Vísir - 14.02.1911, Page 2
2
.T" -rS--isasaat a---rar. -a. —r.Ti • VT.vfcrf—T- vi~7, i ■/•■».•,
Skilnaðarfjelag. í gærkveld var
stofnað fjelag meðal ungra manna
er vinna á að skilnaði íslands og
Danmerkur. Stofnendur voru um
100. — Það heitir »Fjdag ungra
skilnaðarmanna«.
Kvennaskólinn á
Blönduósi
brunninn til kaldra kola
á einum klukkutíma.
Mannbjörg.
Blönduósi 13. febr.
Kvennaskólinn á Blönduósi var
stórt og veglegt hús, bygt 1901 og
kostaði rúmar 20 þúsundir króna.
Ætíð hefur verið mikil aðsókn að
honum og í vetur voru þar rúmar
30 námsmeyar, er flestar höfðu
heimavist í skólanum. Forstöðu-
kona skólans var ungfrú Guðríður
Sigurðardóttir frá Lækjamóti.
Aðfaranótt laugardags síðastl.vökn-
uðu tvær námsmeyarnar, er sváfu
uppi á lofti í skólahúsinu, við bruna-
lykt mikla, og sáu þegar, að eldur
var í húsinu. Þetta var kl. l3/4
árd. Hröðuðu þær sjer á fætur og
vöktu aðra, er þar sváfu, en í
skólanum sváfu flestallar námsmeyar
og einn karlmaður (vinnuinaður).
Forstööukona skólans og ein kenslu-
konan voru fjærverandi þessa nótt.
Tvennar dyr voru á skólanum en
lykil vantaði að öðrum, tókst þó
bráðlega að sprengja þær upp.
Eldsins varð bráttvart frá Blönduósi
og komu menn þaðan til hjálpar,
en fremur litlu varð þó náð, því
húsin fuðraði upp á vetfangi og
var fallið kl. 3.
Logn var á og því bjargaðist
alt fólkið, en hjer munaði litlu að
um 30 manns hefðu brunnið inni.
Margar námsmeyarnar mistu hjer
aleigu sína og herbergi forstöðu-
konunar var læst og því ekki hægt
að bjarga neinu þaðan. Um upp-
tök eldsins vita menn ekkert með
vissu, en talið er að tiann hafi
komið upp í eldhúsinu, sem var í
kjallaranum.
Skólahúsið var eign Húnavatnssýslu
og vátrygt fyrir 20 þúsund krónum
en kensluhöld fyrir 5 þúsundum.
Var nýlega»búið að kaupa mikil og
vönduð áhöld til skólans.
Talið er að hann verði ekki reyst-
_V l_S l_R__
ur aftur, en rentum af ábyrgðar-
upphæðinni verði varið til náms-
styrks.
A Hellusandi brunnu 1. þ. m.
verzlunarhús P. J. Thorsteinsson &
Co ásamt nokkru af vörum.
Jxi úUöwdum.
Svarti dauði. í hjeraðinu
Kírin í Mandsjúríu erborgin Charbin
með 32 þúsund íbúa. Þar kom
upp fyrir skömmu svarti dauði og
var talið að hann hetði fluttst inn
með ósútuðum skinnum. Nú er
Charbin nær eyðilögð. Eftir síð-
ustu frjettum (2. þ. m.) voru þar
dánir úr pest þessari 4500 manns
og hver flúinn sem flúið gat, og
hefur pes+in breiðst geysilega út
með flóttamönnum og var nú allt
nágrenni borgarinnar sýkt í allt að
50 mílna fjarska. Talið er að dag-
lega degi nú í Mandsjúríu frekt
1000 manna úr pest þessari.
Fregnirnar sem berast úr Mand-
sjúríu eru voðalegar. Fyrir löngu
er hætt að jarða líkin, þar sem eng-
inn þorir að koma nærri þeim og
verða þau hundum að bráð.
Læknar og hjúkrunarmenn ganga
um í kautsjukfötum en á þeim er
aðeins op fyrir augun og nef, hjálp
þeirra nær þó skamt. Sjúklingarn-
ir deyja í biðstofunni, sem annar-
staðar.
Dynamiisprenging meiri
háttar átti sjer stað í New-York 1.
þ. m. Var þar verið að koma
dynamithylkjum úr vagni niður í
bát. Um 50 manns dóu þegar, en
á annað þúsund særðust. Mörg
hús skenidust og rúður sprungu
þúsundum saman. Jarðskjálfta varð
vart 50 rastir út frá sprengingunni.
Málaferli Englakonungs.
Georgi Englakonungi var nýlega
brugðið um það í bl iðmu Liberator
að hann hefði leynilega gengið í
heilagthjónaband við dóttur Segmors
flotaforingja. Málið var dæmt 1. þ.
m. Reyndist áburðurinn algjör upp-
spuni og var sögumaðurinn dæmd-
ur í árs fangelsi. Málfærslu fyrir
konungs hönd hafði, dómsmálaráð-
herra Breta, Rufus Isaacs.
Sfórfengleg háfíðahöld.
í Portúgal voru stórfengleg hátfða-
höld 31. f. m. í telefni af að þá
eru 20 ár liðin síðan upphlaupið
mikla varð í Óportó.
Ragnar Lundborg ritsjóri
frá Uppsölum, er nú fluttur til
Karlskróna og orðinn þar ðalrit-
stjóri blaðsins Karlskrona-Tidningen.
Sviknir lOO kr. banka-
seðlar eru á gangi í Kaupmanna-
höfn um þessar mundir.
Dáinn í Kbh. 27. f. m. Bjarni
Thorstcinson læknir sonur Stein-
gríms rektors.
Gusfav Fröding eitt hið
ágætasta skáld Svía andaðist 8. þ. m.
Ofviðri í Ermarsandi. 1.
þ. m. geysti aftakastormur um Ermar-
sund, og fórst fjöldi skipa, en sím-
ar slitnuðu.
Eldsvoði í Noregi. 1. þ.
ni. brann klæðaverksmiðjan Hillevaag
hjá Stavangri til kaldra kola. Skað-
inn er talinn 400 þúsundir króna.
Uni upptök eldsins vita menn ekki.
•
Andaf rúarmenn (eða anda-
vissu-) halda uni þessar mundir fund
með sjer í Kaupmannahöfn og eru
þar saman komnir öndungar frá
öllum Norðurlöndum. (Óvíst er þó
að nokkur sje þar fyrir íslendinga
hönd). í Kaupmannahöfn eru 5 all-
stórir söfnuðir öndunga og eiga þeir
musteri á Filippavegi.
Skaufahlaup Norð-
m a n n a. Svo sem niargar aðr-
ar þjóðir hafa Norðmenn hjá sjer
árleg kapphlaup á skautum, og voru
hin síðustu nú um mánaðamótin.
Voru þau þreytt á Frogner-braut-
inni við Kristjaníu.
Skeiðin voru 500,. 1500 og 5000
stikur. 5000 stikur vóru farnar á
8’569/10". (8’40>/5”)- 1500 stikur
á 2'324/5" (2'20V5"), og 500 stik-
ur á 47Vl0”.
Tvö síðari hlaupin vann piltur
um tvítugt.
En heimsmeistarinn á 5000 og
1500 stikna hlaupi er Oscar Mathie-
sen og er hraði hans sýndur í svig-
um lijer að ofan.
í dag (14.) keppa menn á sama stað
um bikar þann hinn niikla er ætl-
aður er besta skautamanni í Noregi
Svíaríki og Finnlandi.
Samkomur.
Sunnudaga kl. 6,30 síðd. í Sílóam.
Hvildardaga kl; 11 f. h,
UMBtÐARPAPPÍfisTiLLU
PRENTSMIÐJA D, ÖSTLUNDS.