Vísir - 01.03.1911, Blaðsíða 2
30
V I S I R
Stór
m
?et.rar-
C/
er nýbyrjuð í verzluninni
DAGSBRUN
Afs'á?"r 10-50
af ollu
o
o
misfellur á framgangi þess máls í
þinginu sakir ónógs undirbúnings.
Ráðherra hefir dvalið langvistum
erlendis, suður í Danmörk og er ekki
annað sjáanlegt, en það hefði verið
ráðherra skyldara starf að undirbúa
þessi lagafrumvörp og önnur — held-
ur en að leggja þá virðing á Skræl-
ingjafjelagið að sækja þar fund og
hlýða á marklaust þref um íslands-
mál, því að þau eru gersamlega
óvarðandi það fjélag.
Það er ekkert forum fyrir þau nje
tyrir ráðherra fslands til þess að ræða
þau þar. — Það er og ráðherra ís-
lands óskylt starf að halda fyrirlestra
við lýðháskóla á Jótlandi, enda mun
leika á tveim tungum hverja veg-
semd landið hefir af því haft.
Þetta undirbúningsleysi frumvarp-
anna og annað athafnaleysi stjórnar-
innarstafaraðminstakosti að nokkru
leyti af heilsulasleika ráðherra. Það
er kunnugt, að hann hefir verið las-
burða tírnum saman síðan hann komst
í þessa stöðu, enda er hann orðinn
þreyttur af miklu starfi og nokkuð
hniginn að aldri. Vill það oft verða
þegar miklir starfskraftar takast á
hendur annarlegt verksvið á gam-
als aldri, að þeir njóta sín
miður en ella og vafalaust er þetta
undirrótin margs þess, er eg hefi
talið ábótavant í fari ráðherra. Það
er rjettmæt afsökun, það sem hún
nær, en ekki fullnægjandi, því að
þjóðinni er það nauðsynlegt.að æðsti
valdsmaður hennar hafi nokkurn-
veginn óskerta krafta og sje í fullu
fjöri.
Eg hefi þá fariðyfir helstu atrið-
in, sem mjer mislíkar í framkomu
ráðherra utan-lands og innan. Vona
eg, að af þessu megi verða Ijóst, að
eg hefi — frá mínu sjónarmiði —
fulla ástæðu til að stuðla að því, að
ráðherra leggi niður völd og að það
eitt er skylda mín, ef eg vil vera
tryggur mínum málstað og flokks
þess, sem nú er í meiri hluta. Það
er sjálfsögð skylda hvers manns að
fylgja fremur málstaðnum en mann-
inum, þar sem fylgi við hvorutveggju
getur ekki farið saman.
Erindi til þingsins.
(s. u. = sækir um.)
47. Sjera Sigtryggur Guðlögsson s.
u. 1200 kr. árl. til unglinga-
skólans á Núpi í Dýrafirði.
48. 53 og 54. Erindi frá ýmsum
yfirsetukonum um launabætur.
49. Vestur ísfirðingar s. u. 1500 kr.
til minnisvarða Jóns Sigurðsson-
ar á Rafnseyri.
50. Guðm. Hjaltason s. u. 500 kr.
árl. til að halda alþýðlega fyrir-
lestra hjer á landi.
51. Einar Árnason, Miðey s. u. 1500
kr. hvort árið til vjelabátsferða
milli Vestmannaeyja ogRangár-
sands og að ógoldnar 1000 kr.
af áður veittum styrk verði borg-
aðar á næsta ári.
52. Karl Sveinsson s. u. 1000 kr.
hvort árið til framhaldsnáms í
Mittweda.
55. Ingunn Loptsdóttir, prestsekkja
s. u. 300 kr. á fjáraukal. 1911
og fjárl. síðan.
56. Þorv. Pálsson, læknir s. u. 2000
kr. árl. til þess að stunda sjer-
greinar nokkrar í læknisfræði. .
57. Erindi frá Birni Þorsteinssyni í
Bæ um brúargerð Hvítá.
58. Magnús Einarsson dýral. leggur
til að alþingi gefi próf. dr. C.
O. Jensen 2000 kr. í heiðurs og
þakklætisskyni fyrir starf hans í
þágu landsins.
59. Presturinn á Kvennabrekku s. u.
2000 kr. til að byggja upp
bæjarhúsin á prestsetrinu.
Konungur vor er í ferðarundir-
búningi til Svíþjóðar. Kemur það-
an aftur 11. þ. m. Fyrr en þá
verður ekki skipaður hjer nýr íslands-
ráðherra.
í bankaransóknarnefnd hefur
efri deild alþingis kosið þá.
Lárus H. Bjarnason Sigurð
Stefánsson, Ágúst Flygenring, Sig-
urð Hjörleifsson og Stefán Stefáns-
son.
í neðri deild voru kosnir í gær
til sarna starfs:
Bened. Sveinsson, Jón Ólafsson,
Jóh. Jóhannesson, sra. Hálfdán og
Jón á Hvanná.
Úr bænum.
Skipafrjettir.
E/s Ceres fer á tnorgun til Vest-
fjarða. Var í gær í Hafnarfirði.
E/s Ingólfur fór í morgun til
Garðs. Áætlunarferð sína frá í gær.
Brilloin, frakkneski ræðismaður-
inn hjer, fer væntanlega alfarinn
hjeðan til Mexiko innan skamms.
í hans stað er væntanlegur með
Botníu næst, annar frakkneskur mað-
ur að nafni Blanche, sem hefur
verið ræðismaður Frakka í Noregi.
YerðlaunaYísan.
Vildi þingið velja mig
völdin skyldi jeg brúka
Besti botninn:
til að kúga og kvelja þig
kjarki og frelsi Ijúka.
Júlíus Ólafsson
Frakkastíg 12.