Vísir - 01.03.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 31 ‘Jvi úttoft&vim. íslenskur uppfundninga- maður. í Heimskringlu frá 12. jan. er getið um að landi vor Jón Ouðm. Björgvin Johnson í Taconia, Wash- ington, hafi fundið upp einkar hag- anlega eldgrind í gufuvjelar, álítur hann, að hjer sje að ræða um hina merkustuumbæturágufukötlunum frá því þeir voru uppfundnir. Hann hefur fengið einkaleifi fyrir upp- götvun tinni i Bandaríkjunum. Jón G. B. Joþnson er fæddur 22. júni 1881 í Hrisdal í Miklaholtshr., Fór hann vestur árið 1888 með móður sinni. Til Vesturheinis. Spán verjar fara nú hópum saman til Vesturheims og er það stjórn lands- ins hið mesta áhyggjuefni. Nýlega hafa allir íbúar í þorpi nokkru er Calcena heitir sótt utn fararleyfi. Þeir eru 800 saman og fyrir för- inni borgarstjórinn, læknirinn og lyfsölumaðurinn. Hyggja þeir að fara til Argetínu. Landstjðrnin hef- ur sent erindreka sinn til þorpsins, og á hann að telja þá af förinni. Blóð Játvarðar VII. I blaðinu La Gasette medicale de Paris er þess geti að enskur vísinda- maður hafi rakið ætt Játvarðar í því skyni að reikna út ætterni hans, og hafði hann komist að þessari nið- urstöðu: Af hverjuni 4056 blóðdropumer 1 enskur og komin frá Margrjetu Tudor drotningu Jakobs IV skota- konungs, 2 dropar af frönsku blóði ! frá Mariu Stuart, 5 skoskir frá Jakobi IV og Darnley greifa sem átti Mariu Stuart, 8 danskir og 4040 þýskir. Stærsta neðansjáfar- skip hljóp af stokkunum 2. f. m. í Cherbourg. Það er 1100 smá- lestir að stærð og heitir »Mariette*. Landmandsbankinn greið ir hluthöfum í ár 8°/0, hefur svo verið 4 síðustu árin. Tapað fje á árinu 1910 talið í reikn. 771000 kr. Bankadisconto var 15. þ. m. Amsterdam 3x/2 Lundúnum 4 Berlín 41/, Madrid '3l/2 Kbh. 5 París 3 Krístjaníu 41/, Stokkholm 4*/2 Lækkaði 6 febr. í Berlín úr 5%. Heimssýningin íBryssel varð í 1446000 franka tapi (»undir- ballans«). Ríkið borgar 1 miljón af því, en sýningarnefndin verður að sjá fyrir því sem þá er eftir. Á Prússlandi eru nú eftir manntalinu 1. des. síðastliðinn 40157573 tnanns, hefur þar fjölgað um nærri þrjár miljónir á síðustu 5 árum. Umbætur á almanakinu. Það nýmæli var borið fram í þingi Breta 18. f. m. að gerðar væru verulegar breytingar á al- manakinu. Eiga að vera í ár- inu 364 dagar eða í hverjurn árs- fjórðungiQl dagur.Tveirfyrri mán- uðir ársfjórðungsins hafa 30 daga en hinn þriðji 31 dag. Auka- dagur er árlega einn, er hann fyrir 1. janúar og heitir Nýárs- dagur, en þegar hlaupár er, er annar aukadagur milli síðasta(31.) júní og l.júlí.og heitir sá hlaupárs- dagur. Við þetta bera vikudag- arnir ætíð upp á sömu mánaðar- dagana og er það hið mesta hag- ræði. Páska dagur sje 14. apríl og jóladagur mánudaginn 1. ágúst. Kaupmenn og iðnrekendurtaka þessum breitingum mjög vel. aj tatxd\. Stúlka hvarf. Gaðrún Helga- dóttir búandi ájörfa í Húnavatns- syslu fór fyrir nokkru á stað til næsta bæjar, en kom aldrei þang- að og hefur ekki til hennar spurst síðan. Menn ætla að hún hafi dottið um ár ís (á Dalsá) og drukknað. Snjór afar mikiil á Holtavörðu- heiði, segja menn nýkomnir að norðan. Námarf Rauðukömbum. Frakk- neskt fjelag ætlar að reyna námu- gröft í Rauðukömbum. Hefur verið falað afrjettarland þar all- mikið. Alberti til Horsens. ----- Frh. Klukkan 6 morguninn eftir reis Alberti úr rekkju og þvoði sjer og bjó sig vendilega. Um kl. 7 kom britinn með morgunmatinn, en það var nautasteik og steikt egg, pilsner og brennivín. Aiberti borðaði steikina með góðri lyst og drakk ölið en brenn- ivínið vildi hann ekki. Hann er orðinn mjög hófsamur í drykk og gætir þess vandlega að óregla konist ekki í magann, eða að sjer verði kalt, og gætir heilsunnar í hvívetna. Undir borðum tók hann glas sitt og hjelt ræðu þessa: Herrar mínir! Par sem þessi máltíð er ef til vill hin síðasta, sem við neitum saman, þá nota jeg tækifærið til þess að færa ykkur margfaldarþakkir fyrirgóða viðkynningu og vinsemd þá, sem þið hafið auðsýnt mjer í öllu á ferðinni. Mjer hefur verið sönn ánænja að ferðast með ykkur. Síðan var glösum klingt. — Lögregluþjónarnir urðu altaf meira og meira hissa. Pessi fang- aflutningur var allur annar en þein höfðu áður þekt. Aldrei fyrri hefur nokkur sýnt slíka still- ingu rjett fyrir utan fangelsirdyrnar. Síðast var drukkið kaffi. —Gefið mjer bolla af sterku svörtu kaffi, sagði Albertí, það er síðasta ósk mín. Síðustu 30 árin áður en eg fór í fangelsið drakk jeg svart kaffi, það er sagt að maður ljettist við það. Eftir máltíð gekk Albertí um gólf í borðsalnum en leit smám saman út um gluggann. Nú erum við að sigla inn fjörð- inn, þarna fyrir handan er Pals, þar hefi jeg verið oft áður, það er fallegt þarna á sumrin, finst ykkur það ekki. Hann fór sýnilega að verða órólegur eftir því sem nær dróg. Pegar svo nálægt var komið að höfnin sást vel, sagði hann við gæslumenn sína. — Haldið þið að það sjeu margir við skipa- bryggjuna? Hann var stöðugt að gá út um gluggann og snögglega varð hann bleikur sem lík og sagði með titrandi röddu: Þarna er alveg svart af fólki. Ætli þeir hrópi skammaryrði eftir mjer, þegar eg stíg í land? Nei, það gera þeir vissulega ekki, sögðu lögregluþjónarnir hughreystandi, við skulum sjá um, að þjer komist fijótt og lag- lega í land. Alberti tifaði fram og aftur um gólfið, meðan verið var að festa Iandfestarnar. NI. næsL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.