Alþýðublaðið - 23.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1928, Blaðsíða 2
B tLP.ÝÐUBDAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐI® kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsia i Alpýðuhúsinu við Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifsiofa á sama stað opin kl. 9V2—10 Vs árd. og kl. 8—9 síðd. Siinar: 988 (afgreiöslan) og 1294 (skrifstofan). Verðiag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan (í sama húsi, sömu simar). Alþingi. ,r ___ ! Efrl delM í gær. Einkennilegt og óvanalegt atvik kom fyrir par. Þegar greiða átti atkvæði um að vísa frv. um breyt- ingu á lögum um útsvör til 3. umr. greiddi enginn pví atkv. og mun slíkt eindæmi. Við nafnakall greiddu pó fjórir atkv. með pví. Hafnarlagafrv. fyrir Vestmanna- eyjar var vísað til 3. umræðu og tvö önnur mál, hvortveggja smá- mál voru tjl umræðu, Níeðri deiM. Þar var í gær hvalveíðafrv. af- greitt til e. d. og frv. um inn- heimtu legkaups í Reykjavík vís- að til 3. umr. Síðan hóf 2. umr. um frv. um 'varnir gegn gin- og klaufna-veiki, en varð eigi lokið. Þingmenn eru sammála um, a'b nauðsynlegar varnarráðstafanir gegn veikinni séu sjálfisagðar. Hitt er ágreiningur um, hvað nauðsynlegt sé að ganga langt í innflutningsbönnum af peim sök- um, einkum fyrir pví, að bann gegn innflutninigi sumra vöruteg- unda, sem bæði er deilt um, hvort sýkin geti borist mað og í annr an stað, hvort hún geti pá ekki alveg eins borist með öðrum vörum eða lifandi verum, sem ýmist er ekki farið fram á að banna innflutning á eða ekki verða bönn á fest (t. d. farfuglum), kæmi pungt niður á kaupstaða- búurn. Þær vörur, sem um er ■ ideilt, eru einkum kartöflur, egg og mjólkurafurðir (smjöT, ostar, niðursoðin mjólk). Smjör, ostar og egg var sett í bannvöru í frv. stjörnarinnar, en e. d. feldi pað úr. Nú liggja fyrir í n. d.. tillög- ur um algert innflutningsbann á mjólkurafurðum og eggjum, svo og á kartöílum, en um pær geti atvinnumálaráðherra pó veitt undanpágur. Á pað vár bent við umræðurnar, að nú er að eins um helmingur af peim kartöfluim, ;sem etinn er hér á Iandi, rækt- aður í landinu sjálfu, og að nú um sinn hefir sums staðar ekki verfð unt að fá nema helming peirra eggja, sem læknar hafa mælt fyrix að sjúklingar skyldu neyta. Myndi og reynast ókleift að ráða bætur á pessu í snatri, en vörurnar hækka mjög í verði iwíð bannið. Benti og Héðinn Valdimarsson á álit merks sér- fræðings, sem telur, að veikin geti ekki borist með sumum pessara vara. Er og erfitt að sjá, að meiri sýkingarhætta stafi t. d. af innflutningi kartafla en kornvöru, sem pó hefir ekki verið lagt til að bannaður verði. Töldu peir Héðinn og Magnús Jónsson petta benda til pess, að peir, seín lengst vildu ganga í að banna pessar vörur, sem ósannað er, hvort hætta stafar pf, en vitan- legt sé, að a. m. k. ekki stafi meiri hætta af en sumurn öör- um, sem ekki er lagt til að barm*- aðar verði, hefðu dulbúinn vernd- artoll að marki, engu síður en' sóttvarnir. Væri slík aðferð pekí frá Englandi. — Nú segir svo í frv., eins og e. d. sampykti pað, að atvinnumálaráðherra skuli heimilt að banna með auglýsingu innflutning á öllum peim vörum, sem hætta telst á, að sóttnæmi geti borist með. Þar með er mál- ið lagt svo mjög í hans hendur, að peir, sem hafa gott traust á stjórninni, ættu að geta látið sér vel líka pá afgreið&lu pess til varnar gegn pví, að veikin berist til landsins. Ægilegt slys. í gær kl. 6 síðdegis kom hingað inn færeyska skútan „Acom“ með lík sex af skipverjunum. í morg- un fór maður frá Alpbl. um borð í skipið og hitti skipverja að málL Sagðist peim svo frá: „Aðfaranótt priðjudags „lágum við til“ austur í Meðallandsflóa. Veður var vont, stormur og stór- sjór. Voru ekki tiltök að renna færii í sjó, og voru að eins peir uppi, er vörð höfðu. Kl. um 5 reið brotsjór yfir skipið. Saltið bakborðsmegin í lestinni fór yfir í stjómborðshliðina. Lá nú mikið af skipinu undir sjó, og gekk all mikill sjór ofan í hásetaklef- ann. 1 ganginum fyrir framan hann er lítiil rekkja bakborðs- megin og á botni hennar, undir seglum og tói, var „carbid-dunk- ur“. Féll alt fram úr rekkju pess- ari, pá er sjórimn reið yfir. Gat kom á „dunkinn", svo að sjór komst í „carbidinn“ og gasloft mynida&ist. En lampi, er hékk undir pilfarsglugganum, datt nið- ur og brotnaði, og kviknaði nú í gasloftinu. Varð hásetaklefinn 3 augabragðí alelda. Níu rnenn voru í klefanum, og komust átta peirra upp, en einn' fórst í eldinum. Þeir átta, sem upp komust, voru pegar fluttir íaftur í káetuna. Létust brátt tveir peirra og síðan hver af öðrum, uriz sex voru liðin lik. Skipshöfniri var 19 manns, og var nú tekið til óspiltra mála um að slökkva eldinn, Voru borin á hann vot segl, og eftir prjá stund- arfjórðunga hafði tekist að slökkva. Síðan var haldið á Ieið til Vest- mannaeyja. Þangað kom skútan í fyrramorgun, en veður var svo vont, að ekki var unt að ná sam- bandi við land. Var nú haldið áfram, ferðinni, og kl. 6 í gær síðdegis kom skútan hingað." Ferðin var hin erfiðasta á allam veg. Skiipið hefir enga vél, og varð pví eingöngu að bjarga sér á seglum. Skipverjar nutu hvorki svefns né matar. Þeir porðu ekki að kveikja upp eld í hásetaklefanum, par eð peiir ótt- uðust nýja sprengingu, og særðu mennirnir poldu ekki hita, svo að ekki varð hitað upp í káetunni. Sögðu skipverjar svo frá, að peir hefðu verið að fram komnir, pá er hingað kom. Særðu mennirnir 3 voru fluttir í sjúkrahúsið í Landakoti. Hringdi Alpbl. til sjúkrahússins í dag, og hefir sjúklingunum ekki versnað. Þeir 10, sem óskaddaðir eru, voru í „Hótel Heklu“ í nött. Þeir, sem létu líf sitt voru allir frá Austurey. Nöfn peirra voru: Daniel Pauli Olsen, Funding, Hans Jacob Jacobsen, Eiði, Hans Jacob Biskopistö, Gjá, Djoni Debes — Hans Jakob Joensen — Napolion Klein, Þeir særðu eru: Jacob Pauli Biskopstö, Gjá, Hans Doris Mörköre, Eiði, Joen Hansen, — Jacob Pauli Biskopstö er faðir Hans Jaeobs Biskopstö, er lézt. Hrapaði fullorðinn sonur Jaaobs Pauli úr bjargi í fyrra sumar, og á nú gamli maðurinn ekkert barn á lífi. „Acorn“ er frá Klagsvig. Var paö áður íslenzk eign. Bátsmaðurinn. Kvikmyndin, sem Ganila Bíó sýnir núna, er einstæð í Isinni röð. Sagan er sögð skýrum dráttum, hlutdrægnislaust og án tilgerðar. 1 gegnurn alla söguna heyrast tónar bátsmannssöngsins, söngs- ins prælanna kúguðu, er drógu stóra og punga báta upp og miður stórána Volgu. Þessir prælar sungu söng sinn um hugrekki í prautum, um prældóm og frelsis- prá, til að gera erfiði sitt léttara á pílagrímsferðinnii á bökkum Violgu. Danska blaðið „Social-De- mokraten“ telur pessa mynd vera pá hugnæmustu og réttustu lýs- ingu, er mönnum í Danmörku hafi verið gefin í kvikmymd af lífi pessara manna. —- Þegar myndin er sýnd hér, ríkir dauðia- kyrð í hinum stóra kyikmynidasal Gamla Bíós. — Áhorfendur eru snortnir af efni myndarinnar, hin- um snildarlega leik og laginu, sem er leikið um leið og báts- menmirnir, prautpíndir, ýmist ber- fættir eða með næfra á fótum, syngja sönginn sinn hugnæmam, ljúfan, en volduga — innblásinn af uppreisnaranda. a. „Heilagt stríð.“ --- €3?^ Sverð spámannsins er dregið ur sliðrum. Brezka heimsveldið er hlaðið sorgum. Aldrei getur pað gengið' frjálst og óhindrað sínar eigin leiðir. Aldrei geta lávarðar pess og auðkýfingar verið óhultir umi eignir sínar, auð pg upphefð. Alt af eru „smælingjaxnir“ að ybba: sig og alt af eru peir að möglai og mótmæla, kvarta og krefjast. Vesalings íhaldið í landinu og hernaðarbraskararnir eru orðnir' gráir og gráhærðir, bognir og beygðir, og pað má segja, að hvorki völd peirra né auður hafS haft lífsgleði handa peim í för með sér. Eins og Rússakeisari var foringi pfturhaldsins í Evrópu fyir nokkr- um árum, eins er brezka auð1- valdið fulltrúi íhaldsins í Evrópu ' nú. Og eins og Rússakteiisari féll fyrir hnefum hinna umdirokuðu pegna sinna, eins mun brezka auðvaldið, p. e. brezka beimsk veldið liðast í sundur fyrir árás- um peirra, er pað kúgar nú. Það er gömul saga, að kúgarar verða kúgaðir, og hún mun end1- urtaka sig sagan sú á brezka heimsveldinu. Brezka íhaldið hefir nú í 2—3 ár staðið í opinni styrjöld1 í Kína. Þessir „skakkeygðu prælar“, einss og auðvaldsblöð Bretlands kalla pá, virðast vera harla prautsegir; og bjartsýnir. Það virðist svo, sem í staðinn fyrir góðan herút- búnað Bretlands hafi peir fengiðí góða slægð og kænsku, vit, vilja og pol, manndóm mátt og rnikil- leik. Og peir eru svo erfiðir við- fangs, að Bretarnir eiga fult i fangi með pá. Egiptaland hefir hvað eftir annr- að yglt sig framan í brezk« drottnana, og smátt og smátt eii vald Breta par í laridi að minka. Indland hristir af sér enska kaup- mannavaldið pá og pegar, og nú nýlega hafa borist fregnir uml nýjar óeirðjr í nýlendum Breta. 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins. enda er hann heimsfrægur og hefur 9 sinnum hlotið gull- og silfur-metaliu vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokk- ur annar kaffibætir. _

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.