Alþýðublaðið - 03.02.1957, Blaðsíða 5
Siuuradagm* 3. febrúar IS57
A ?Ji ý g u b 1 a g
r
E
ÞAÐ væri sj’nd að segja,
að hið nýbyrjaða ár gefi ekki
góðar vonir, hvað kvik-
myndamarkaðinn snertir.
Segja má að fjöldi stór-
mynda sé að hlaupa af stokk
unum og eitthvað verður
auk þeirra framleitt á árinu.
Frá Metro-Goldwin- May-
er verða helztar „Guys and
Dolls“, með Frank Sinatra,
að ógleymdum Brando og
fleiri góðum. „High Society“,
með furstaynjunni af Mona-
co og Bing Crosby, hinum sí-
gilda. „Friendly Persuasion“
með Cary Cooper og Dorothy
McGuire. „Tehús Ágústs-
mánans“ með Brando og
Glenn Ford o.fl. Segja má,
að þarna sé um nokkuð auð-
ugan garð að gresja, þó svo
að ekki verði þessar myndir
og þær, er hér á eftir eru
Marlon Brando
Sæfarútgerðin
(Frh. af 1. síðu.)
*— og hún varð, eins og kunn-
ugt er, til þess að halda skort-
inum frá dyrum fjölda margra
bæjarbúa á atvinnuleysisárun-
um, að nú, þegar hún hefur
atarfað í aldarfjórðung, þrátt
fyrir allar hrakspár glám-
syggnra * andstæðinga, eignazt
þeir fyrir hennar atbeina, eitt
bezta, stærsta og fullkomnasta
frystihús á öllu landinu.“
Axel Kristjánsson er frábær
clugnaðarmaður — og munu
IHafnfirðingar bera óskorað
traust til hans, sem forstjóra
stærsta fyrirtækisins í bænum,
sem þeir eiga og afkomu sína
svo mjög undir.
taldar allar sýndar hér á
landi á árinu.
Associated British Pathe
mun kynna: „Stríð og frið“-
með Audrey Hepurn, Henry
Fonda og Mel Ferrer, en
mynd þessa höfum við áður
kynnt hér í þættinum. —
„Skuggi fallaxarinnar“ með
Richard Todd og Michele
Morgan. „Fjölskylda kon-
unnar minnar“, með Ronald
Shiner og Ted Ray. „Mað-
urinn frá Oklahoma", með
Joel McCrea og Barböru
Hale, o.fl.
United Artists kynnir
fyrst og fremst „The Pride
and The Passion“, með Cary
Grant, Frank Sinatra og Sof-
fíu Loren. Hinn kunni Stan-
ley Kramer er leikstjóri í
mynd þessari. Otto Prem-
inger stjórnar töku „Heil-
agrar Jóhönnu", eftir bók
Bernhards Shaw, með Rich-
ard Burton og nafna hans
Wirdmark í aðalhlutverkum.
Ekki má gleyma ágætri
mynd frá þeim, er nefnist
„The Boss“, með John Payne
í aðalhlutverki, en Seltzer
stjórnar töku myndarinnar.
20th Century-Fox kynnir
nýja stjörnu, sem gjörsam-
lega hefur slegið í gegn, en
það er Yul Brynner, hinn
sköllótti og skömmótti, segja
leikstjórarnir, í myndinni
„The King and 1“ og „Ana-
stasia“. Leikur hann í þeim
á móti Debóru Kerr og Ingi-
ríði Bergmann undir stjórn
Walter Lang og Anatole Lit-
vak. Elvis Presley faðmar,
syngur og elskar í „Love me
tender“ undir stjórn Webb
og Ginger Rogers og Michael
Rennie leika aðalhlutverkin
í enn einni þeirra mynda, er
reyna að stimpla æskuna
sem glæpalýð, „Teenage
Rebel“.
Warner bræður kvnna
eina aðalmynd ársins, „Moby
Dick“, sem tekin er undir
stjjórn meistarans John Hu-
ston, með Gregory Peck,
Richard Basehart og Leo
Glenn í aðalhlutverkum.
Þetta mun vera ein áhrifa-
mesta mynd ársins. William
Holden leikur aðalhlutverk
ið í „Brink og Hell“ undir'
stjórn LeRoy. Hitchcock slær
enn einu sinni í gegn með
myndinni „The Wrong Man“
sem Henry Fonda leikur að-
alhlutverkið í
Það væri synd að segja að
James Dean hafi unnið sér
vinsældir hérlendis fyrir leik
sinn í mvndum, er við höf-
Bing Crosbjr
um séð, því að myndir með
honum virðast vera bann-
vara hér, þó að hann sé er-
lendis að ná sömu, jafnvel
enn meiri frægð en Greta
Garbo og Valentino. Hann
mun verða enn vinsælli fyr-
ir leik sinn í myndinni
„Giant“, sem sýnd verður á
árinu og er mvnd af honum
í hlutverki sínu hér með
þættinum. Það er vægt að
kveðið að tími sé kominn til
að umbjóðendur þeirra fé-
laga, sem hann hefur leikið
hjá sjái sóma sinn í að ná í
myndir með honum, þar sem
það er þekkt staðrevnd að
við eigum betra með að fá
myndir hingað til lands, en
t.d. nágrannar okkar Danir,
þegar um amerískar myndir
er að ræða.
Það er krafa íslenzkra
kvikmyndahúsagesta að
þeim verði kynntir á árinu
James Dean og Yul Brynn-
er.
Soffia Loren
Aðaifundur „Ingóifs44
Skorar á alþjóð að gera
sem unnf er fil að afsfýr
slysum í umferðinni
Snjóbíllinn
(Frh. af 8. síðu.)
ÓTTAST UM SNJÓBÍLINN
| Ekki gat bíllinn farið neitt
, nálægt vegi þeim, sem venju-
lega er notaður, heldur varð
hann að fara aðra leið og fara
1 yfir háfjallið. Er þetta venju-
lega 1 dægurs ferð, en þessi
tók 1 sólarhring.. Urðu þeir
ferðalangar að leita skjóls uppi
! á fjallinu vegna illveðurs og
* bíða færis. Gafst það ekki fyrr
en seint og síðar meir, en þá
höfðu verið gerðar ráðstafanir
til að leitarleiðangrar legðu
bæði upp frá Barðaströnd og
Patreksfirði. Kom ferðafólkið
i til Barðastrandar daginn eftir
og var vel á sig komið eftir
hragninginn.
TOGARINN GYLFI BILAÐUR
Togarinn Gylfi liggur nú bil-
aður út í Englandi og hefur ver
ið það undanfarnar 3 vikur.
Varð bilun í gír í aðalvél skips
ins, er það var þar í söluferð
síðast, og er hún talin mjög al
varleg. Er ekkert vitað um við
gerð. Helmingur áhafnarinnar
er kominn heim en ekki er vit
að hvort hinir koma líka.
Á. P.
Dansk Kvineklub
heldur aðalfund þriðjudag-
inn 5. íebrúar kl. 20.30 í Tjarn
arcafé (uppi).
AÐALFUNDUR slysavarna-
deildarinnar Ingólfs 1 Reykja-
vík var haldinn sunnudaginn
27. janúar 1957 í húsakynnum
Slysavarnafélagsins.
Formaður deildarinnar, séra
Oskar Þorláksson, setti fund-
inn og minntist þeirra, er far-
izt höfðu af slysförum á árinu.
Lagðir voru fram reikning-
ar deildarinnar og samþykktir.
Hefur Ingólfur lagt fram kr.
45.000.00 til Slysavarnafélags
Islands samkvæmt þeim á
starfsárinu. Þrjátíu ævifélagar
gengu í Slysavarnafélag ís-
lands fyrir atbeina stjórnar
Ingólfs.
Miklar umræður urðu um
ýmis slysavarnamál á sjó og á
landi. Kosin var stjórn fyrir
deildina og skipa hana nú: Séra
Óskar J. Þorláksson, formaður,
Jón Jónsson aðstoðargjjaldkeri
Rafv. Reykjavíkur, féhirðir,
Baldur Jónsson, forstöðumaður
Iþróttav, ritari og meðstjórn-
endur þeir Gunnar Friðriksson,
heildsali og Jón Oddgeir Jóns-
son, fulltrúi. í varastjórn eru
þeir Jón G. Jónsson, verkstjóri
og Ársæll Jónsson, kafari.
Voru ýmsar álvktanir sam-
þykktar á fundinum og birtast
þær hér.
LEITAÐ ALI.RA BRAGÐA
TIL AÐ AFSTÝRA UMFERÐ-
ARSLYSUM.
„Aðalfundur slysavarnadeild
arinnar Ingólfs í Reykjavík,
haldinn 27. janúar 1957, skorar
á alla landsmenn að gera sitt
ýtrasta til þess að afstýra um-
ferðarslysum, með því að sýna
sérstaka gætni í meðferð öku-
tækja, fylg.ia settum umferð-
ar- og varúðarreelum og leið-
beiningum á þjóðvegi”^ úti og
á götum bæianna. Þá h°itir
fundurnn á alla g-’^oandi veg-
farendur, að gæta r'í”> í urrferð-
inni og fylgia WiWi beim
reglum, sem gangandi fólki eru
settar. Þá skorar fundurinn á
löggi afarvaldið, lögreglust j óra
og löggæzlumenn, að taka hart
á beim brotum, er menn stiórna
ökutækjum undir áhvifum
áfengis eða valda slysum af
þeim sökum.“
ENDURSKINSMERKI.
„Aðalfundur Ingólfs í Reykja
vík, fagnar því, að sett hafa
verið upp endurskinsmerki
meðfram nokkrum vegum og á-
lítur mikla bót að þeim og skor-
ar á bæi og ríki, að setja upp
slík merki sem víðast, þar sem
umferð er mikil. Einnig mælir
fundurinn sérstaklega með að
notuð séu öryggismerki á yfir-
höfnum barna og fullorðinna,
er það er á ferli í dimmu.“
SKYLDUNÁM í UMFERÐ-
ARREGLUM.
„í tilefni af því, að komið
hafa fram ólík sjónarmið um
kennsluaðferðir til að kenna
umferðarreglur í skólum, sarn-
' anber t.d. grein Ragnars Jó-
hannessonar skólastjóra í Morg
unblaðinu á síðastliðnu hausíi,
og einnig um það. hvort nauð-
svnlegt sé, eða heppilegt, að
gera slíka kennslu að skvldu-
námsgrein í barna- og unglinga
skólum, skorar aðaífundur
^lngólfs í Reykjavík, á fræðslu-
málastjórn landsins, til að sam-
ræma fram komnar tillögur í
þessum málum og leggja til
heppilegar úrlausnir fyrir fram
tíðina í þessari kennslugrein,
sem að áliti fundarins ér mjög
mikilvæg vegna síaukinnar
umferðar í bæjum og sveitum
landsins.“
NÝ BIFREIÐALÖG.
1 „Aðalfundur Ingólfs í Reykjá
vík. skorar á hið háa Alþingi
I að taka sem fyrst til umræðu
frumvarp það um ný bifreiða-
lög. sem nefnd skipuð af dóms-
, málaráðuneytinu hefur samið
og lagt hefur verið fyrir hátt-
virta ríkisstjórn fyrir allmörg-
um mánuðum.“
GÍIMMÍBÁTAR.
| „Aðalfundur Ingólfs í Rvik
skorar á alþingi að samþykkja
sem fyrst frumvarp það um
gúmmíbáta, er nú liggur fyrir
j alþingi.“
LÖGREGLIINNI ÞAKKAÐ.
I „Aðalfundur Ingólfs í Rvik
bakkar stjórn Slysavarnafélags
Islands fyrir tilkynningar um
umferðamál, það er hún hefur
látið birta í útvarpi og blöðum.
|Einnig þakkar fundurinn lög-
, reglunni í Reykjavík fyrir á-
gæta stjórn á umferðarmálum
bæjarins í desember síðast
liðnum.“
NÝLEGA var salur, sem helg'
aður er minningu danska
stjörnufræðingsins Tycho Bra-
he, opnaður almenningi í höll-
inni Benátky við ána Jizera í
Tékkóslóvakíu. Árin 1599 og
1600 vann Brahe að stjarnfræSi
athugunum í þessum kasta'Ja.
Þarna er nú ekki aðeins til sýn
is skjöl frá tímum Tycho Bra-
hes, heldur einnig sum tækin,
sem hann notaði við vísindaat-
huganir sínar.
Útsafan stendur yfir aðeins
þessa viku. Kjólaefni. Höfuð-
fclútar. Bútar. Kvenbuxur. K
aríniannasokkar. Sirs.
Gardinuefnu o. m. fl.
Glðsgowbúðin
Freyjugötu I.