Vísir - 01.03.1911, Blaðsíða 1
14.
Kemur út vjrka daga kl. 11 árdegis,
nema laugardaga kl. 6 síðd.
25 blöð (að minsta kosti) til marzloka...
Eintakið kostar 3 au.
Afgreiðsla í Pósthússtræti 14.
Opin allan daginn.
Aiðvíkud. 1. mars. 1911,
Öskudagur.
Sól í hádegisstað kl. 12,40'
Háflóð kl. 5,46 árd. og kl. 6,4' síðd.
Háfjara kl. 11,58' árd.
Póstar.
Hafnarfjarðarpóstur kemur kl. 12,ferkl. 4-
Afmæll.
Ole Johann Halldorsen, smiður 62 ára.
Veðrátta í dag.
i bí iO cð
o ti -<• — T2 3 lO
J Í> >
Fieykjavík 747,2 -9,0 0 Heiösk.
ísafj. 745,6 - 9,5 0 Heiðsk.
Bl.ós 746,5 —11,5 ssv 2 Hálfsk.
Akureyri 744,1 --•8,0 NV 1 Alsk.
Grímsst. *
Seyðisfj. 740,5 - 7,4 NNV 6 Alsk.
Þorshöfn 737,6 - 0,4 NV 3 Skýjað
*) Frá Grímsstöðum ókomin veður-
skeyti kl. 9.IM í dag (athugunin fer fram
kl. 7 árd.).
Skýrlngar:
N = norð- eða norðan, A = aust- eða
austan, S = suð- eða sunnan, V = vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þannig:
0 = logn, 1 = andvari, 12 = kul, 3 =
go!a, 4 = kaldi, 5 == stinningsgola, 6=
stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 =
hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 =
ofsaveður, 12 == fárviðri.
Næsta blað á fösíud
Frá aiþingi.
Ráðherra-málið.
Ræða. Benedikts Sveinssonar
frummælanda.
Niðurl.
Þaö er einkennilegt um rjettarfar-
ið í landinu á þessum tímum, að
jafnframt því sem þetta margþætta
stórhneyksli á sjer stað við eina opin-
bera stQfnun í landinu, þar sem
óráðvandlega er farið með marga tugi
þúsunda króna — eg veit ekki hve
marga — þá er hafin sakamálarann-
sókn á hendur umkomulitlum bónda-
mapni vestur í Tálknafirði út af 25
— segi og skrifa tuttugu og fimm
aurum(!), er grunur þótti á, að hann
hefði haft af landsjóði í skiftum sín-
um við hið opinbera! — Það mál
var rekið með ósleitilegri röggsemi
af yfirvaldinu, stjórnarráðið bauð að
halda þeim prófum áfram, málið
dæmt, bóndinn lögfeldur, lagt i lög-
hald á alt bú lians og hann dæmdur
í hegningarhúsið. -r Þetta tnál kont
að vísu i ekki til kasta ráðherra sjálfs,
en eg hefi ekki viijáð láta það liggja
í þagnargildi, af því að það sýnir
svo greinilega samræmið í rjettar-
ástandi landsins.
Undirbúningur lagafrumvarpa er
eitt af helstu ætlunarverkum stjórn-
arinnar. Fyrri stjórnin fjekk oft á-
kúrur fyrir það, að hún hefði verið
síðbúin með frumvörpin, þau kæmi
ekki í hendur þingmanna fyrr en
rjett í þingbyrjun eða á þingi. Væri
því loku fyrir skotið, að þau yrði
rædd á þingmálafundum og þau væri
því orðin að Iögum áður en þjóð-
in vissi nokkuð. af, svo að hútt gæti
ekki á nokkurn hátt látið sína skoð-
un á þem í ljósi. Þetta átaldi 1.
þingrn. Skagfirðinga 'njer á aiþingi
1905 og eins var það átalið í blöð-
um ogáþingmálafundumvorið 1907.
Núverandi -stjórn hefir enga bót á |
þessu ráðið, síður en svo. Alt var I
óundirbúið í haust þegar ráðherra .
fór utan. ¦ Hann fór svo að vinna að
frumvörpum suður í Danmörku, fjarri j
allri samvinnunvið íslendinga. Slíkt
er öfugt og óviðeigandi. Frumvörp^,
in eru,samin þar flestöll á dönskti
og ófáanleg fyr en í þingb^rjun, ,
nema þá á dönsku eftir^ðráðherra •;
kom heim. Þetta horfir ekki til I
batnaðar. Hjer á ofan hefir stjórnin I
vanrækt að undirbúa frumvörp, er.
siðasta alþingi fól henni.svosemum
aðskilnað ríkis og kirkju og stjórn-
arskrámálið, sem er mjög bagalegt
og getur.orðið að tjóni ef.nú .verða
JER-
HVEITIÐ
sem allir kaupa,
aítur komið í verslun Luðvigs
Hafliðásonar Vesturgðtu ll.i
gætt ísl. Smjör
með besta ?erði
selur Yerslunín
NGFR