Vísir - 03.03.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 03.03.1911, Blaðsíða 1
vISIR Keniur út virka daga kl. 11 árdegis, neina laugardaga kl. 6 síðd. 25 blöð (að minsta kosti) ti! marzloka. Eintakið kostar 3 au. Afgreiðsla í Pósthússtræti 14. Opín allan daginn. Föstud. 3. mars. 1911. Súl í hádegisstaö kl. 12,4' Háflóð kl. 7 árd. og kl.7,18 ‘ síðd. Hál]ara kl. 12,52' árd. og 1,12' síðd. Póstar. E/s Mjölnir til útlanda. Afmæll. Jón Þorláksson verkfr. 34 ára. Ámundi Árnason kaupm. 44 ára. Veðráiia í dag. Loftvog £ -< Vindhraði bn 3 jO 0» > Reykjavík 727,4 b 1,5 SV 9 Regn Isafj. 725,3 L 1,7 SA 8 Alsk. Bl.ós 720,5 - 2,1 0 Regn Akureyri 720,4 - 3,1 S 6 Skýjað Grimsst. 688,7 00 SSV 8 Alsk. Seyðisfj. 728,7 - 7,5 SSV 5 Ljettsk. Þorshöfn 748,1 h 9,2 VSV 8 Regn Skýrlngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, Q = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Á morgun. Kristián Jónsson dómstjóri 59 ára. Ásgrímur Jónsson málari 35 ára. Næsia blað á sunnud. Mix! Af sjerstökum ástæðuni er ekki liægt að taka greinarstúfinn; annars þökk fyrir bendinguna. AlVatv aj latvdv. ís. í gær sást töluverður íshroði úti í Grímseyjarsundi og sömuleið- is var ís að reka inn Isafjarðardjúp í gær. Slysfarir. Tveir nterkisbændur Húnvetninga urðu úti 27. f. m. á heimleið frá Blönduósi. Þeir voru Björn Kristófersson frá Hnausum og Björn Sigurðsson frá Litlu Giljá. Frá Blönduósi lögðu þeir í blind- hríð og fanst Björn Sigurðsson dag- inn ettir örendur. Hann var bróðir Sigurðar á Húnstöðum sem dáinn var vofeiflega mánuði áður. Var liann með allra nýtustu bændurn sýslunnar. Björn Kristófersson er ófundinn enn, en 20 menn leita hans. Magnús lœknlr júííusson er nú orðinn aðstoðarlæknir í Vebjörgum. Ur bænum, Brilloin, frakkneski ræðismaður- inn fer ekki af landi burt svo sem Vísir sagði nýlega, eftir góðum heimildum. Hann hefur sjálfurskýrt Vísi frá að hann muni dvelja hjer áfram. Síðustu blöðirt. ísafold 1. mars. Hraparleg að- ferð. — Enginn eftirmaður enn. — Vantraustsyfirlýsingin. — Frá leik- sviðinu i nótt. — Ofstopi og yfir- gangur. (Allar greinarnar um ráð- herraskiftin). Tveir Gautlandasynir (sekir í óreglu). — Bjarni frá Vogi enn. Þjóðviljinn 28. febr. Vantrausts- yfirlýsingin. Fjallkonan 28. febr. Vantrausts- yfirlýsingin í neðri deild (Ræða B. Sv.) — Fyrir vestan landslög og rjett. (Endurtekið hjer). Lögrjetta 1. mars. ísaf. og ósann- indin, — - Hreistur. — Gosbrunnar í Rvk. — Annar þingmálaf. í Mýras. — Thorefjelagið og íslensku há- setafnir. (^áðningin til þess gerð að fá ódýrari starfskrafta.) — Bakvið hurðina. — Heimflutningsmálið eft- ir G. Sv. Meiðyrðamál hefur Ólafur G. Eyólfsson, skólastjóri höfðað móti blaðinu Ingólfi fyrir greininaBanka- nefndin í 8. tbl. Líkneski Jóns Sigurðssonar í lítilli útgáfu (c. 8”) stendur til sýnis í norðaustur glugga á Ingólfshvoli. Listamaðurinn (E. J.) er nú aðgera stærri mynd samskonar, sem send I verður til Kbh. til að stevpast í ! bronse. Bæarstjórnarfundur i gær. Af- i greiddi frumvarp um holræsagerð o. fl. — Nánar næst. Skipafrjetiir. E/s Mjölnir fór frá ísafirði í nótt. Væntanlegur hingað í fyrra- málið. E/s Ceres fór í gær ti! vest- fjarða og með henni fjöldi manns. Þar á meðal G. Eggers sýslum, Torfi Tómasson agent og Chr. Nielsen agent. E/s Austri fer ferðina hingað upp til landsins fyrir E/s Ingólf. Var á Norðfirði í gær. Þá fjórum dögum eftir áætlun. Snorri goði heitir nýfenginn botuvörpungur P. Thorsteinsson & Co. Hann mun vera um 2 ára, og er nú að búast til véiða. Botnvörpuskipin. Valurinn og Freyr eru komin úr vetrarlagi og. búa sig til fiskiveiða. Messur í Fríkirkjunni á sunnud. kl. 10 sr. Jóhann kl. 1 sr. Ólafur kl. 4 sr. Bjarni. Gefin saman 1. þ. m. Halldór Hansen stud. med. og ym. Ólöf Þórðardóttir Ráðagerði. Konungur hefur símað til þeirra Skúla Thoroddsen, Kristjáns Jóns- sonar, Hannesar Hafstein og Björns Jónssonar hvers fyrir sig og spurt þá um hvernig háttað væri flokkum og stefnu á alþingi. Stjórnarskrárnefnd í neðri deild er: Sig. Gunnarsson, Jón Ólafsson, Jón Þorkelsson, Bjarni Jónsson, Hannes Hafstein, Ólafur Briem og Jón frá Múla. Fjárlaganefnd í neðri deild er: Skúli Thóroddsen, Pjetur Jónsson, Sig. Sigurðsson, Björn Sjgfússon, Eggert Pálsson, Björn Þorláksson, og Jóhannes Jóhannessou.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.