Alþýðublaðið - 17.01.1957, Síða 8
Flutningur á farþegum, vörum ©g pósti
Jókst um og yfir 30 af hundraði
LOFTLEÍÐIR — „stærsta litla flugfélagið í heimi“ elfd-
ist og jók sárfsemi sína verulega á síðastliðnu ári. Loftleiðir
fluttu 21.773 farþega, og er það um 5 þúsund farþegum fleira
en árið áður og nemur aukningin því 29.49 af hundraði miðað
við síðastliðið ár. Þessar athyglisverðu upplýsingar hefur blað
ið fengið frá Lofíieiðum.
landsflug að nýju og koma nú
tvisvar í viku við á Renfrew-
Vöruflutningar urðu 230
tonn og reyndist það 30,71%
meira en fyrra ár. Póstflutning-
ar jukust um 38,93% og aukn-
ing' faiþegakílómetra varð
25.13%.
Alls var flogið 3 110 098 km.
vegalengd á 9911 flugstundum.
FIMM FERÐIfi Á VIKL'
TIJL AMERÍKU
Á tímabilinu frá 20. maí til
15. október voru fimm vikuleg-
ar ferðir farnar milli New York
og Norður-Evrópu með við-
komu á íslandi og auk þess frá
miðjum júlímánuði ein ferð í
viku milli íslands og megin-
lands Norður-Evrópu. Upp úr
miðjum október var New York
ferðunum fækkað niður í fjór-
ar í viku og mun svo verða
þangað til 20. maí í vor, en þá
er ráðgert að taka upp daglegar
ferðir milli New York og Norð-
ur-Evrópu.
FJÓRAfi SKYM ASTEfi-
FLUGVÉLAR
Loftleiðir tóku eina Sky-
masterflugvél á leigu í sl. ág-
ústmánuði og hefur félagið því
nú ráð yfir fjórum Skymaster
flugvélum. Frá því í haust hafa
þó ekki nema þrjár verið í för-
urn í senn, þar sem einhver ein
þeirra hefur jafnan verið bund
in við hina lögskipuðu árlegu
skoðun og eftirlit.
SKOTLANDSFLUG HEFST
Á sl. hausti lagði félagið nið-
ur ferðirnar til Luxembourg, en
mun hefja þær aftur að vori
með viðkomu í Glasgow.
í haust hófu Loftleiðir Skot-
foscanini léi! í gær
NE-W YOPííK, miðvikudag.
ARTURO TOSCANINI. einn
frægasti tóniistarmaður heims,
lézt í dag að heimili sínu í New
York. Hann var 89 ára gamall.
Hann var fæddur í Parma á ít-
alíu, hlaut víðtæka tónlistar-
menntun. Upp úr aldamótum
fór frægð hans sem hljómsveit-
arstjóra ört vaxandi um allan
heim, og árið 1908 var hann
ráðinn að Metropólitanóper-
unni í New York. Nokkrum ár-
um síðar hélt hann þó aftur til
síns heimalands og starfaði þá
meðal annars mikið við Scala-
flugvelli. sem er í námunda við ' óperuna í Milano. Síðan hefur
Glasgow. í ráði er að hefja flug
ferðir til London með vorinu.
SEYÐISFIRÐI í gær.
DÍSILRAFSTÖÐ, sem Raf-
veitur ríkisins byggja hér, er
komin vel á veg, enda hefur
hún verið nokkurn tíma í bygg-
ingu. Er hún 250 kílówött og á
aðallega að vera öryggisstöð
fyrir bæinn, en hingað kemur
rafmagn frá Grímsárvirkjun
næsta haust.
hann ferðazt víða um heim, og
um langt skeið var orðstír hans
sennilega meiri en nokkurs
annars hljómsveitarstjóra sam-
tíðarinnar. Vegur hans jókst
enn við ýmsar ágætar grammó-
fónupptökur á verkum, sem
hann stjórnaði, sinfóníum, óp-
erum og konsertum. Hann var
starfandi tónlistarmaður langt
fram á efri ár, og það var að-
eins hin allra síðustu ár, að
hann fór að hafa hægara um
sig.
Veðríð í dag
Allhvass suðvesían og skúrir.
og tvö þúsund farþegar
um
á síðaslliðnu ári.
2344 farþegaflugvélar höfðu þar viðkomu á árinu og
flutt voru 600 tonn af pósti-
Á ÁKINU 1956 höfðu samtals 2344 farþegaflugvélar við-
komu á Kefiavíkurflugvelli og fluttir voru 91970 farþegar um
völlinn, rúmlega eitt þúsund kom þangað og annað eins fór
þaðara, samtals yfir 94 þúsund farþegar. Á sama tírna fluttu vél-
arnar 2.225 tonn af vörum og 600 tonn af pósti.
Eftirtalin flugfélög höfðu
flestar viðkomur:
Pan Ameriean World Air-
ways Inc. 533 vélar. BONC
(British Overseans Airways
Corp. 430 vélar. TWA (Trans
Worid Airways Inc. 303 vélar.
Einsdæm í að F jarðariieiði sknii
vera fær bílum um þetta leyli
SEYÐISFIEÐI í gær.
FJARÐARHEIÐI er nú fær öllum bíium og síðast í fyrradag
fór jeppi yfir háheiðina, en hætti sér ekki um „Efri staðinn“
vegna roks. Það er algjört einsdæmi a® Fjarðarheiði sé opin
svo langt fram eftir vetri og heita má að hún hafi verið fær
hvern dag allan vcturinn.
Þetta má vissulega heita
merkilegt tíðarfar, því að um
allt Austurland og Norðurland
er einmuna tíð, hlýindi og
hláka og hvergi í byggð hefur
snjó fest að riokkru ráði. Yfir-
Ieitt er jörð öll auð nema á há-
fjöllum og muna menn ekki ann
að eins.-Þó mun-hafa verið á-
líka vetur nokkru fyrir 1880.
Allir fjallvegir eru því færir
hverju farartæki.
FÉ ÓKOMIÐ I HÚS
Víða er fé ókomið í hús enn-
þá og svo mun vera til dæmis á
Grímsstöðum á Fjöllum, og er
það vitaskuld fátítt um þetta
leyti árs.
GRÖS ERU GRÆN
Á SEYÐISFIRÐI
Grös hafa ekki fölnað enn
frá því í su-mar og hin mestu
góðviðri dag eftir dag þangað til
rokið kom í vikunni. Þá fauk
fjörðurinn meira en rnenn
muna, svo sælöðrið gekk hátt á
Ioft upp.
Bátar eru nokkrir farnir til
Hafnarfjarðar á vertíð, en einn
þeirra býr sig undir rekneta-
veiðar hér fyrir Austfjörðum.
G.B.
Flying Tiger Line Inc. 182 vél-
ar. K.L.M. Royal Duteh Air-
lines 157 vélar.
Flutningar á árinu voru sem
hér segir:
Farþegar:
Frá Keflavíkurflugvelli 1138
Til Keflavíkurflugvallar 1086
Um Keflavíkurflugvöll 91970
kg.
Vörur:
Frá Keflavíkurflugvelli 38604
Til Keflavíkurflugvallar 94520
Um Keflavíkurflugvöll 2225319
Póstur: kg.
Frá Keflavíkurflugvelli 1878
Til Keflavíkurflugvallar 8224
Um Keflavíkurflugvöll 600117
BERGEN, 16. janúar (NTB).
HANDRIT Ludvigs Holbergs
að fimmtán gamanleikja hans
hafa verið boðin til sölu í Björg
vin. Söluverðið er 75 000 norsk
ar krónur.
Milli 40 - 50 báfar gerðir úf frá
Keflavík
Um 20 bátar munu róa frá Hafnarfirói
UM 49 STÆR.RI bátar eru nú gerðir úf frá Kcflavík og
auk þess 5—6 minni bátar, sem eingöngu stunda ýsuveiðar á
grunnmiðum. Hefur ýsuveiði verið sæmileg undanfarið.
Hinir 40 stærri bátar reru
flestir í fyrrakvöld, en útlit var
ekki gott, veður fór versnandi
og spáð ofsaveðri í gærkvöldi.
Þegar gæftir eru slæmar, róa
stóru bátarnir sumir hverjir til
ýsuveiða.
Hafnarfjörður. — Tíu bátar
reru frá Hafnarfirði í gær. Afli
hefur verið fremur tregur það
sem af er janúar. 4 bátar byrj-
uðu róðra og hefur þeim síðan
smáfjölgað. 14. jan. var sam-
anlagður afli þessara 10 báta
orðinn um 170 tonn. Gert er ráð
fyrir, að um 20 bátar alls verði
gerðir út á vertíðinni, bæði með
línu og net.
Akranes. — Enginn bátur hef
ur farið á sjó frá Akranesi síð-
an fyrir helgi, enda hefur veð-
ur verið óhagstætt.
Fimmtudagur 17. ian, 1957
Álþýðuflokkurinfi og Sosíalisía-
í bæjarsljórn Hafnarfjarðar
EFTIR BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR 1954 hófst
samstárf milli Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins um
stjórn Ilafnarfjarðarbæjar. Alþýðuflokkinn vantaði þá ör
fá atkvæði til aö ná hreinum meirihluta, cn var hins veg-
ar stærsti flokkurinn í bænum. Var því eðiilegt og sjálf-
sagt, að hann sem stærsti flokkurinn hefði forgöngu um
myndun starfhæfrar hæjarstjórnar.
Flokkarnir sömdu um framkvæmd ýmissa merkra
mála og gckk samstarfið yfirleitt vel, þar til á síðast liönu
sunu-i, að ágreiningur rcis út af stjórn á Bæjarútgerð
Hafnarfjailð'p- sem varð þess valdandi, að samstarfið
rofnaði. Hafnarfjarðarkaupstaður hefur því á undanförn-
um mánuðum ekki haft samstæðan og ábyrgan meirihluta,
og eins og að líkum lætur hafa á þessu tímahili átt sér
stað miklar viðræður á miLIi flokkanna í bæjarstjórn um
myndun.meirihluta, en enginn árangur náðst fyrr en nú,
og er þcssari lausn almennt fagnað af Hafnfirðingum.
I Morgunblaðinu í gær er minnzt á þetta mál, og á
þann venjulega hátt úr þeirri átt. En vildi nú ekki for-
maður Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði greina lesendum
Morgunblaðsins undanbragðalaust frá sínum þætti í þessu
máli frá byrjun til enda. Vill hann nú ekki skýra frá því,
hvernig hann hefur látið kommúnista svínbeygja sig í einu
og öllu, hvernig hann hefur fvlgt kommúnistum í af-
greiðslu mála, gefið út h%-ert blaðið eftir annað þeim til
framdráttar, lofs og dyrðar, og loks, hvernig hann hefur
krjúpandi elt þá á röndum til að komast í flatsængina
með þeim? En það, sem forðaði því, var að kommúnista
sjálfa klígjaði við því öllu saman. Ef þessi saga væri öll
rakin nákvæmlega myndi mögum hnykkja við. Ef til vill
verður það gert seinna.
«
í
$
|
|
<1
-n
Nokkrir lögreglumenn koma
á fóf ökuskóla í Reykjavík
UPP hafa verið um það raddir, að koma þyrfti á fót öku->
skóla hér á landi, svo sem tíðkast með öðrum þjóðum, og hefut?
Félag ísl. ökukennara viljað beita sér fyrir þessu máli. Nú hafæ
tekið sig saman nokkrir lögreglumenn, sem langa reynslu hafai
sem ökukennarar og vilja stofna slíkan skóla. Er gert ráð fyriff
að hluti kennslunnar, t. d. umferðareglna verði á námskeið->
um, sem einir tíu nemendur í einu sækja, áður en lagt er út il
aksturinn sjálfan. Enn hefur ekki fengist framtíðarhúsnæðS
fyrir þennan ökuskóla. i
Á undanförnum árum hafa
nokkrir lögreglumenn stundað
kennslu í akstri og meðferð
bifreiða sem aukastarf, og hef-
ur öll kennslan farið fram í bif-
reiðunum. Nú vakir fyrir þeim
að samræma kennsluna og hafa
í því sambandi myndað með
sér samtök um, að kennsla í
umferðarreglum fari fram sam
eiginlega, innanhúss. Þá hafa
samtök þessi hugsað sér að fá
ýmsa bifreiðahluti eins og t. d.
mótor, drif, skiptikassa og
grind til að geta sýnt nemend-
unum, hvernig hlutirnir líta út,
en ekki eins og nú, að nemand-
anum er mest sagt frá hlutun-
um.
LÍKÖN AF
UMFERÐ ARTÆ K J UM
Þá hafa samtökin látið búa
til eftirlíkingar af öllum um-
f erðarmerkj um, Ijósavita og
götulíkan, sem verða notuð við
kennsluna, þar að auki verða
notaðar kvikmyndir.
Það er ekki endanlega búið
að ganga frá því, hvað margir
tímar fara í umferðarkennsl-
una, en ekki er gert ráð
Framhald á 7. síðu.
Mdrei fleira fólkí
,en
Brúðkaupsierðin
var þar
Næsti þáttur tekinia '
upp í Keflavík
_ ÚTVARPSÞÁTTUR Sveins
Ásgeirssonar, „Brúðkaupsferð-
in“, verður hljóðritaður í Nýja
Bíó í Keflavik n.k. föstudags-
kvöld, 18. janúar, og hefst upp
takan kl. 9 e. h. Hjónaefmn,
sem taka þátt í keppninni urn:
brúðkaupsferðina að þessu
sinni eru frá Keflavík. i
Síðasti þáttur var tekinni
upp í Hafnarfirði, sem kunnugt
er. Var hann svo vel sóttur, að
settir voru bekkir til viðbótar,
eins og rúm levfði, fólk stóðl
meðfram bekkjaröðum, og
jafnvel anddyri hússins vaff
þéttskipað. og var hafður þar
hátalari. Annar eins mann-
fjöldi hefur ekki verið í Bæjar-
í bíó um langan tíma.