Alþýðublaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 6
« AlfeýSublaglg Föstudagur 12. apríl 1957. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingesíjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ricstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Prent&miðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. \ Stimplaður dýrtíðarflokkur MORGUNBLAÐIÐ ræðir í forustugrein sinni í gær um „verðhækkunaröldu rík- isstjórnarinnar“. Þar kennir annaðhvort mikillar fáfræði eða óvenjulegrar ósvífni. Virðist ærnum vafa bundið, að nokkurt orð í greinarkorn inu fái staðizt. Slíkur og því- líkur er málstaður Sjálfstæð- isflokksins í stjórnarandstöð unni. 'Núverandi ríkisstjórn hef- ur lagt ríka áherzlu á að halda dýrtíðinni í skefjum. Hún samdi eftir valdatöku sína við stéttasamtökin um vísitölubindingu og verð- stöðvun fram til áramóta og stóð fullkomlega við gert samkomulag. Síðan hafa ýmsar verðhækkanir orðið, en almennustu nauðsynja- vörur hafa þó ekki hækkað. Öllum þessum staðreyndum stingur Morgunblaðið undir stól. Það reynir að telja les- endum sínum trú um, að rík isstjórnin vilji auka dýrtíð- ina og vandræði efnahags- málanna. Hvernig ætli sú á- sökun sé til komin? Orsökin liggur í augum uppi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sprengt hér allt verð- Iag upp úr öllu valdi. Ólafur r-hors flutti íslendingum þann boðskap í glaðhlakka- legri ræðu fyrir nokkrum árum, að dýrtíðin væri raun verulega öllum til góðs. í- haldið hefur fylgt þeirri kenningu dyggilega í verki. Þess vegna er. það stimplað- ur dýrtíðarflokkur. En nú reynir það að koma sökinni af sér yfir á ríkisstjórn vinstri flokkanna, þó að hún aðhyllist gerbreytta stefnu og hafi sannað hana í fram- kvæmd. — Morgunblaðinu væri sæmra að lýsa afrekum Sjálfstæðisflokksins í bar- áttunni gegn dýrtíðinni á undanförnum árum. Og það er lágmarkskrafa, að mál- gagn „stærsta stjórnmála- flokks landsins“ temji sér sæmilega umgengni við sann leikann og staðreyndirnar. Ella er honum hrópleg jkömm að stærðinni. Þjóðin lætur ekki blekkjast af fífla- látum hans. Hún kann skil á málunum og veit, hvað er satt og logið. Enn fremur reynir Morg- unblaðið að saka ríkisstjórn- ina um deilu farmanna við atvinnurekendur um kaup og kjör. Sú tilraun er von- laus með öllu. Ríkisstjórnin átti ekki annan þátt í því máli en greiða fyrir sam- komulagi eins og henni var mögulegt. En Morgunblaðið ætti að minnast annars í þessu sambandi. Ríkisstjórn in á að tryggja rekstur sjáv- arútvegsins í byrjun hverr- ar vertíðar. Hvernig ræktu Sjálfstæðismenn þá skyldu? í byrjun næstsíðustu vertíð- ar lá bátaflotinn bundinn um mánaðartíma öllum aðilum til stórtjóns. Morgunblaðið íætur ekki slíkra aðalatriða getið. Hins vegar finnst því mikið til um nokkurra daga stöðvun í Grindavík og á Akranesi um síðustu áramót. Þannig er allur málflutn- ingurinn á sömu bókina lærð ur. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætlast til þess af Morgunblaðinu, að það geri sig að viðundri. Qg Morgun- blaðið sættir sig við það öm- urlega hlutskipti eins og um erfðasynd sé að ræða. F iskirannsóknirnar ? NÝR síldarrannsóknaleið- • angur er hafinn undir stjórn ^ Unnsteins Stefánssonar efna ^ fræðings og með þátttöku ^ fiskifræðinganna Ingvars ^ Hallgrímssonar og Jakobs ^ Jakobssonar. Er hann áfram S hald merkilegrar starfsemi á S undanförnum árum. S Okkur íslendingum er mik $ il þörf á því að stunda kapp- ^ samlega hvers konar fiski- J rannsóknir. Sú starfsemi er * rekin í ríkum mæli með öðr- um þjóðum, sem byggja af- komu sína og efnahag á fiski S S i veiðum. Og hér er hún nauð- syn. íslendingar eru og verða íiskveiðiþjóð. Vísindin og tæknin hljóta að koma mjög við sögu þessa atvinnurekst- urs í framtíðinni, og þess vegna ber að leggja traustan grundvöll að fiskirannsókn- unum. Við eigum marga prýðilega menntaða og sér- staklega áhugasama fræði- menn á þessu sviði. Samfé- lagið verður að gera þeim kleift að inna þjónustu sína af hendi. Og því fyrr því betra. Safn Willu I Fredril Jón Engilberfs fulltrúi Islands þar NÆSTKOMANDI mánudag, 15. apríl, verður vígt í Fred- rikssund í Danmörku listasaf'n J. F. Willumsens, en ríkið hef- ur reist þetta safnhús yfir verk Willumsens, sem talinn er mesti meistari norrænnar myndlistar á þessari öld, ásamt Norðmanninum Edvard Munch. Þetta er eina safnið fyrir utan Thorvaldsensafnið, sem danska i ríkið hefur réist einstökum manni. í tilefni af vígslu safnsins verður mikið um hátíðahöld, og hefur verið boðið til listamöno- um frá öllum Norðurlöndum. Héðan hefur Jóni Engilberts listmálara verið boðið, og fer hann utan á morgun ásamt konu sinni og verður gestur Dana við opnun safnsins. Barst Jóni Engilbetrs nýlega bréf frá Aksel Jörgensen, formanni safn nefndar, en hann var um 25 ár prófessor við Listaháskólann í Kaupmannahöfn, og biður hann Jón að vera viðstaddan vígslu safnsins. Er það mjög mikill heiður, sem Jóni Engil- berts er sýndur með þessu boði, þar sem hann er valinn til þess að vera viðstaddur þessa sögu- legu athöfn. í boðsbréfinu til Jóns er þess farið á leit, að hann flytji ávarp við vígslu safnsins, og hefur stjórn Bandalags ís- lenzkra listamanna enn fremur falið honum að flytja þar kveðj ur frá íslenzkum listamönnum. J. F. Willumsen, sem safn þetta er helgað, er fæddur 1863 og er hann enn á lífi og dvelst nú í Cannet á Frakklandi. Það hefur löngum verið draumur listamannsins, að þetta safn kæmist upp, og árið 1943 gaf hann danska ríkinu öll verk sín, er enn voru í eigu hans, og þau, sem síðar kynnu að verða til, en Willumsen er kunnur á öllum sviðum myndlistar: mál- verkum, höggmyndum, lito- grafíum, tréskurðarmyndum og svartlist, og hefnr einnig gefið Sjálfsmynd Willumsens. sig mikið að listiðnaði, svo sem keramík, og teikningu af fögr- um silfurmunum. F'rægasta myndhöggvaraveik hans er tal- ið vera „Hörup-monumentet“ í Kongens Have. Langan hluta listamannsævi sinnar hefur Willumsen verið búsettur í Frakklandi, ítalíu og á Spáni og lengst af í Nizza. Hann hefur víða ferðazt, m. a. til Afríku og Ameríku. Um hann hefur alltaf staðið styrr heima í Danmörku, og hafa sýn ingar hans jafnan vakið storma þyt. Auk þeSs' sem safn hans j verður helgað hans eigin verk- um — og það verður megin- hluti þess —- þá verður þar I einnig deild fyrir verk ýmissa frægra evrópskra meistara, sem j Willumsen hefur safnað á lángri ævi, en þau gaf hann : ríkinu einnig. Þessi umdeildi en frægi * meistari sér nú draum sinn rætast, er safn hans verð- ur vígt á mánudaginn, en sök- um ellihrumleika mun hann þó ekki sjálfur geta verið við- staddur. er óheilbrigð og óeðlileg UMRÆÐUR um gildi samsköttunar hjóna eru langt frá því að vera einskorðaðar við ísland, enda miklar umræður um þær víða um lönd. Hér fer á eftir grein, sem nýlega birtist í Dag- bladet í Osló, og byggist hún að mestu á upplýsingum frá al- þjóða skattskýrslustofnuninni í Amsterdam (Tlie International Burcau of Fiscal Documentation). 1 skýrslu stofnunarinnar seg- ir: „Fleiri og fleiri raddir heyr- ast hvaðanæva að gegn kerfi því, sem ríkjandi er í ýmsum löndum, þar sem bætt er við tekjur húsbóndans þeim tekj- um, cr eiginkona eða börn kunna að fá. Þó að í sumum löndum, t. d. í Bandaríkjunum, sé það ríkjandi skoðun, að slíkt megi ekki leiðá af sér hærri skatta, ríkir það sjónarmið í öðrum löndum, að samanlagðar tekjurnar veiti meiri skatt- greiðslugetu, er réttlæti hærri skatta. Alls konar vandamál og hags munir blandast inn í þetta mál, Og verður ekki hér farið út í smáatriði. Nægir að benda á, að Belgíumenn hafa sleppt sam sköttuninni, að í Þýzkalandi er á döfinni áætlun um kerfi, er leysa mun vandann, og að í Hollandi hefur verið lagt fram frumvaip um að koma á skipu- lagi, er gefur rétt til tekjufrá- dráttar fyrir húshjálp, er nauð synleg verður vegna vinnu hús- freyjunnar. Þing IFA sam- þykkti líka ályktun ut af þessu atriði.“ í fyrrnefndri ályktun, sem samþykkt var á fjármálaráð- stefnunni, segir m. a.: „Það er óréttmætt og óheilbrigt, að það að gifta sig hafi í för með sér aukna skattabyrði fyrir hjónin og valdi því þannig, að hjón standi verr að vígi í skatta málum en þeir, . sem lifa í hneykslanlegri sambúð eða búa saman á annan hátt, án þess að vera gift. Það er æskilegt, að fjölskyld ur, þar sem annar aðilinn hjálp ar hinum í starfi eða vinnun heima, verði ekki skattlagðar harðar en hjón, sem bæði stunda sj'Slfstæða atvinnu. Að samlagning tekna hjóna við skattútreikning er aðeins tæknilegt fyrirbæri, sem ekki þarf að vísa á bug, ef niðurstað- an er milduð auknum persónu- frádrætti eða því um líku. Að það er óeðlilegt, að hvor aðili um sig í hjónabandi skuli talinn beinlínis eða óbeinlínis ábyrgur fyrir sköttum, sem jafnað er niður á tekjur, er hinn aðilinn hefur aflað, án til- lits til þess hvort hinn síðar- nefndi getur, í samræmi við lög, sjálfur haft yfiráð yfir tekj um sínum.“ Þingið lýkur ályktun sinni m. a. með því að láta í Ijós þá Framhald á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.