Alþýðublaðið - 26.03.1957, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.03.1957, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2,fL marz 1957 AlþýSuKlaSlg 5 r Aki Jakobsson: SÍÐAN ég skrifaði grein mína um varnarmálin í Al- Jiyðublaðinu sunnudaginn 17. marz hefur Þjóðviljinn af veik um mætti verið að reyna að halda uppi andófi gegn þeirri einföldu staðreynd, sem ég benti á í grein minni, að þings- ályktunin frá 28. marz 1956 væri afgreidd og því niður fa.ll- ín sem fyrirmæli þingsins til ríkisstjórnarinnar. Án þess að leitast við að hrekja hin ein- földu rök málsins hefur Þjóð- ' viljinn hrópað að mér ókvæðis orðum og borið Alþýðuflokkn- um á brýn að hann hafi svikið yfirlýsta stefnu sína í varnar- málunum. Ókvæðisorðin og hrópyrðin verða Þjóðviljanum ■ekki til neins, þau sýna , ein- ungis þjóðinni það, að Sósíal- Istaflokknum er það fullljóst að ályktunin frá 28. marz 1956 er úr sögunni með samningun- nm, sem utanríkisráðherra birti 'pinginu í desemibér sl. Allt skraf Þjóðviljans um stuttan írest, nokkurra mánaða frest- un á því að láta varnarliðið . fara eru vísvitandi blekkingar, sem enga sto ðhafa í samning- nm utanríkisráðherra við Bandaríkjamenn frá þvi í des- ember né heldur ályktuninni frá 28. marz 1956. Eins og ég benti á í fyrri grein minni féll- ust þeir báðir á það, Hannibal Valdimarsson og Einar OI- geirsson af hálfu Alþýðubanda lagsins, að þingsályktunin frá 28. marz 1956 yrði afgreidd með samningum þeim, sem ut- anríkisráðherra lagði fyrir þihgið í desem;bermánuði og þeir fluttu enga tillögu um það, að þingið lýsti yfir því að það vildi láta taka upp það mál aft- ur, að varnarliðið yrði á brott af landinu eftir ákveðinn tíma. Aðeins slík ályktun þingsins hefði getað haldið ályktuninni frá 28. marz 1956 í gildi. Per- sónulegar yfirlýsingar Einars Olgeirssonar eða Hannibals Valdimarssonar skipta að sjálf sögðu engu máli í þessu sam- bandi. I þingsályktunartillögunni frá 28. marz 1956 segir svo: ,*,Með hliðsjón af breyttum við horfum síðan varnarsamningur ínn frá 1951 var gerður .. . verði þegar, hafin endurskoðun á þeirri skipan, sém þá var tek- ín upp með það fyrir augum, að íslendingar annist sjálfir gæzlu og viðhald varnarmann- virkja — þó ekki hernaðarstörf •— og að herinn hverfi úr landi.“ Það er vitað enda marg yfirlýst, að með orðunum ...breyttum viðhorfum“ er átt við að meirihluti þingsins taldi, að viðhorf í alþjóðamálum ■ hefðu breytzt svo í friðarátt,: | að ekki væri lengur fyrir hendi í það hættuástand, sem þingið 1 talcli ríkja í heiminum þegar í varnarsamningurinn var gerð- ur árið 1951. Þegar hins vegar til átti að taka og setzt var að samningaborði við fulltrúa Bandaríkjastjórnar i nóvember sl., var komið á daginn að hið friðvænlega ástand, sem talið | var ríkja þann 28. marz, var j ekki lengur fyrir hendi, heldur | var ástandiö orðið hættulegra en 1951. Á þessum grundvelli var samningur utanríkisráð- herra gerður og þingið stað- festi samninginn og þar með af greiðslu utanríliisráðherrans á ályktuninni frá 28. marz með þögn sinni og aðgerðaleysi. Ef þingið hefði verið á annarri . skoðun en utanríkisráðherra og viijað halda fast við fyrri á- | kvörðun sína um brottför hers- ins, þá var óhjákvæmilegt að i það gerði nýja ályktun um það efni. Þingið gerði enga slíka á- lyktun og það sem meira er engin tillaga var borin fram um það, að þingið héldi fast við fýrri samþykkt sína um brott- för hersins. Þar með var alþingi búið að staðfesta það, að heims ástandið hefði breytzt svo til hins verra frá því að það gerði ályktun sína 28. marz, að for- sendur hennar væru ekki leng ur fyrir hendi og rétt væri að varnarliðið væri hér áfram. Yf- irlýsingar einstakra þing- manna, þó fulltrúar séu fyrir 8 manna þingflokk, um það að þeir eða flokkur þeirra vilji láta taka upp aftur eftir stutt- an tíma eða nokkra mánuði framkvæmd á ákvörðuninni um brottför hersins skiptir að sjálfsögðu engu máli stjórn- skipulega. Hannibal Valdimars son og Einar Olgeirsson geta ekki verið svo barnalegir, að þeir vilji halda því fram að skoðanayfirlýsing þeirra jafn- g'ildi alþingisályktun. Þegar þetta er athugað er augljóst að hafi það verið svik gagnvart þjóðinni, að alþingi lýsti sig með þögn sinni sam- þykkt afgreiðslu utanríkisráð- herra á ályktuninni frá 28. marz 1956, þá eru þeir Hanni- bal Valdimarsson og Einar Ol- geirsson og raunar allt Alþýðu- bandalagið aðilar að þeim svik- um, því það tók þátt í því að- I gerðaleysi þingsins gagnvart j samningi utanríkisráðherrans, I sem fól í sér samþykki þess á Leiðréffing Herra ritstjóri! í GREIN í blaði vðar 16. 'þ. m. er skýrt frá því, að „fyrstu •gúmmíbj örgunarbátarnir, sem 'ikoma til Fjarðarins" þ. e. Hafnarfjarðar, hafi nú verið settir um borð í togarana Sur- prise og Bjarna riddara. Þetta er ekki. rétt. í september á fyrra ári sendi firma mitt, Sturlaugur Jónsson & Co., út umboðsbréf til fjöl- margra útgerðarfélaga um ÐSL þýzku gúmimbjörgunar- bátana og kom jafnframt á framfæri til blaðanna nafn- lausum greinum um gúrrimí- og birtu öll björgunarbáta j blöðin þær. Við móttöku umburðabréfs- j ins spurðist Vilhjálmur Árna- son skipstjóri nánar fvrir um þessa báta, og nokkru seinna, eða 4. september s. 1. pantaði j iélagi hans Loftur Bjarnason, j gúmmíbjörg'unarbáta fyrir skip þeirra félag'a, Röðul. Bátarnir voru svo sendir um borð í Röð- ul á Þýzkalandssiglingum síðast liðið haust. j Með fyrir fram þökk fyrir j birtingu þessarar leiðréttingar. Reykjavík, 16.3. 1957, Sturlaugur Jónsson. samningnum og þar með að. fella niður fyrri ákvarðanir um brottför hersins. Hins veg- ar vil ég benda á að frá hendi Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins er hér ekki um nein svik að ræða. Eins og ég hef bent á var forsenda álykt- unarinnar 28. marz 1956 að friðarástand væri á komið í heiminum og horfur um sam- komudag þjóða í milli batnandi. Reynslan sýndi hins vegar að er leið á Sumarið fóru viðsjár vaxandi út af deilunni um Sú- ezskurðinn, sem enduðu í hern aðarátökum, en þó tók út yfir þegar Sovétríkin hófu herriað- arinnrásina í Ungverjaland í byrjun nóvember. Þá var öllum j það ljóst að þær björtu vonir, j sem ályktunin frá 28. marz var : byggð á, voru að engu orðnar. Enginn þarf að vera hissa á i því þó Þjóðviljinn og Alþýðu- bandalagið tali um svik, því að það hefur þá einföldu afstöðu í þessu máli, að það vill hafa ísland algjörlega varnarlaust og alveg sérstaklega á hættu- tímum. Þetta er vilji Sovétríkj anna, sem Alþjrðubandalagið og j þingflokkur þess telur sér skylt j að fylgja. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig, en ég fullyrði að allir aðrir þingmenn eru á ann arri skoðun. Óneitanlega hefði það verið eðlilegra, að Alþýðu- bandalagið hefði haldið sér við þessa afstöðu, er samningur ut anríkisráðherra var lagður fyr- ir þingið í desember, en ég skal játa að það er alltaf erfitt að gera hvorttveggja í senn að sleppa og halda. í Frjálsri þjóð, sem út kom fyrir helgina, var tekið undir þann áróður Þjóðviljans. að í j fyrri grein minni væri lýst yfir ; svikum í herstöðvamálinu á j hinn óskammfeilnasta hátt. Af j grein Frjálsrar þjóðar er ekki; alveg ljóst hver er stefna henn ! ar í varnarmálunurn. Því vil ég j spyrja: Er Þjóðvarnarflokkur- j inn algerlega sammála Alþýðu- i bandalaginu í afstöðunni til j varnarmáianna? Ef svo er ekki, í hverju greinir' Þjóðvarnar- flokkinn á við Alþýðubanda- lagið? Stefna Alþýðubandalagf 1 ins í varnarmálum og utanrík- ismálum hefur á sama hátt og 1 stefna Sósíalistaflokksins í þeim efnum verið algerlega mótuð af kommúnistum, af þeim Einari Olgeirssyni og Brynjólfi Bjarnasyni og mið- ast eingöngu við það, sem þeir telja að Sovétríkin hafi hag af á hverjum tíma. Finnbogi Rút- ur Valdimarsson heíur eftir því sem ég' veit bezt fylgt þeirri stefnu í varnarmálum, sem þeir hafa markað. Ég varð aldrei var við það aðFinnbogi gerði nokkurn ágreining við þá Brynj ólf og Einar í þeim efnum, hvorki í smáu né stóru. Sama verð ég að segja um Þjóðvarn- arflokkinn. Ég hef aldri getað greirit nokkurn skoðanamun í varnarmálum milli hans og Sósíalistaflokksins. Þjóðviljinn hefur átt erfitt með að sætta sig við það, að ályktun alþingis frá 28. marz 1956 sé úr sögunni. Þetta hefur komið fram í áköfum áskorun- um til Alþýðublaðsins um að veita sér stuðnirig í þessu máli (Frh. á 1. síðu.) TVÆR LEIKKONUR bítast nú um ameiísku Oscar-verð- launiri fyrir árið 1957, en þaut eru veitt beztu leikurum árs- ins 1956. Þær eru Ingrid Berg- man, fyrir leik sinn í kvik- myndinni ,,Anastasia“, og hin; 22ja ára gamla Caroll Baker, fyrir hlutverk sitt í myndinni ,,Baby Doll“, sem gerð var eftir , handriti Tennessee Williams. Hér á landi hefur nafn Caroll j Baker varla heyrst hingað til i enda varð hún ekki fræg fyrr j en með myndinni ..Baby Doll“. j Síðan hefur hún gert sarnning við Sir Laurence Olivier, sem hefur valið hana til að leika á móti sér í næstu mynd sinni, er gerð verður eftir leikriti Bernard Shaw „Tha Davil’s Disciple“. j Atburðarásin í „Baby Doll“ er, eins og í ölium leikritum og skáldsögum Tennassse Willi . ams ofsafengin og ástríðuþrung ; in. Maðaldra maður kvænist 15 1 ára gamalli stúlku, en lofar for- j eldrum hennar að gera ekki j fullar hjúskaparkröfur til henn j ar fyr en hún er orðin tvítug. Baby Doll verður meykona hans og á nóttunni horfir hann á hana gegnum gat, sem hann hefur borað á vegginn milli j herbergja þeirra. Hún liggur í barnarúmi sínu og sýgur fing- urna — en það atriði hefur orð- ið til þess, að kvikmyndaeftir- litsmenn víða um heim hafa j bannað myndina, og kaþólski kardinálinn í Bandaríkjunum hefur borið fram mótmæli og fordæmt myndina. Daginn, sem j Baby Doll verður tvítug, játar hún fyrir manni sínum, að hún sé ástfangin af jafnaldra sín- um, ítölskum, og síðan þróast j atburðarásin og endar á drama- tískum hápunkti. Carroll Baker er fædd í JohnstoAvn í Pennsylvaniu, þar sem faðir hennar var bóndi. Síðan fluttist fjölskyldan til: Florida og gekk hún um tírna i í menntaskóla, en hætti því íljótlega og gerðist dansmey í næturklúbbum, jafnframt því, sem hún hafði önnur störf, m. a. var hún þulur í sjónvarpi. j En hún vildi verða leikkona. j j Hún fór því til New York og i stóðst inníökupróf í Actor’s Studio, leikskóla, sem James Dean, Marlon Brando og Julie Harris hafa gengið á. Og þar kornu rnenn auga á leikhæfi- leika Carroll Baker. Skömmu síðar giftist hún einum af kenn urum skólans, Jack Garfein, og saman lögðu þau á ráðin um leikferil hennar, sem — að sögn' hennar — þýddi þrældóm, strit og léleg húsakynni. Ekki áttu þau peninga, en þau höfðu kraft og trúðu á lífið. Svo var hún valin í auka- hlutverk í myndinni ,,Giant“, þar. sem hún lék með Rock Hudson og Elizabeth Taylor, en hún sneri heim vonsvikin frá Hollywood. Hún gat ekki sam- (Frh. á 7. síðu.) Kvikmyndir LAUGARÁSSBÍÓ symr þessar mundir ítölsku , ^ verðlaunamyndina E’rakkinn ^ ýöftir skáldsögu Gogþls. • íslenzkir útvarpshlustend-; munu miririást leikrits,, S Sur — ».s ^sem gert hefur verio éftir sög • ^unni og leikið í úfvarp hér • ^við miklar vinsældir. • ^ Alberto- Lattuda, sem • ^stjórnaði töku myndarinnar • ^ Anna, hefur einnig stjórnað ■ ^töku þessarar myndar af- ^sinni alkunnu snilld. > ; Aðalhlutverkin leika: Ren-- \ V ^ato Rascel, sem stundum hef- - ^ur verið nefndur hinn nýi; • Chaplin, er leikur Carmine.. • Yvonne Sanson, sefn leikur ) • Catherine og Giulio Stiva),1) sem leikur bórgarstjórann. ‘l* Það væri óþaria endurtekri ) að rekja hér efni myndar jí S •ing . - • innar, þvi að bsaði er sagan > ^ svo þekkt a.ð slíkt mun óþarfi) •auk þess sem efnið hefur ver ) • ið áður kynnt hér í útvarpi. > - Meðferð efnis i myndinni) y er ágæt og jafnvel miin betri > ‘ m í leikritinu, en auk þess S ''fara þarna úrvalsleikarar) ^rneð hlutverkin, se mer skilaðS V af prýð'i. ) Leikstjórn og öll tækni viðij cöku myndarinnar er ágæt. ^ ) Þarna er á ferðinni mynd, ) sem allir unnendur góðra ^ )mynd.a verða að sjá. 4 ) S. 1>. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.