Vísir - 22.12.1910, Síða 2

Vísir - 22.12.1910, Síða 2
18 V í S 1 R úUötvAum. Finnskir svikarar. Nokkrir Finnar komu sjer saman um að ná sjer í fje með því að svíkja nokkur lífsábyrgðarfjelög. Tveir fjelagsmenn áttu að drukna og voru þeir tryggðir fyrir rumurn 100 þúsund krónum. Svo var leigður mótorbátur og siglt af stað um kvöld í vondu veðri og þessir tveir menn sleptu sjer í sjóinn nálægt landi. Annar druknaði virkilega, en það var þó ekki tilætlunin, en hinn komst á iand. Nú sögðu þeir fjelagar að báðir hefðu druknað og náðu þannig í 14400,00 krónur og þessi, sem hafði komist lífs af, flýði með mikið af þeim. Nú l'ðu stundir, en þá komu lífsábyrgðar- fjelaginu, sem svikið var, njósnir af að annar maðurinn mundi vera Iífs, og var nú hafin leit. Nokkrir njósnarmenn eltu hann um endilangt Finnland frá einum gistiskálanum til annars og svo yfir til Svíþjóðar, en þar hvarf hann þeim með öllu. Loks komst það upp að hann dveldi í Danmörku og mun póststjórnin hafa hjálpað þar til, og nú um mánaðamótin síðustu náðist hann á Skaganum. Hann var kallaður fyrir rjett, en þar skaut hann sig. Aðrir er í Jjelagsskapnum voru eru nú í svartholinu og bíða dóms. Hungursneyð í Kína. í hjeraðinu Nyan-Hwei brast hrís- uppskeran í ár og liggur nú við að hálf fjórða miljón manna deyi úr hungri. Kínastjórn hefir gert ráðstafanir til að hjálpa hinum bágstöddu. Dæmdur fyrir befl. Dr. Marius Dobei, sem áður var heim- spekiskennari við háskólann í París, hefur nýlega verið dæmdur fyrir betl í 3 mánaða fangelsi og 5 ára útlegð. Mannial. Eftir síðasta mann- tali eru í Bandaríkjunum í Vestur- heimi 93V2 niiljón íbúar, eða 17 miljónum fleiri en árið 1900. ola-glugginn / 1 er eftirtektaverður um þessar mundir. Þjer, sem eigið leið fram hjá, \ ví t\ og skoðið vöruna og kaupið þar fyrir Eina krónu eða fleiri, með því getið þjer orðið hluttakandi í jólagjöf verslunaririnar, 300 krónum, er skiftast þannig: 1 fær kr. 50.00 1 — — 25.00 2 fá - 15.00 2 — 10.00 25 — - 5.00 50 — - 1.00 Verslunin hefur enn fremur ákveðið að gefa þeim, sem giskar næst þeim 81., öll kolin, sem eru í glugganum, heim keyrð. Hve há sú upphæð verður, sem no. 82 fær, verður framtíðin að skera úr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.