Vísir - 22.02.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 22.02.1911, Blaðsíða 3
og Margrjet Jónsdóttir bústýra Gisla- holii. ísfjelagið seldi á síðasta ári ket slátur o. fl.. . . fyrir 60000 kr. ís.................— 4425 — Ýsu og heilagfiski — 3177 — Lax og silung. . — 1535 — Síld...............— 1271 — Fugla..............— 640 — H/f. Hótel ísland hefur nýlega haldið aðalfund sinn. Ágóði varð enginn á síðasta ári. ísfjelagið H/f. hefur nýlega haldið aðalfund sinn. Árságóði síð- asta ár varð 6681 kr. Fram fiskiveiðafjelagið hjeltaðal- fund 11. þ. m. Úrskurði frestað á reikningum fjelagsins. Jörð til sölu. Jörðin Syöri-Hófdalir í Skaga- fjarðarsýslu er til sölu nú þegar. Jcrðin er mjög góð heyskaparjörð, hefur stórt og gott tún, á varp í Hjeraðsvötnum og silungsveiði. Jörðin er mjög hæg og hefur á- gæta haga bæði sumar og vetur. Jörðinni fylgja öll luís, sem á henni standa. Ágætir skilmálar. Eignaskifti geta átt sér stað. Listhafendur semji um kaupin •. ið Björn útgerðarmann Gíslason Betgstaðastíg 45 í Reykjavík. Arnar — vals — smirils —hrafns — sandlóu — skúms skrofu— rjúpu — þórshana — hrossagauks — sendliníjs — álku — teistu — og ýms fleiri, ný og Einar Qunnarsson, Pósthússtræti 14 R V í S I R Alberti og hegningarhúsið í Horsens. Alberti til Horsens. Svo sem kunngt er, var Alberli fyrrttm dómsmálaráðherra Dana i og íslandsráðherra dæmdur ný- lega til 8 ára hegningarhúsvinnu, 1 og átti hann að vera þann tíma ; í hegningarhúsinu í Horsen. Gufuskipið Thy fluttihannþang- að nóttina milli 19. og 20. des. síðastliðinn og segir nákvæmlega frá frá þeirri för í blaðinii Pole- tiken 21. s. m. Hjer er lítil! út- dráttur. | Klukkan er 6 um kveldið og | Thy brunar út Eyrarsund. | Fyrsta farrými er alt uppljómað. Nokkrir menn hafa sest að í salnum og eru í besta skapi. I legubekknum uppi við vegginn hreykir sjer stórvaxinn mað.ur. Það er Alberti, fyrrum dóms- málaráðherra. Hann situr Imar- reistur með krosslagða fætur, al- veg eins og hann var vanur að sitja við ráðherraborðið í Ríkis- deginum. Pað er tæplega hægt að skilja í því að þessi maður sem ' var svo voidugur fyrir skömrhu, ! skuli nú vera á leið til hegnino- | arhússins. Hann er núna í sömu fötunum sem hann var í þegar hann var tekinnjastur,en í tilefni afferðinni hefi? hánrT fengið nýja stroklíns- skyrtu og nýjáiúflibba. Hann er mjög prúðbúinn að sjá. Nú er hann nær sköllóttur. Alskegg- ið, sem hann hefir látið sér vaxa í varðhaldinu, er nærri hvítt. Hann er gulgrár í framan, en ekki er hann vitund lotinn. I Hann er fjörugur í viðræðum við leynilögreglumennina, sem fylgja honuni. Talið bersí að Peschardt, fornkunningja Al- bertis. Jegveit ekki betur, segir Alberti, en að hann sje í betrunarhúsinu að læra tannlækningu. Já, það mun vera rjett, segir annar, hann er víst rjett kominr ! að því að íaka próf. Skyldi hatm setjast að í Kaup- mannahöfn? Skýtur Alberti inní. Jeg held að það væri ágætt fyrir hann. Hann á þar svo marga skiftavini að hann væri ekki lengi að ná sjer í álitlegan Praxis . Má ekki bjóðs yður að reykja? Nei, þakka yður fyrir, nú er jeg alveg afvanur því og þá er best að vekja ekki aftur þá ástríðu. Jeg er líka hræddur um að jeg þyldi það ekki Jeg verð ef til vill sjóveikur á leiðinni, svo i að það er rjettara að vera án tóbaksins. Áður reykti jeg ! þetta 16 —20 vindla á dag, en nú langar mig ekkert í að reykja. Viljið þjer ekki fá blað að lesa? Nei, þakka yður fyrir, það er eins með þau. Jeg hef ekki sjeð nokkurt danskt blað í 2>/4 ár og í Horsens fæ jeg ekki heldur tækifæri til að sjá þau og þá kæri jeg mig ekki um að sjá þau þetta eina skifti. Eins og mín- um högum er varið er best að vísa á bug smá freistingum. Peir halda áfram samíalinu. Lög- regluþjónarnir reyna að gera fang- anum þessá stund sem ánægju- legasta og sjá um að umræður falli aldrei niður. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.