Alþýðublaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. maí 1957 AtþýgublainfS r a 7 Nú er komið á daginn, að hans A heilagleiki páfinn í Róm hefur sína kvenlegu meðhjálp, eíns og flestir aðrir dauðlegir menn. Við hlið hans, eða öllu heldur að baki hans, stendur vilja- sterk og staðföst nunna, sem sér um dag- legt iíf hans os starf, vakir yfir heilsu hans, tekur til máltíðirnar, skipuleggur vinnu- stundir hans o. s. frv. X>essi merkilega kona, sem um fjörutíu ára skeið hefur helgað Píusi XII. svo að segja hverja stund, er suour-þýzk að œtt og uppruna, en gekk kornung í nunnureglu. Hún var þá fögur og fjörmikil stúlka, en innilega trúuð. Enn er hún talin falleg kona, þótt hún sé nú sextíu og tveggja ára göm- ul. Hún er smávaxin og kvenleg, en ein- beitni og viijaþrek eru höfuðeinkenni hennar. Leiðir þeirra páfa og systur Paspúalinu lágu fyrst saman í hvíldarklaustri í Ölp- unum, þar sem hann dvaldi sér til hress- ingar, en hún hjúkraði honum. Fyrir fjöru- tíu árum bauð hann henni ráðskonustöðu hjá sér, og tók hún starfið samstúndis. Síðan hefur hún vakað yfir velgengni hans, og í rauninni má segia, að hún stjórni lífi hans og dagiegum störfum, hjúkri hon- um í veikindum og annist 'hann stöougt. Píus páfi XII. er nú áttatíu og eins árs, faeddur í Róm árið 1876. Hann var frá unga aldri heilsutæpúr. Vilja kunnu.glr' halda því fram, að hann eigi umönnun og stjórn systur Pasqualinu að þakka, hye lengi hann hefur enzt. Hann hefur verið páfi síðan árið 1S39. O Fyrir rúmuin hundrað árum “ gerði 18 ára. skozkur skólapilt- ur merkilega uppgötvun. Hann var lieima í páskafríi og föndraði stöðugt við alls konar efnafræðigrúsk í smátilraunakompu, sem hann hafði komið sér upp á háaloftinu. Áhugi hans beindist að því að reyna að búa til eins konar gervikínín úr koltjöru. Hann gerði alls konar tilraunir og mallaði með ýmsar samsatningar. En í botni tilrauna- glassins sat aðeins kolsvört, óhugnanleg leðja. En eitt sinn, þegar hann var að hreinsa glasið með vínanda, tók hann eftir því, að svarta leðian varð fagúrrauð á lit. Væri kannske hæyt að lita úr þessu glundri? Þessi hugsun hans gerði gæfumuninn. — Svo sannarlega var hægt að lita úr efn- inu! Pilturinn hafði fundið upp fyrsta til- búna litarefnið. Nú var framtíð hans ráðin, hann gerðist litarefnaframleiðandi. Hann varð ríkur og frægur. Nafn hans, WiIIiam Perkin, er skrásett meðal uppfinninga- manna, og Viktoria drottning aðlaði hann. Rauðblái liturinn, sem hann fann fyrst, varð móöins um langt árabil. En uppgötv- un hans varð undirstaða margs konar efna- framleiðslu úr koltjöru. Það er margt til- viljunum háð! í? Eftir rúman mánuð eru rétt 40 ár liðin, síðan Stephan G. Stephansson kom í heimsókn til íslands í boði íslenzkra félagasamtaka og velunnara sinna. Dvaldist hann hér á landi sumarið 1917 og ferðaðist víða. í bréfasafni skálds- ins er þetta bréf til Sigríðar Halldórsdótt- ur á Skriðuklaustri: P.t. Eiríksstöðum, 15. júlí 1917. Ég hefi minnzt á það við föður þinn, að hann levfði, að hlaðið sé upp leiði Jóns míns hraks, og tók hann því vel. Nú vil ég biðja þig að siá um þetta. Legg með kr. 5,00, svo þú borgir einhverjum fyrir að gera þetta. Mér finnst ég skuldi karlinum þetta, að þúfunni hans sé haldið við, fyrst þú hefir hana til sýnis fyrir gesti. Með kærri þökk og kveðju til þín og heimilismanna. •— Vinsamlega, Stephan G. Stephansson. JÓN HRAK er, eins og kunnugt er, eitt frægasta kvæði skáldsins, ort út af þjóð- sögu. Þegar Stephan var kominn heim til sín aftur, vestur að Klettafjöllum í Kan- ada, sagði hann í bréfi til vinar síns, Jóns Jónssonar frá Sleðbriót, að hann hafi kom- ið að Skriðuklaustri. Síðan bætir hann við: „Jón hrak er grafinn að Skriðuklaustri. Leiðið í túninu snýr „út og suður“.“ /í Á morgun byrja 509 unglingar á öllu landinu að þreyta hið svonefnda landspróf. Flestir eru í Reykja- vík, 228. 141 í öðrum kaupstöðum. 140 í þorpum og sveitum. Námsgreinir eru 8, en í sumum er prófað í tvennu eða þrennu lagi, svo prófin verða alls 14. Aðaleink- unnin 6 veitir rétt til inngöngu í 3. bekk menntaskóla, en þó standast nemendur prófið, ef þeir fá 5 í aðaleinkunn. Lang- flestir unglinganna, sem undir prófið ganga, munu verða 16 ára á þessu ári. Síðasta próf- ið er 31 þ. m. r* o> Nú er tími kríunnar kominn. Hún kemur venjulega um krossmessuleytið, „eins og vistað hjú.“ Er hún furðu nákvæm um komutímann, og aldrei mun skeika miklu frá 14. maí, að minnsta kosti heyrist lítið til hennar fyrir þann tíma. Tún er einna síðust farfugla á ferðinni og cívelur stutt, enda mun hún fara óravegu suður á bóginn á vetrum. /C Þessi saga gerðist í leikhúsinu. ” Tvær konur voru svo niður- sokknar í að æða saman, að þær tóku ekk- ert eftir því, sem fram fór á leiksviðinu. Sá, sem. fyrir aftan þær sat, þoldi þeim truflunina lengi vel. Loks stóðst hann ekki mátið, hnippti í öxl annarrar konunnar og hvíslaoi: „Vilduð þér ekki gjöra svo vel að endurtaka þetta síðasta, sem þér sögðuð. Eg heyrði það ekki, þeir hafa svo skolli hátt þarna á leiksviðinu." \ S s s s s s s s s s s s s s s s \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s < Framhald af 12. síðu. FERÐAMENN FRÁ ÚTLÖNDUM. Ferðamannahópar, einn eða fleiri, frá eftirtöldum löndum hafa ákveðið að koma til ís- lands í sumar, auk fjölda ein- staklinga: Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi, Frakklandi, Rúss- .landi og Tékkóslavíku. Þá er í ráði að svissrteskur’ ferðamanna /citiiiitia BDBBBHBECB SKIPA11TG£RB RIKES9NS Baldur fer til Gilsfjarðar- og Hvamms fjarðarhafna á fimmtudag. Vörumóttaka á miðvikudag. hópur komi hingað á leið til Grænlands. Meðal skipa, sem koma, eru Carolina, Bergens- fjord og Jadran. Ákveðið var að Batory kæmi, en fór út um þúfur. Hefur Ferðaskrifstofan skipulagt ferðir um landið fyrir þessa væntanlegu ferðamenn. FYRIRGREÍÐSLA FAR- SEÐLA OG ÚTVEGUN HÓTELA. Fyrirgreiðsla og upplýsinga- þjónusta er eitt meginverkefni Ferðaskrifstofu ríkisins. Auk hópferða, skipuleggur hún ferðalög fyrir einstaklinga hér- lendis og erlendis, og veitir hvers konar upplýsingar varð- andi ferðalög og ferðaskilyrði, útvegar hótel og selur farseðla til allra landa. Ferðaskrifstof- an hefir ennfremur umboð og er í samstarfi við fjölda þekktra ferðaskrifstofa erlendis. Þá hefur hún nýlega gefið út 85 þúsund eintök á 5 tungu- málum, endurnýjað kvikmynd um landið, selt minjagripí og fleira í landkynningarskyni. Leiðir allra, sem ætla ^ð kaupa eða selja B I L liggja til okkar Masalan Klapparstig 37 — Sími 82032 Höfucn úrval af 4ra og 6 manna bílum. Ennfremur nokkuð af sendiferða- og vörubílum. Hafið tal af okkur hið fyrsta. Bíla- og fasteignasalan Vitastíg 8 A — Sími 6205. Höfum ávallt fyrirliggj- andi flestar tegundir bif- reiða. BíEasalan Hallveigarstíg 9. Sími 81038. ý k o m I n í kjóla. Margir fallegir litir. VerzlBMiSn Sné-t, Vesturgötu 17, sími 2284. prjónatuskur og vað- málstuskur hæsta verði. Þingholtsstræti 2. afcfralra sjéftiaiifia — Minningarspjöldin fást lijá: Happdrætti D. A. S. Austurstræíi 1, sími 7757 — Veiðarfæraverzl. Verð- andi, sími 3786 — Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, sími 1915 — Jónas Berg- mann, Háteigsvegi 52, sími 4784 — Tóbaksbúðin Bost- on, Laugaveg 8, sími 3383 — Verzl. Laugateigur, Laugateig 24, sími 81666 — Ólafur Jóhannsson, Sogabletti 15, sími 3096 •— Nesbáðin, Nesvegi 39. Slysavarnafél&gs íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um land allt. í Reykjavík í Hannyrðaverzl- uninni í Bankastr. 6, VerzL Gunnþórunnar Halldórsdótt- ur og >' skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 4897. Heitið á Slysavarnafé- iagið. — Það bregst ekki. — Hefi til sölu úrval einbýl- ishúsa og einstakra íbúða. Hagkvæmt verð. ^ eitið upplýsinga. Austurg. 10, Hafnarfirði Sími 9764 10—12 og 5—7. HEFI JAFNAN TIL SOLU ýrnsar gerðir einbýlishúsa og íbúðarhæða. Skipti oft möguleg. Guðjón Stcingrímsson hdl.. Strandgötu 31. Hafnarfirði. Sími 9960. ysnæöis- Vitastíg 8 A. Sími 6205. Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, ef þér hafið húsnæði til leigu eða ef yður vantar húsnæði. Ömœœt nllskonar og hitalagnir. f - Mitalagnir 41. Can»p Kecme S«5,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.