Alþýðublaðið - 23.03.1957, Page 4

Alþýðublaðið - 23.03.1957, Page 4
« AI þ flufelaglB Laugardágur 23. marz 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. . Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn; Björgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Efnalmgsmálm \ s \ s s s s s s s s s S s S s s s s s s s s s s 5 s s j s s s s S s s s s s s MQRGUNBLAÐIÐ áfell- ist í gær Framsóknarflokk- inn harðlega fyrir þá afstöðu. hans, að ekki sé hægt að leysa efnahagsmálin með Sjálfstæðismönnum. Hún þarf þó engum að koma á óvart. Reynslan hefur sann- að, að Sjálfetæðisflokkurinn er alls ófær um að leysa vanda efnahagsmálanna. Staðreyndirnar tala í því éfni. Morgunblaðið verður að muna, hver er reynsla undanfarinna ára, og því væri hollt að taka nokkurt tijlit til hennar í málflutn- ingi sínum. Hér skulu rifj- uð upp meginatriðin að þessu gefna tilefni: í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins strandaði þjóðar- skútan. um sérhver áramót. Þau tíðindi fylgdu stjórn- pailsgöngu Ólafs Thors eins og skugginn föstum hlutum, og þess vegna er maðurinn sannkallaður strandkapteinn. Fiskiskipa- flotinn stöðvaðist, og dauð höad lagðist á framleiðslu dýrmætustu útflutnings- varaana. I*á loksins vakn- aði Sjálfstæðisflokkurinn upp við vondan draum. En bjargráðunum var svo sem ekki fyrir að fara. Ólafur Thors og Bjami Benedikts- son neyddust til að' kalla þau neyðarúrræði eða bráðabirgðaráðstafanir. Og framtíðarlausn kom aldreí til sögunnar. Skútunni var hleypt upp í nýjan strand- stað á næstu áramótum, og saga vandræðanna og mistakanna endurtók sig. Var nenta von, að Fram- sóknarflokkurinn þreyttist á annarri eins siglingu? Vissulega ekki. Nú segir svo Morgun- blaðið, að vinstri stjórnin hafi engu áorkað í efnahags- málunum. Þó hefur henni tekizt ólíkt betur en Sjálf- stæðisflokknum, meðan hann bar ábyrgð lands- stjórnarinnar. Bátaflotinn stöðvaðist ekki um síðustu áramót. Framleiðslan varð ekki fyrir neinum þeim skakkaföllum, er tíðkazt höfðu undanfarin ár. Hitt er rétt, að eftir er að ráða fram úr mörgum þeim vanda, sem Sjálfstæðis- flokknum reyndist ofraun. En Morgunblaðinu ferst ekki að vera með stóryrði í garð núverandi ríkisstjórnar þess vegna. Hún er að byrja á verkefninu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn sprengdi sig á. Og henni auðnast að halda þjóðarskútunni á floti. Strandkapteininum og félög- um hans ætti að þykja það tíðindum sæta. Verður ekki bót mœlt ÞJÓÐVILJINN segir í gær, að þeir aðilar, sem gagnxýni íjársukkið í Iðju, séu ekki viðx*æðuhæfir. Eins hefði verið hægt að viður- kenna, að engum vörnum verði við komið. Vandræði kommúnistablaðsins eru skiljanleg. En hvers vegna ekki að beygja sig fyrir dómi staðreyndanna, játa yfir- sjónírnar og mistökin og gera hreint fyrir sínum dyr- um? . Mennirnir, sem skrifa Þjóðviljann, gera sér vafa- laust Ijóst, að fjársukkið í Iðju verður ekki afsakað. En þeim. leyfist ekki áð láta í Ijós skoðun sína á framferði Björns Bjarnasonar. Sósía- listafiokkurinn vill ekki bregðast sökudólginum af því að hann á þátt í óláni mannsins. Björn hefur með- al annars misnotað fé og sjóði Iðju til að kosta áróð- ur kommúnista og þá fyrst og fremst tímaritið Vinn- una og verkalýðinn. Þannig er Sósíalistaflokkurinn skuldbundinn Birni. Þess vegna er þess krafizt af kommúnistum í verkalýðs- samtökum höfuðboi’garinn- ar, að þeir endurkjósi Björn formann fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík sömu dagana og ráðs- mennska hans í Iðju verður heyrinkunn. Og þess vegna er Þjóðviljanum fyrirskipað að reyna að verja athæfi, sem engin bót verður mælt, þó að umræðurnar héldu á- fram í hundrað ár. UNDIRRITAÐUR fær þá . ur sínar á veraldarsvið. Fyrsta símfrétt 1 vinnutímanum, að. skáldsaga hans kom út árið rithöfundurinn Hans Jörgen i 1950 og heitir „Sandhedens for- Lembourn sé kominn hingað til j bandelse“, en síðar hefur ein Reykjavíkur á leið vestur um rekið aðra og höfundurinn bótt haf. Kannski væri ómaksins vert að reyna að fræða lesend- ur Alþýðublaðsins örfáum orð- um um manninn og sérstöðu hans á dönsku skáldaþingi? Lembourn er ungur að árum, fæddist 1923, en eigi að síður i víðkunnur fyrir skáldsögur sín- ar og smásögur. Gagnrýnendur | kalla hann stundum ,,litla Hem-; ingvvay“, þar eð tækni hans þykir svipa til vinnubragða I ameríska meistai'ans. Þó ræð- I ur efnisvalið úrslitum umfrægð ! hans og áhrif, Hans Jörgen. iLembourn fjallar oftást um þjóðfélagsmál í skáldsögum sínum — hann er pólitískur ári, þess að reka áróður fyrir sér- stakan flokk. Sögufólk bians ér löngum fulltrúar hóps eða heild ar, og vandi þess og örlög tálm- ar baráttu mannanna í heimi samtíðarinnar. Hann mvndar sér ákveðnar skoðanir og mark- ar persónulega afstöðu, en þjón- ar jafnframt listinni af ein- stakri tæknikunnáttu Haris Jörgen Lembourn. vaxa af hverju nýju verkefni. Undirritaður er þó ódómbær á aðrar bækur hans en smásagna- safnið „Samtale om natten“ og og ; skáldsöguna „Hotel Stvx“. Frá skemmtilegri íþrótt. Sumir spá | þeim skul sag't, þó að stiklað því, að hami verði arftaki Mar- verði á stóru. tins A. Hansens sem forustu- ; „Samtale om natten“ er harla maður í dönskum bókmenntum. j sérstæð bók. Þetta eru fjórtán Svo mikið er víst, að maðurinn smásögur, er f jalla um fjórtán er bráðefnilegur rithöfundur konur og ástarfar þeirra, sem og hefur þegar unnið ótvíræðan j hvert reynist með sínum hætii. sigur- Höfundurinn lýsir stefnumót- Hans Jörgen Lembournjum þéssara sögukvenna sinna hleypti eftirminnilega heim- j við elskhuga þeirra af óvenju- draganum með því að gerast legri bersögli og lætur gamm fréttaritari í grísku borgara- styrjöldinni. Hann er laus við að vera staðbundinn í skáld- sl ap sínum, verkefni hans eru alþjóðleg, maðurinn setur sög- tilfinninganna og ástríðnanna geisa. Margir álitu bókina eins konar listræna tilraun, og sú ályktun mun pærri sanni. En Lembourn hefur engan veginn þreytzt á sprettinum. Ástin eða kvnhvötin, svo að dónalega sé til orða tekið, kemur mjög við sögu í öðrum bókum. hans og kvað iðulega ráða þar úrslitum. Skáldið' gerir sér ljóst, að hug- renningarnar, kenndirnar og taugarnar ráði miklu um líf og örlög manneskjunnar. Þar næst er honum efst í huga sarnbýli hennar við umhverfið og ná- u.ngann, og þá er komið að „Hotel Styx“. Sagan greinir frá flugferð, og ákvörðunarstaðurinn er í Suð- ur-Evrópu, en farkostinum hlekkist á, og ferðafólkið kemst nauðulega lífs af. Það ér statt á eyju i Grikklandshafi. og leið þess liggur í Hótel Styx eftir hrakninga og mannraunir. Þ'etta er sannnefndur jarðnesk- ur kvalastaður. og miklum ör- Jögum lýst í skáldlegum og hug mvndaríkum táknum, en hæst rís frásögnin af kynnum flug- stjórans,Richards Thomsens, og annars manns konu, Ruthar Fischers, er verður möndull sög unnar. Og höfundinum er ann- að og meira í hug en hlutskipti: einstaklinga. Hann gerir upp við líf og kjör mannanna og leitast við að spegla heiminn og nútímann. Lembourn er vand- anum vaxinn. Sagan mun flest- um ógleymanleg að loknum lestri. Hér skal staðar numið að sinni, því að undirritaður á eft- ir að lesa aðrar bækur Hans Jöi'gens Lembourns. Það bíðúr síns tíma eins og fleira. En ís- lenzkir bókamenn ættu að leggja sér nafnið á minni. Við heyrum það og sjáum oft í fram tíðinni, ef að líkum lætur. Helgi Sæmundsson. Velrarflufningarnir á mjólkinni Askríffasímar blaðsins eru 4900 og 4901. J , , FJÁRVEITINGANEFND flyt- ! ur tillögu til þingsályktunar um vetrarflutninga á mjólkur- framleiðslusvæðum, en sam- kvæmt henni ályktar alþingi að fela ríkisstjórninni að láta í samráði við végamálastjóra athuga, hvernig hægt sé á hag- kvæmastan og öruggastan hátt að halda uppi nauðsynlegum flutningum á mjólkurfram- leiðslusvæðum, þegar snjóalög eru. Mál þetta vai’ðar jöfnum höndum sveitir og kaupstaði, og mun því vekja athygli allra landsmanna. Hér fer á eftir greinargerð sú, sem fjárveit- inganefnd lætur fylgja þings- ályktunartillögunni: Framleiðsla mjólkur til' sölu krefst daglegra flutninga. Neyt endur þurfa vörunnar með dag hvern, og mjólk geymist ekki óskemmd nema skamma stund. Þar sem mjólk er nú orðin aðalframleiðsluvara bænda á stórum landssvæðum, er aug- ljóst, að öruggir og hagkvæm- ir flutnírigar eru bændum. þar, I neytendum mjólkurinnar og þjóðarbúskapnum x heild mikils virði. Margir síðustu vetur hafa verið óvenju snjóléttir, Þrátt fyrir það liafa þó skapazt. í mjólkurflutningum miklir erf- iðleikar á liverjum vetri og verulegu fjárma; ni verið var- ið til snjómol.sturs árlega þeirra vegna. Á yfirstandandi vetri hafa snjóalög orðið rneiri en verið hefur um tugi ára. Á sumum , mjólkurframleiðslusvæðum svo sem Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi, hafa rnjólkurflutn ingar fallið niður með öllu af þeim sökum nú um nokkurra vikna skeið, enda þótt stórfé hafi verið varið frá vegagerð ríkisins'og bændum sjálfum til að revna að halda flutningun- | um áfram. Hér er því um stórkost.legt í fjárhagstjón að ræða fvrir þá bændur, sem í hlut eiga, bæði vegna kostnaðar við að revna að flytja frá sér framleiðsluna og einnig af því, að engin tök eru á að vinna mjólkina heirna sökum fólksfæðar, enda fram- \ leiðsluhættir að engu leyti mið- , aðir við það. Enginn vafi er á því, að ef slíkt endurtekur sig, : þá mun mjólkurframleiðslan verða í mikilli hættu. Jafn- * framt vofir yfir bæjunum sú hætta, að skortur kunni að verða á þessari hollu neyzlu- vöru. Það er stórfellt nauð- synjamál, sem varðar alþjóð, að hægt sé að skapa meira ör- yggi í mjólkui'futningum á fjái'hagslega viðráðanlegan hátt. Það hefur sýnt sig á yfir- standandi vetri, að sú aðferð snjómoksturs, sem við notum til að greiða fyrir mjólkurflutn- ingum í miklum snjóum, er ekki eingöngu ófullnægjandi, heldur einnig það dýr. að ó- hugsandi er þess vegna að treysta á hana sem framtíðar- úrræði. Fjárveitinganefnd telur brýna nauðsyn á því, að þetta mál verði strax rannsakað með kostgæfni og beztu úrræða leit- að. Aðalfundur Félags íslenzkra iðnrekenda verður settur kl. 2 e. h. í dag í Þjóðleikhúskjallaranum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn F.í.í.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.