Alþýðublaðið - 27.09.1957, Side 6
Föstudagur 27. sept.
1957
A I þ ýð u bIað ið
Otget&ndi: AlþyCuílok&m'mít.
Ritstjori: Heigi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi HjáluiarssoB
Hiaftamerin Bjorgvin Guðmuudsson o§
r.oftur Guðm undsson.
/sugiýsingastjóri: Emilía Samí»elsd6ttu
,'utstjornarsímar: 14901 og 14902
Augiv'úngasL.ii: 14906,
Afgretðslusími: 14900.
■'f *oL«iriiÖ t* K lþvðublaðaiiw, erfi»«?6tt> é—1*
Hrœddur við sjálfan sig
ÞJÓÐVILJINN hefur feng
ið aðkenningu af því hugboði
að völd og yfirráð kommún-
ista í Alþýðusambandi ís-
iands kunni að vera í ein-
hverri hættu. Hann birtir í
gær grein um þetta efni, þar
sem mikið er fimbulfambað.
Áróðurinn hreykir sér þar
upp á háan hest, en situr
bikkjuna illa. Hins vegar
mun ekki að ástæðulausu að
ræða þetta málefnalega af
þessu tilefni, þótt skárra
gæti verið, en auðvitað verð-
ur hver að þjóna lund sinni.
Sýnishorn þess, sem kall-
izt getur aðalatriði í rausi
Þjóðviljans, eru eftirfarandi
ummæli: „Allur þorri fylgj-
enda Alþýðuflokksins og
Framsóknar eru vinstri kjós
endur og íhaldsandstæðing-
ar. Hinir hægri sinnuðu á-
hrifamenn þessara flokka
eru því nauðbeygðir til að
leika íhaldsandstæðinga og
geta átt til að deila hressi-
lega á íhaldið í einstökum
málum, einkum fyrir kosn-
ingar. Hins vegar velgir
þeim ekki við að mynda sam
fylkingu með fulltrúum í-
haldsins í verkalýðshreyfing
unni til að koma vinst-ri öfl-
unum þar á kné og rjúfa
grundvöll allrar vinstri
stjórnarsamvinnu.“
Svo mörg eru þau orð.
En hverjir rufu grundvöll
alírar vhistri stjórnarsam-
vinnu á síðasta þingi Al-
þýðusambands íslands?
I»ar notuðu kommúnistar
örfárra atkvæða meiri-
hluta ti! að fjötra heildar-
samtök íslenzkrar alþýðu
í flokksviðjar eftir að hafa
téfit einingu verkalýðsins í
stórhættu með pólitískri
ævintýramennsku þess
brasks, sem Alþýðubanda-
lagið var í síðustu alþing-
iskosningum. Sannarlega
stóð ekki á Alþýðuflokkn-
um á síðasta alþýðusam-
bandsþin-gi að treysta
grundvöll vinstri stjórnar-
samvinnu. En kommúnist-
ar komu í veg fyrir þá
skynsamlegu og tímabæru
ráðstöfun. Og Hannibal
Valdimarsson gleymdi ein
ingarhugsjóninni, þegar á
reyndi. Auðvitað vill Þjóð
viljinn komast hjá því að
ræða þessi atriði. En þau
skipta eigi að síður miklu
máii. Og svo er samvinnan
við íhaldið. Kommúnistar
hafa fengizt til að renna
hug sínum í þá áttina öðr-
um fremur. Auk þess er
hægt að þjóna íhaldinu á
margan hátt. Til dæmis
mun því ekki hafa verið
mótfallið, að kommúnistar
höfnuðu vinstra samstarfi
a síðasta alþýðusambands-
þingi.
Þjóð'viljanum er hollt að
minnast þess, að vinstra sam
starf verður að byggjast á
málefnum og þvílíkri tillits-
semi, að tortryggnin eigi
ekki rétt á sér. Þeim mis-
tókst hörmulega á síðasta al-
þýðusambandsþingi að þjóna
slíkum dyggðum. Og þeim
fer fleira illa úr hendi. Ótti
þeirra um völdin og áhrifin í
Alþýðusambandi íslands staf
ar af samvizkubiti. Islenzk-
ur verkalýður mun hafa orð
ið fyrir vonbrigðum, enda
naumast annars að vænta
eins og til var stofnað. En
Þjóðviljinn bætir ekki úr
skák með illyrðum í garð
Alþýðuílokksins. Jafnaðar-
menn munu óhræddir ganga
undir dóm samanburðarins
við kommúnista í verkalýðs-
málum. Þeir eru ekki hrædd
ir við sjálfa sig eins og grein
arhöfundurinn í Þjóðviljan-
um.
Tveimur herrum þjónað
ÞJÓÐVILJINN segir frá
dví. að Indverjar vilji skil-
yrðislausa og tafarlausa
stöðvun tilrauna með vetnis-
sprengingar, en lætur þess
jafnframt getið, að Rússar
hafi framkvæmt eina slíka
norðan heimskautsbaugs.
Sannast þar á íslenzka kom-
múnistablaðinu, að erfitt er
að þjóna íveimur herrum.
Friðarvilji Indverja og
vopnahark Rússa fer illa
saman.
Væri ekki vel til fundið,
að Þjóðviljinn kæmi til liðs
við Indverja með því að
heimta af Rússum, að þeir
hætti tilraununum með vetn
issprengingarnar og Ijái máls
á afvopnun? Þetta er sem sé
það, sem vantar til að frið-
vænlegra verðí í heiminum.
Auglýsið í Aiþyðublaðinu
Eva Scheer
I ■
{-:■
ÞAÐ ER FRJÓSAMT á Gaza-
ræmunni. Grónir akrar bylgjast
í vindinum. Abrikósu- og plómu
uppskerunni er þegar lokiö, en
þungir klasar hanga enn í vín-
viðinum. Sauða- og geitahjarð-
ir renna um wadiana (uppþorrn
aðir órfarvegir), og klunnaleg-
ar dráttarvélar silast áfram el't-
ir þröngum vegum. Þetta ger-
ist friðsaman vinnudag Israels-
megin við landamærin.
Við höfum raunar búizt við
að sjá eitthvað annað á þessu
svæði, sem liggur alveg upp að
einum þeim stað, sem mest. er
umtalaður í heimsfrétturn. En
allt er gersamlega á annan veg
en við höfðum búizt við. Hér
er hvergi strangur vörður, hér
sjást engir vopnahlaðar, engin
skotfæri. Okkur er þegar bent
á námasvæðin. Við eigum ekki
að villast þangað og gerum það
heldur ekki. Það er ekkert aðótt
ast hér rtama slöngur og sporð-
dreka, sem að vísu geta verið
nokkuð hættulegir. ísraelsmenn
hlæja að okkur, og spyrja, hvcrt
allir Norðurlandabúar séu
svona hræddir við slöngur.
Grænleit kamelljón og í'rosk-
ar skríða um í grasinu og sverm
ar af storkum svífa eins og
dökkir skýjaílotar yfir okkur.
Það var svo svalt í vor í ísraei,
að storkurinn fór ekki norður
á bóginn eins og venjulega.
Flestir settust hér að á leið
sinni frá suðlægari breiddar-
gráðum. Fyrir kemur, að þeir
setjast í löngum röðum á ijósa-
vírinn, hann slitnar og myrkur
leggst yfir alla byggðina.
TVÆR KÝR TEKNAR
FASTAR.
I Darom, Suðurlandi, eru
mörg kunn samyrkjubú, kibuz-
im, svo sem Nabal Oz, Bs’eri og
Kisufim. Þau voru mörg mikil-
væg til varnar og sóknar í styrj
öldinni 1948 og seinna í Sinai-
átökunum. Lsga þeirra hefur
mikla hernaðarlega þýðingu.
Hinum megin við plógfarið,
sem skiptir löndum, vinna ar-
abar á sínum ökrurn. Við sjá-
um þá tilsýndar, en að deginum
hirðir enginn um, hvað gerist
þar. Það er þó ekki allt meo
kyrrum kjörum á þessum svæð- '
um, þó að ástandið hafi batnað
mikið eftir Sinai-átökin. Sagt
er, að árangurinn sé miklu
minni, þar sem norrænu SÞ-
drengirnir eru hafðir. Sums-
staðar annarsstaðar hafa óeirðir i
farið í vöxt. Meðan ég dvaldist
ísraelsmeginn á Gazaræmunni
hvarf 100 m. langur kafli af j
vatnsle-iðslunni írá Sa’a
G.,zr nóit eina. Það er íijotlegt
að skrúía leiðsluna sundir og
komast undan mcð ránsfeng-
inn.
Annað sinn voru tveir arabár,
sem höföu með sér tvær kýr
og einn asna, stöðvaðir á landa-
mærunum. Arabarnir og asn-
inn hvarf, en kýrnar voru kýrr
settar. Þær biðu nokkurn tíma
í herbúðunum unz þær voru
leiddar aftur Til ísrael. Það
dugði þó ekki að senda kýrnar
einar heim á bæinn. Það hefði
getað valdið alþjóðlegum de 1-
um. Þess vegna þúrfti að út-
fylla alls konar skilríki og af-
hending kúnna fer fram undir
handleiðslu SÞ-fulltrúa frá
Jerúsalem.
Framhald á 8. síðu.
Þessi kibuz er í eyðimörkinni rétt við landamærin á Gaza.
Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttií
RÚSKINN
ÞAÐ er alltaf að verða meira
og meira í tízku að nota rúskinn
í hvers konar tízkufatnað og má
segja að það sé í sumum tilfell-
um að útrýma venjulegum fatn-
aðarefnum.
Þó er svo enn, að notkun þess
er að mestu takmörkuð við skó,
jakka og kápur, eða yíirhafnir.
I þessu gervi er hægt að fá rú-
skinn í hvers konar litum og
skyldi engum detta í hug, að
þarna sé komin húð af einhverju
dýri, er sér hina endanlegu flík,
svo gjörbreytt er hún orðin.
Á meðfylgjandi mynd getur
að líta undantekningu frá því
er áður er sagt, en þar er aliur
•ytri klæðnaðurinn gerður úr rú-
skirmi or mnc
blússan, en svo utan yfir hana
kemur jakki í treyjusniði, sem
einnig er úr rúskinni. Svona
sett eru nokkuð dýr, en þau eru
endingargóð, hlý og þar að auki
hæstmóðins, svo spurningin er
aðiens hve lengi verða þau það.
Á hinni myndinni sjáum við
snotran jakka úr ljósu rúskinni
með yfirdekktum hnöppum með
‘ sama efni, þó má gjarnan hafa
þá yfirdekkta í öðrum lit til
skrauts. Jakki þessi er einkar
smekkiegur og þægilegur.
Með þessari rúskinnstízku
hafa á ný komizt í verð hvers
konar skinn, sem áður var litið
verð hægt að fá fyrir sökum
loðnunnar, því að nú er hún ekki
iengur neitt aðalatriði. Það er
ekki svo gott að sjá hvort um er
að ræða skinn af sel eða tígris-
dýri, þegar það er orðið litað
rúskinn og því verða bæði jafn-
verðmikil í þessu tilliti.
Þannig er ýmiss klæðnaður
að breytast í handhægt þægilegt
form á ný í tízkuheiminum og
vakir stundum að því er virðist
frekar fyrir tízkuhöfundum, að
það sem gert er verði hlýtt og
endingargott en tildurslegt. Þá
er aðeins eftir sú hætta að farið
verði á ný yíir í „existential-
isma“ í klæðaburði, en hann á
víst orðið allfáa áhangendur nú
á síðustu árum, nema þá, er
kannske vilja vera áberandi og
öðruvísi en aðrir, þær konur er
þannig eru klæðast þá alls ekki
tízkufatnaði eða þeim fatnaði,
I sem í raun og veru er hentugur,
heiaur aoems [/cm, er pær uver
um sig álíta að sé hentugur. Og
eins og allir vita er ekki smekk-
ur tveggja einstakiinga eins í
þessu fremur en öðru tilliti og
orsakar þetta því sundurgerð í
klæðaburði, sem ekki er þó mik-
ið af.
Rúskinnstízkan virðist vera
ákafiega hentug' og þægileg,
meira að segja til að útrýma
slíku og auk þessa virðist hún
hafa það fram yfir aðra tízku
að vinna sér alveg sérstaka hylli
almennings.