Vísir - 22.02.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 22.02.1911, Blaðsíða 2
14 Bestu siifkfelifsta V I S I R 21. Húsmæðraskóli á Akureyri s. u 2000 kr. styrk. 22. Matth. Jochumsson, skáld s. u. hækkun eftirlauna. 23. sjera Jónas Jónasson Akureyri s. u. 400 kr. launaviðbót. 24. Ungmennafjelag gagnfræðaskól- ans á Akureyri s. u. 400 kr. til leikvallar. 25. Metusalem Stefánsson, skólastj. s. u. 3000 kr. til læknisbústaðar í Hróarstunguhjeraði. Eftirlaun opinberra stanfsmanna, þar sem þau nema fulluin 1000 kr. M. Stephens. fy. lanJsh. 6000,00 kr. H. Hafstein fv. ráðherra 5000,00 — Tr. Gunnarss. fv. bankastj. 4000,00 — Júl. Havsteen ív. amtm. 3900,00 — B. M. Ólsen fv. skólstj. 2255,56 — Þorv.Jónssonfv.hjeraðsl. 1626,66 — Franz Siemsen fv. sýslum. 1601,40 — Ein.Thorlaciusfv.sýslum. 1593,78 — Þorgr.Johnsenfv.hjeraðsl. 1586,20 — Sk.Thoroddsenfv.sýslum. 1500,54 — Halld. Briem fv. kennari 1440,00 — Júl. Halldórss. fv. héraðsl. 1133,33 — Mar. Havsteen fv.sýslum. 1008,00 — Eftirlaun pósta. Sumarliði* 200,00 kr. Hannes* 200,00 — Gísli Eiríksson 200,00 — Jóhann Jónsson 200,00 — Egill Gunnlögsspn . 100,00 — Böðvar Jónsson 100,00 - Dagsfæði sjúklinga er áætlað í fjárlagafrumvarpinu þannig: Á Holdsveikrahælinu 49 au. - Geðveikrahælinu 50 - - Vífilstaðahælinu 87 - *\ltait a$ tandV. íþróttamót Ungmennafjelaga íslands á að fara fram dagana 17. til 25. júní næstk. íþróttirnar, sem reyndar verða, eru: Leikfimi, glíma, sund, hlaup, ganga, stökk, kast, reip- tog, knattleikar, grísk-rómversk glíma, hjólreiðar og lyfting. *) í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar sjest ekki hvers son hann er. Bændanámsskeið var haldið við Hvanneyrar búnaðarskóla frá 20. f.-m. til 4. þ. m. og sóttu það um 50 manns. Kent var ámorgn- ana og fræðandi fyrirlestrar haldn- ir eftir morgunverð, en kl. 5 síðd. talaði Einar Hjörleifsson skáld uni ýms efni, var það fyrir alþýðu- fræðslu Stúdentafjelagsins. Áheyr- endur voru oft nokkuð á annað hundrað. Á kvöldin voru urnræðu- fundir, en síðasta kvöldið dans. Var þá boðið til námsstúlkunum á Hvítárvöltum og þötti hin besta skemtun. Ráðunautar Búnaðar- fjelagsins, þeir Ingimundur Ouð- mundsson og Sigurður Sigurðs- son stóðu fyrir námsskeiði þessu. Skíðaskóli er í ráði að haldinn verði á Kolviðarhdli dagana 10.-15. næsta mán. K'nnarinn verður L. Miiller verslunarstjóri hjá Braun. 12 nemendurgeta komist að. Kostn aðurinn er al!s 18 kr. auk skíðanna. Akureyri 6. febr. Heitsufar manna nú yfirleitt fremur gott. Kyef hefur gengið hjer mjög slæmt og lagst mjög þungtá h enn, en nú er það í rjenun. Tíð- arfar óvenju stöðugt, en frostalítið og snjóljett og núna síðustu vik- una þýðvindi og góðveður ogjörð góð. — Poskafli hefur að heita má enginn verið síðan í Nóvember og alls ekki fiskvart síðasta mánuðinn en síldarafli var góður í haust hjer á Pollinum og hjelst hann fram undir niiðjan janúar. Frá þeim tíma og þar til í gær hefur engin síld aflast, en í gær fekkst góður afli í eina setningu. Ekki er gott að segja með vissu hve mikill síldarafli hef- ur verið í haust hjer á Pollinum, þó telja megi mjög líklegt að afl- ast hafi allt að lOOOtunnum. Einn báturinn fjekk það jeg veit best um 150 tunnur. Verð á síldartunnu um 3—4 krónur. Útlit fyrir að fjárhöld verði góð því ekki heyrast neinar raddir enn um heyskort. Bæjarstjórn og hafnarnefnd selur nú hverja lóðina af annari á besta staðnum í bænum — við Törfu- Hefsbryggjuna — enda dýrustu, sem seldar hafa verið. — Síðustu lóð- ina keypti Sig. Sigurðsson kaupm. fyrir 4800 kr. og kvað hann ætla að byggja stórhýsi á henni ogveisla mikið, draga mikið frá öðrum, og selja ódýrt, enda er það haft íyrir satt að hans verslun sje sú besta í bænum — auðvitað að undsnskildu Kaupfjelagi Eyfirðinga, sem nú er að sölsa allt undir sig. — Og þá verður annað stórhýsi reist hjer á þessu ári, en það er sölubúð, sem Carl Hölpfners versl- un ætlar að byggja við innri Hafn- arbryggjuna; verslunarstjóri þeirrar verslunar er Hallgr. Davíðsson, sem allir þekkja að góðu einu hjer á Eyrinni. — M. Húsbruninn. Hás Helga kaup- manns Björnssonar í Borgarfirði, sem brann 25. f. m., var vátryggt ásamt vörum sem í því voru fyrir 19 þúsund krónum. Úr bænum. Síðustu blöðin. Þjóðólfur 17. febr. Innlimunar- spor sjálfstæðisflokksins.—Þingmála- fundur Skagfirðinga. Skipafrjettir. E/s Mjölnir fór frá Færeyjum hingað á leið 19. síðd. og ætti því að koma í dag. í blaðinu stóð áður að Ingólf ætti að koma í stað Mjöhier-. Þetta var haft eftir af- greiðslu Thorefjelagsins hjer. Austf irðingasamkoma var hald- in í Hótel Reykjavík laugardags- kveldið og fram til kl 6 Sunnud.- morgun. Etið dansað og leikið. Um 80 manns þar. Aheyrendapallarnir koma að minni notum fyrir það að fjöldi unglinga streymir þangað inn. Nú er í ráði að hólfa af stúkur handa frjettariturum og verður þá því meiri nauðsin að nota vel þáð rúm sem eftir verður. Ættu því unglingum sem ekkert gagn hafa af umræðum, að vera bægt frá, þegar aðsóknin er mikil. Gefin saman 16. þ. m. Guðm. Jónsson, Nýlendug. 15 ogym. Kristín Hansdóttir, Bakkastíg. S- d. Kristinn Eyleifsson, sióm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.