sé mein- ingin ef hægt verður, að hefja vírka starfsemi á vegum klúbbs ins. þar sem frímerkjasafnarar geta komið saman og hlustað á fræðslu um frímerki og reynslu eldri safnara í þeim efnum. Vonandi tekst að fá húsnæði fyrir þessa starfsemi og hefja hana sem allra iyrst. Hugmyndin er ef hægt yrði að halda þarna uppi fræðslu- starfsemi á vegum klúbbsins og þá jafnvel fleiri samtaka, er kvnnu að vilja styðja þetta mál, þar sem byrjendum væri kennt, hvernig hentugast er að með- höndla frímerki og safna þeim. Yrði þessi fræðsla byggð á reynslu þeirra. er eldri eru í faginu. Auk þess hlýtur hver sá er frímerkjasafnari telst, að sjá að hjá slíkum klúbb yrði um ó- takmarkaða möguleika á starfs sviði að ræða. Svo að stórar hugmyndir séu settar fram, að koma á fót fríxnerkjasýningum ' o. s. frv. Þetta er sem sé rabb um hvað götur komið til mála og er sann arlega von okkar a§ verðt. Hiít er svo annað' uíSi, „. ekki er sopið kálið þó í ausuna sé kom- ið“. Hvað þá þegar það er bara í pottinum ennþá. Okkur ætti ekki að skorta málgagn fyrir starfsemina, þar sem frímerkjaþáttur Alþýðu- blaðsins er okkur opinn hálfs- mánaðarlega og verður það vissulega styrkur fyrir klúbb- inn að hafa kost á svo örr,i út- komu málgagns þar sem rædd i væru áhugamál, fræðsla veitt og gott að ná til meðilmanna á þann hátt um sitt hvað, er að starfseminni lýtur. Þetta eru sem sé vonir þær, er við tengjum nýju ári og við hefjum starfið örugg um að það muni allt fara vel, því að mark mið okkar er að vinna að góðu málefni að því er við teljum. Uppfræðslu og hvatning þess að sem flestir tileinki sér á réttan hátt það tómstundastarf, er telja verður konung tómstunda starfanna, auk þess að vera tóm stundastarf konunga, frímerkja söfnun. Gísli Sigurbjörnsson hefur verið svo vingjarnlegur að gefa okkur 5 eintök af nýjustu út- gáfu frímerkjábókar sinnar fyr ir íslenzk merki. og mun sú gjöf vissulega koma í góðar þarfir við fræðslustarfið á komandi starfsári, og erum við honum ákaflega þakklátir fyrir. Hann hefur enn fremur heitið okkur að vera okkurinnanhandaríþví er hann getur, en ekki þarf að taka fram. að hann er með elztu og reyndustu söfnurum hérlend ! is. Óskum við svo öllum með- í limum og frímerkjasöfnurum I gleðilegs árs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.