Vísir - 24.02.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 24.02.1911, Blaðsíða 2
18 Frá alþingi. Engir þingfundir i gœr. Ráðherra-málið. II. Ræða Benedikts Sveinssonar frummælandaí dag. Það er nú alkunnugt orðið, að margir af flokksmönnum sjálfstæðis- flokksins innan þings og utan geta ekki lengur borið traust til núver- andi ráðherra í þeirri stöðu. Höfum vjer, allmargir alþingismenn meiri hlutans Iátið þetta ótvírætt í Ijósi við ráðherra fært ástæður fyrir skoð- un vorri, og óskað að hann segði af sjer völdurn, en hann ekki fengist til þess þegar á áth að herða og ekki Iátið þess neinn kost að víkja nema fyrir vantraustsyfirlýsing er kæmi fram í þinginu. — Hefð- um vjer þó miklu fremur kosið, að ráðherra hefði vikið, án þess að til slíks kæmi, sem honum hefði og verið útlátalaust, þegar er hann vissi, að hann hafði að minsta kosti mist traust svo tnargra sinna flokksmanna í þinginu, að hann var kominn þar í minni hluta nerna því að eins, að hann geri sjer von um að geta stuðst við hinn flokkinn »frumvarps- flokkinn« eða einhverja af þeim fiokk, nægilega marga til þess, að byggja sjer nýjan meiri hluta í þinginu. En ráðherra hefir nú synjað þess þverlega, að lúta öðru en beinni vantrausyfirlýsing og því er það, að vjer sjálfstæðismenn höfum orð- ið neyddir til að bera hana fram, hjá því varð ekki komist sakir und- irtekta ráðherra, því að oss þykir það skyldara að fylgja fram málstað vorum en einstökum manni, þegar oss þykir hann ekki vinna í sam- ræmi við stefnu vora — heldur þvertámóti—vjergetum hvorki fyrir sjálfum oss nje öðrum rjettlætt ýmsar athafnir hans og framkomu og eigi heldur vænst þess, að honum takist það betur framvegis, að vinna í samræmi við flokkinn. Vér erum ósamþykkir ráðherra fyrir framkomu hans bæði utan lands og innan: Fyrir undanhald og ístöðuleysi gagnvart útlenda vald- inu og fyrir Ijelega stjórn og at- hafnaleysi innanlands. Framkoma ráðherra gagnvart danska valdinu hefur verið í ósam- ræmi við vilja og stefnu sjálfstæðis- flokksins og honum ósamboðin V Í S, I R bæði í orði og verki, og skal eg nú nefna þess nokkur dæmi: Viðskifti hæstv. ráðherra vors byrja með forsetaförinni. Ekki er því að leyna, að mikla skapraun höfðu margir fslendingar af þeim fagur- mælum, sem ráðherra mælti þá í eyru danskra blaðamanna. Var að vísu n örgu logið, ýkt og fært til hins verra vegar, bæði af Dönum og þeirra vinum — en sumt var þó satt, og var það algjörlega óþarft og ósamboðið ráðherra íslands, að leita vinfengis danskra blaðamanna með skjalli og lítilsvirðandi saman- burði á Danmörku og íslandi. Kom slíkt og mjög illa við orðræður þær, sem blað ráðherra hafði oft á síðustu árum haft um þetta efni. — Það var síður en svo, að þessi frammistaða aflaði Iandinu virðing- ar utanlands. En eg skal ekki fara fleiri orðum um það, heldur minn- ast á afskifti ráðherra af sambands- rnálinu. Það var sagt í fyrra-dag í biaði stjórnarinnar, að ráðherra hefði átt »manna langmestan þátt f því, að innlimunin tókst ekki 1908.«—Það er rjett, að núverandi ráðherra gekk þá prýðilega fram enda stóð hann manna best að vígi sakir stöðu sinn- ar. — En hitt er þó fjarstæða, að eigna honum nálega einum það verk, eins og stundum hefur heyrst, því að það er satt að segja, að þar unnu að á eigin hönd hundruð manna og jafnvel þúsundir út um alt ísland og hefðu gert, eins fyrir því, þótt núverandi ráðherra hefði tekið aðra stefnu í máliuu. Þetta er ekki sagt til að rýra starf núv. ráðherra þá, en hinu má heldur ekki gleyma, að íslenska þjóðin er svo vel sett, sem betur fer, að hún á miklum fjölda góðra drengja á að skipa þegar réttindum hennar er tvísýni teflt, og það vænti eg fast- lega, að ekki bregðist heldur í fram- tíðinni, þegar á reynir. Á þinginu var það einhugasam- þykki sjálfstæðismanna að setja fram kröfur íslendinga í lagafornú til þess að Danir og aðrir fengju að vita þær sem glöggast. Þetta var tilætlun allra flokksmanna vorra í landinu og að þessu hafði verið unnið á þinginu. — Það kom því mörgum á óvart, þegar ráðherra fór að ympra á því þegar komið var frani undir þinglok (28. apríl Þt. B. II. 767), að hlíta mætti við það, að þingið Ijeti vilja sinn í ijósi í þessu máli með rökstuddri dagskrá! — (eða jafnvel Ijeti málið óútrætt.) (sbr. Skth. 769.) — Auðvitað fjekk þetta enga áheyrn flokksmanna.held- ur var inótmælt og datt svo niður. — En þessu hreyfði ráðherra eftir bendingu frá Neergaard fors.r.h. Dana, því að Danir vildu fyrir hvern mun halda því í þagnargiidi, að ís- lendingar væru ekki ánægðir með tilboð þeirra — »uppkastið«, — sem þeir höfðu skrumað af út um öll lönd og hælt sjer fyrir dæma- lausa mannúð og rjettlæti. Ogeink- um vildu þeir aftra því að beinar kröfur kæmu fram í lagaformi, því að þá áttu þeir örðugra með að dylja það fyrir nágrannaþjóðunum, að frjálslyndi þeirra væri núnna en þeir höfðu látið og alt kæmi skýrt fram, hvað í milli bæri. — Það og annað, að Iíklegt var, að ísl. muridu verða fastari fyrir, ef þeir hefðu sett kröfur sínar svó ákveðið fram — heldur en ef þeir fengist nú til að láta undan og koma aðeins með einhverjar yfirlýsingar. Það var að vísu ekki við að búast, að málið næði samþykki Dana, eins og áður var í pottinn búið, þar sem Danir vissu heilan flokk í landinu miklu lítilþægari, sem fylgt hafði innlim- unarfrumvarpinu, en engu að síður var það liinn mesti ills viti, að ráð- herra skyldi þegar hafa dygnað svona í því að halda málinu fram með þeirri einurð og staðfestu, sem því var samboðin, og fara að draga úr framgangi þess. — Danir hafa reynt að þegja málið í hel, og til ráðherra hefur ekki heyrst um það utan það eitt, er hann sagði við danskan blaðamann í vetur, að málið mundi nú látið bíða að sinni, og íslendingar mundu sætta sig við eina eða aðra tilslök- un í áttina til konungssambands! — Þessi ummæli ráðherra eru alls ekki töluð í umboði flokksins og öðru nær, en flokkurinn geti sætt sig við, að ráðherra af hans flokki gefi Dönum þannig undir fótinn með lílilþægni vora — enda fekk ráð- herra þakklæti fyrir þau í »Þjóðólfi« og þarf því ekki frekari vtina við. En þar sem Danir hafa í engu viljað sinna rjettmætum jafnrjettis- kröfum íslensku þjóðarinna, þá er það linlega tekið á rnóti að gefa þeim þessar og þvílíkar yfirlýsingar. Þeir mega gjarnan liafa nokkurn ugg af því, að það geti haft sínar afleiðingar, að þeir vilja varna oss rjettinda. Það var hljóðbært í haust, að ráðherra hafði staðráðið að fresta þinghaldi fram á vor og brjef hans

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.