Alþýðublaðið - 12.03.1957, Síða 5

Alþýðublaðið - 12.03.1957, Síða 5
ÞriSjudagur 12. inarz 1957 Alþýtttiblaaig ■ r Rœða Jóns P. Einils á síðasta bæjarstjórnarfundi: VIÐ FYRRI umræðu um til- iögur þær. sem hér liggja fyrir til annarar umræSu, benti ég á, að ef litið,væri til þess, hve margir kjósendur á kjörskrá væru að baki hvérjum bæjar- fulltrúa í kaupstöðunum hér í landi, þá lcæmi í Ijós, að fjöld- inn væri óeðliiega langmestur hér í Reykjavík. Vil ég rifja lapp þessar tölur, miðað við bæjarstiórnarkosningarnar, er fram fóru í janúarmánuöi 1954: Reykjavík 2394, Akureyri 412, Hafnarfjörður 364, Vestm.eyj- ar 262, Keflavík 231, Siglufjörð ur 130, Akranes 177. ísafjörð- ur 161, Húsavík 109, Sauðár- krókur 93, Neskaupstaður 88, Ólafsfjörður 75, Seyðisfjörður 53. ■ Ef miðað er við kjörskrána í Reykjavík við alþingiskosn- íngarnar á s.l. sumri. standa um 2600 kjósendur að baki hverj- nm bæjarfulltrúa hér. SAMANBURÖUR VIÐ AKUREYRI. Akureyri er sá kaupstaður, sem næstur Reykjavík gengur í þessum efnum, en hefur þó sex sinnum færri kjósendur að baki sínum bæjarfulltrúum. Borgarstjóri benti réttilega á það við fyrri umræðu, að slík- tir samanburður væri á engan hátt einhlýtur. Hann taldi, að íil myndu vera borgir, þar sem foæjarfulltrúar væru hlutfalls- legi færri en hér. En alla leið til Rússlands þyrfti hann að fara máli sínu til stuðnings. Vel íná vera, að svo sé þar í landi. En ég hef hugmynd um, að ef litið er til Norðurlanda um þetta atriði varðandi borgir að svipaðri stærð og Reykjavík, og jafnvel enn stærri borga, þá kærni í ljós, að fúlltrúarnir þar ■séu hlutfallslega fleiri en hér. En tölulegur samanburður við erlendar borgir er ekki eðlileg- ur, þar sem almerint hefur ver- íð álitið, að við þyldum eigi slíkan samanburð sökum fólks- íægðar. Rétt er því að halda sér innan endimarka ríkisins. í þessum efnum. Eg hef haldið mér í þessum samanburði við Akureyri, næst- stærsta kaupstað á Islandi, en sú niðurstaða leiðir til þess, að 1954 hefðu hér átt að vera 90 bæjarfulltrúar, en miðað við síðustu alþingiskosningar 105 til þess að fullur jöfnuður ætti .að haldast. Nú dettur mér eigi í hug að halda fram, að æskilegt va'íri að auka fulltrúatöluna svo verulega, en einhver jöfnuður er hins vegar nauðsynlegur. Það getur ekki talizt ósann- giarn málflutningur af minni hálfu að miða við Akurevri, því að miðað við aðra kaupstaði settu fulltrúarnir hér að vera enn fleiri, t. d. miðað við Seyð- isfjörð vfir 700. ■SJÁUFSTÆTT ÚRLAUSN- AREFNI. Til rökstuðnings í þessum tillögum, sem hér liggja fyrir, þarf vissulega engan saman- burð, hvorki við íslénzka eða erlenda bæi. Hlutlæg rannsókn á þessu viðfangsefni er hald- bezt. í því sambandi kemur til athugunar söguleg þróun ann- ars vegar, en á hinu leitinu þarfir borgarlífsins í dag. FYRSTU BÆJARSTJÓRNIR I REYKJAVÍK. Fyrsti bæjarstjórnarfundur- inn hér í Re.ykjavík var hald- j inn hinn 20. nóvember 1836. Lorents Krieger, stiptamtmað- ur, gaf út hinn 4. nóvember þ. á. erindisbréf um „bæjarfull- trúa“ í Reykjavík. Erindisbréf 'þetta hlaut síðar staðfestu hjá kanselíinu. Samkvæmt þessu erindisbréfi skyldu bæjarfull- trúar vera sex. Þeir voru kjörn- ir í tvennu lagi, þannig að hús- eigendur kusu helming fulltrú- anna, en tómthúsmenn hinn. Ekki er mér ljóst. hve marg- ir menn voru á kjörskrá við ■þessar fyrstu bæjarstjórnar- kosningar, en hitt iiggur fyrir, að sá fulltrúinn, sem flest at- kvæði hlaut í kosningunum, fékk heil 18 atkvæði. Hér ber | auðvitað að hafa í huga hinn þrönga kosningarrétt, en íbúar Reykjavíkur á þessum tíma voru 639, þ.e. 107 sálir stóðu að baki hverjum bæjarfulltrúa. TILSKIPUN FRÁ 1872. Þessi tala bæjarfulltrúa, sex, virðist haldast óbrevtt til gild- istöku tilskipunar frá 20. apríl 1872 um bæjarstjórn í kaup- staðnum Reykjavík, en eins og vit.að er, er tilskipun þessi að miklu leyti gildandi lög á ís- landi í dag. Samkvæmt 4. grein tilskip- unarinnar skyldu bæjarfulltrú- arnir vera 7—13. í fyrstu kosn- ingunum, sem fram fóru sam- kvæmt þessari nýju skipan í janúarmánuði 1873, voru kjörn ir 11 fulltrúar. Það ár var íbúa- fjöldinn hér 2024 eða einn full- trúi á hverja 184 íbúa. Það skal tekið fram, að ég lít svo á, að samanburður við íbúafjölda gefi réttari mynd af hlutunum, heldur en við kjósendur vegna hins svo mjög takmarkaða kosn ingarréttar. BREYTINGIN 1903. Enda þótt álíta mætti, að Reykvíkingar væru vel sæmdir ■ af fulltrúatölunni 11 miðað við jfólksfjölda, þá leit þáverandi ibæjarstjórn öðrum augum á ,þetta mál. Því að er kjósa . skyldi í ársbyrjun 1903, hafði I bæjarstjórnin notfært sér heim- I ildina á 4. gr. tilskipunarinnar jfrá 1872 til hins ítrasta og fjölgaði fulltrúunum upp í 13. LÖGIN FRÁ 1907. Ekki þótti lengi unað við að hafa bæjarfulltrúana aðeins 13. En til frekari fjölgunar þurfti lagabreytingu. Það var gert með lögmn ni’. 86, 1907 og til- skipunirini breytt þannig, að tala bæjarfulltrúa var ákvörð- uð 15. Eítir þessum lögum var fvrst kosið í ársbyrjun 1908. i Síðan hefur ekki átt sér stað i breyting á fjölda fulltrúanna, ! og hefur þetta ástand varað í | hálfa öld. I Rétt er því að líta aftur til ársins 1908 og huga að stærð I Reykjavíkurborgar í þá daga. ÍÞá voru á kjörskrá 2850 'kjós- \ endur eða 190 að baki hverium ifulltrúa. íbúar Reykjavíkur voru þá 11016 eða 739 íbúar fvrir hvern bæjarfulltrúa. Við þessar kosningar komu fram , 18 framboðslistar. en 1620 I neyttu atkvæðisréttar. Rúm- llega 70 kjósendur gátu komið bæjarfulltrúa að samkvæmt úrslitum kosninganna. Samkvæmt lögunum frá 1907 voru bæjarfulltrúarnir kosnir þannig, að aðeins 1 á hluti þeirra var kjörinn í senn. LÓGIN FRÁ 1929. Með lögum nr. 59- 1929 er fyrirkomulaginu frá 1908 brej'tt þannig, að allir fulitrúarnir skyldu kosnir í einu lagi, en tala þeirra hélzt óbreytt. Árið 1930 var fvrst kosið eftir þess- I um reglum. NÚVERANDI FYRIRKOMU- LAG. I núgildandi lögum um sveit- arstjórnarkosningar nr. 81 frá 23. júní 1936 eru ákvæðin þau, að bæjarfulltrúar í Revkjavík skulu vera 15—21. Innan þess- ara marka getur ráðherra Jón P. Emils breytt tölu bæjarfulltrúanna samkvæmt tillögu bæjastjórn- ar. ÓBREYTT í HÁLFA ÖLD. Eins og ég hef áður tekið fram, hefur tala bæjarfulltrúa haldizt óbreytt í hálfa öld. Á þessum tíma hefur tala kosn- ingabærra manna 13-faldazt, en íbúum hefur fjölgað úr 11016 upp í 65033 eða nær 6-faldazt. Atkvæðamagnið að baki hverjum alþingismanni er miklu minna heldur en bæj- I arfulltrúanum í Rvík. Sam- , kvæmt niðurstöðum síðustu al- , þingiskosninga er einn þingmað ur á hverja 1590 kjósendur BÆJARFULLTRUAR OG ÞINGMENN. Samkvæmt stjórnarskránni hafa Reykvíkingar 8 þingmenn. Með reglum um hina svonefndu landskjörnu þingmenn hafa á- vallt 3 úr hópi þeirra verið af framboðslistum í Reykjavík'. Má því segja, að Reykjavík sé nú tryggð 11 þingsæti. Það Iverður að teljast mjög óeðli- legt, að svo lítill munur sé á fulltruum höfuðstaðarins á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar og bærjarfulltrúunum, sem fjalla eiga um öll málefni bæjarins, jafnt stór sem smá. HIN STÆRÐFRÆÐILEGU RÖK ERU EINSÝN. Það er sama, hvers konar út- reikriingum og samanburði er beitt. Allt leiðir til þeirrar nið- urstöðu að fjölga beri bæjar- fulltrúunum. Þar gildir einu, I livort borið er saman við aðra íslenzka kaupstaði eða erlenda. ! Samanburður við önnur tíma- bil í sögu borgarinnar og sam- anburður við alþingi, leiðir einnig til sömu niðurstöðu. ÖNNUR EFNISRÖK Enda þótt nukilvægt sé að kanna mál þetta tölulega. eins og gert hefur verið hér að fram an, þá má sín jafnvel enn meira í þessu sambandi athuganir á staðarlegum háttum hér í borg- inni nú á tímum og hvort sú« athugun leiði til þess að fjölga beri bæjarfulltrúum. Það er kunnara en frá þurfi að skýra, að fólksfjölgunin í Reykjavík hefur orðið miklu örari en ætla hefði mátt. Af, þessu hefur aftur leitt, að stækkun borgarinnar hefur orð ið stórstíg. Fjöldi af nýjum1 hverfum hefur risið upp, en í- búar þeirra hafa þurft að stríða við ýmis vandamál. sem stað- bundin eru við bæjarhluta þeirra og aðrir hafa ekki íliII- lcomna þekkingu á. Flest þess- ara vandamála sæta úrlausn bæjarstjórnarinnar. Á hvern hátt bæjaryfirvöldin leysa ein og önnur viðfangsefni hinna nýju bæjahverfa, áhrærir mik- inn fjölda bæjarbúa. Nauðsyn ber því til, að málin séu leyst í samræmi við hagsmuni hlutað- , eigenda og þeir eigi þess kost að hafa áhrif á gang mála. NÝJAR STÉTTIR. Þá ber einnig til þess að líta, að með stækkun borgarinnar hafa risið upp nýjar stéttir og starfsgreinar. Þær hafa og sína hagsmuni af því, hverrrrg bæn- um er stjórnað. Með aðeir.s 15 bæjarfulltrú- um er útilokað fyrir stjórn- málaflokkana, sem síðustu ára- tugi hafa eingöngu verið aðilar að bæjarstjórnarkosningum, að taka fullt tillit ttil fjölmennra hagsmunahópa. Ef stjórnmála- flokkarnir þannig ganga fram hjá fjölmennum hópi kjósenda, sem áhuga hefur á bæjar- málunum, þá má segja að þessir kjósendur hafi rétt til að bera fram sérstakan fram-1 boðslista og freista þess að fá i fulltrúa kjörinn. En hér kom- ‘ um við strax að þeim erfiðleik- um, hve marga kjósendur þarf að baki hverjum bæjarfulltrúa samkv. núgildandi skipulagi. Miðað við síðustu alþingiskosn- ingar hefði þurft yfir 2000 kjós- endur til að koma að bæjarfull- trúa. Þjóðvarnarflokkurimi hlaut þá t. d. 1978 átkvæði, en hefði engan bæjarfulltrúa feng ið kjörinn, ef um bæjarstjórn- arkosningar hefði verið að ræða. Mér virðist mjög ósann- gjarnt að útiloka um 2000 manna kjósendahóp algerlega frá áhrifum á stjórn bæjarins, hvort sem stjórnmálalegir, stað arlegir, atvinnulegir eða aðrir hagsmunir hafa valdið því, að þessir kjósendur skipuðu sér undir sama merki við kosjning- arnar. Það er ólýðræðisegt að taka ekki tillit til svo mikils kjósendafjölda við stjórn á bæn um. RÖDD FÓLKSINS Bæjarstjórnin á að vera rödd íólksins. Hún á að vera svo fjölmenn, að þar geti átt sæti fulltrúar allra þeirra hags- muna, sem nokkru skipta fyrir bæjarlífið. Það væri í marga staði eðlilegt, að bæjarstjórnar- kosningar væru ekki háðar á eins hápólitískum grundvelli og verið hefur. Ekki væri óeðli- legt, að þar ættu sæti fuiltrúar stétta og bæjarhluta. Að mín- um dómi á bæjarstjórnin að vera fjölmenn. Fundi ætti að halda sjaldnar en nú er, en jafn framt auka vald bæjarráðs. Heppilegt væri að bæjarráðs- menn væru fastir starfsmenn bæjarins. Gætu þeir jafnframt tekið að sér hín ýmsu skrifstoíu stjórastörf hjá bænum. (Frh. á 7. síðu.) ALLSHERJARNEFNDTR beggja þingdeilda vilja, að al- þingi setji sér sérstakar reglur um veitingu ríkisborgararéttar. Fer hér á eftir nefndarálit um þetta mál: „Nefndin lítur svo á, að nau.ð synlegt sé að hafa hliðsjón af j föstum reglum, sem Alþingi j fari eftir við veitingu ríkisborg- j araréttar. Þeir, sem um þann i rétt sækja, vita þá, hvaða skil- J yrði eru sett í þessu efni. Mundi það spara mönnum umsóknir, sem engin von er um að nái sarnþykki þingsins. Allsherjarnefndir beggja deilda Alþingis hafa komið sér saman um, að æskilegt væri, að framvegis sé véiting ríkis- borgararéttar bundin eftirfar- andi skilyrðum, sem þingið hef- ur að mestu leyti farið eftir undanfarin ár: 1. Umsækjandi hafi óflekka'ð mannorð og sé að áliti tveggja valinkunnra manna starfhæfur og vel kynntur, þar sem hann hefur dvalið. 2. Útlendingar, aðrir en Norð- urlandabúar, skulu hafa átt hér lögheimili 10 ár, Norð'- urlandabúar 5 ár. 3. Maður eða kona, sem giftist íslenzkum ríkisborgara, fáí ríkisborgararétt ekki skem- ur cn finim ár. 4. Erlenclir ríkisborgarar, sem eiga íslenzkan föður eða móður, fái ríkisborgararéít eítir þriggja ára búsetu, ef amiað foreldrið er Norður- landabúi, annars eftir fimm ár. 5. Islendingar, sem gerzt hafa erlendir ríkisborgarar, fái ríkisborgararétt eftir eins árs búsetu. (i. íslenzk kona, sem misst he£ ur ríkisfang sitt við giftingu en hjónabandinu er slitið og hún hefur öðlazt heimili hér fái ríkisbovgararétt á fyrsta dvalarári hér, enda lýsi hmt yfir, að hún ætli að dveljast áfram í landinu. Sama giM- ir tiffl börn hennar, sem ekki hafa náð 16 ára aldri eg henni fylgja. Umsóknir þær, sem nefndrn leggur til að samþykktar verði. fullnægja þessum reglum að undanteknum nokkrum, sem ekki uppfylla skilyrði um dval- artíma fvrr en síðar á þessu ári. Nefndin telur þó rétt að safnþvkkja slíkar umsþknir, ef áskildum dvalartíma er náð fyrir samkomudag næsta Al- þingis. Er gre'int aftan við nöfn þessara umsækjenda, hvenær þeir öðlist ríkisborgararéttinn.'1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.