Vísir - 03.03.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1911, Blaðsíða 3
V I S 1 R 35 *Jra útöötvdum. í Honduras hafa uppreistar- mer.n tekið tvær borgir á vald sitt og borið sigur úr býtum í öllum smáorustum. Búast |reir við að taka liöfuðborgina innaii skamms. Frá Mexikc er að frjetta óeyrðir miklar, og veitir stjórninni örðugt að sefa þær. Skæðar orust- ur nær daglega og veitir ýmsum betur. öppreist var í Brasilíu um nýárið, en var bæld niður í fæðingu með mestu grimd. Þannig voru 300 uppreistarmenn skotnir 21. jan. án þess að mál þeirra væri ran sakað. Þessi óvanalega grimd mæl- ist hvervetna illa fyrir. Skauiakapphlaup. Dag- ana 11. og 12. f. m. fór fram al- þjóðakapphlaup á skautum í Krist- janfu og vann Rússinn Strqnnikov. Hann fór 500 stikur á 45,1 sek. 1500' — á 2'—23,S” 5000 — á S'—42,9” 10000 — á 18'—11,8” Fyrir vestan landslög og rjett. Eftir Fjallkonunni. Með yfirskriftini »Norðmenn með dönskum þegnrjettindum«, flytur norska blaðið »Tidens Tegn« grein nýlega með þeim frjettum frá Haugasundi, að skipa- eigendur þar og víðar í Noregi, sem hafa skrásett skip á íslandi, hafi gert ráðstafanir til að taka, þau til baka til Noregs, þar sem hlunnindi þau, sem skipin njóti með því að fiska innan landhelgis við strendur íslands sjeu ekki svo stór að þau vegi í móti tapi því, sem þeir liafa af að geta ekki látið skipin ganga til herpinót- veiðar við Haugasund yfir vetrar- tímann. Þeim sem hafa einhverja vit- neskju um. síldveiði Norðmanna þessi tvö surnur undanfarin, mUn ekki koma þetta á óvart, og reyndar er ekki hægt að kasta þungum steini á þá, sem að nafninu hafa skrásett skip fjjer, þótt þeir vilji spara sjer þfenn óþarfa, þar sem þeir sjá, að allir Norðmenn og aðrar þjóðir fiska umtalslaust í landhelgi. Það er ekki svo aö skilja, að iFBEÁCtÐS&OÐTJ era nii aftur komnar í YERZLUMA v ff þeir ætli að hætta að koma upp til íslands, heldur munu koma fleiri í sumar en undanfarið. Það þóttu tíðindi allmikil sum- ariö 1909 þegar »Valurinn« kom dragandi inn allan Eyjafjörð skúturæfil sem »Substað' átti og sem aldrei hafði fengið bein úr sjó. »Hjer mun Guðlaugur sýslu- maður gera holskurð«, sögðu menn. Skútan var ekki skrásett, það var nokkuð sem var víst, þó að eigandinn væri íslenskur borgari. Pað var talsverður móð- ur í þjóðinni! En svo sletti í dúnalogn, þegar frjettist, að sýslu- maður hefði ekki getað »statuerað exempeK því að »bútarnir voru merktir« og þetta þjóðráð að : merkja bátana ætti rót sína að rekja til Friðriks Kristjánssonar, átrúnaðargoðs Norðmanna og Akureyringa, sem þá var. Petta var nú einasta meistara- stykki af strandgæslunnar hálfu í þá átt að sekta það sumar og í sumar sem leið veit jeg ekki til að nokkur hafi verið sektaður af »Valnum«, þótt maður viti með vissu, að öll eða mestöll síld hefur verið tekin í herpinætur fyrir innan landhelgislínuna. Pað er vonandi að íslenska þjóðin sjái sóma sinn og verði ekki lengur fífl í augum útlehd- inga. Peir íslendingar, sem hafa verið við veiðina og sjeð aðfar- irnar, eru -vonandi samdóma mjer um, að þetta megi ekki viðgang- ast lengur. Og það er ekki að búast við, að þeir íslendingar klagi, sem fiska sjálfir, því að þeir hafa ekki tíma til að standa í rjettarhöldum og svardögum. Pað væri reynandi fyrir stjórn- ina að gera út mótorbát meðdug- legu yfirvaldi til þess að gæta laganna. Grunur minn er sá að sá útvegur mundi borga sig. Haugasundi 1911. Snorri Snorrason. Hugsímiim. (Eftir Fox Russel). Foffertstein prófessor var þýskur vísindamaður sjerlega vitur og lærð- ur inaður — en vanalega þjáðist hann af þeim leiða kvilla, er hann nefndi vasatómleik. — Hann sat nú heima hjá sjer og renndi hýrum ástaraugum til seinustu uppfundn- ingarinnar sinnar, og fór svo aö bera blek í sprungurnar á skónum sínum. Þessa uppfundningu sína, er hann nefndi »hugsímann« vonaði hann að geta selt fyrir svo mikið fje, að hann gæti lifað það sem eftir væri æfinnar á fleski og feitu keti heima á sinni kæru feðragrund. Lengi hafði hann árangurslaust gengið milli auðmannanna, til þess að reyna að vekja áhuga þeirra á fyrirtæki sínu —, en nú loksins þóttist‘hann viss uin að hafa hitt á rjetta ifiann- inn. Maðurinn var Halkin Bulpett, al- þektur auðkýfingur í »City«, og Foffenstein prófessur bygði nú allar framtíðarvonir sínar á þessum dýr- mæta manni. Prófessorinn þurfti að bíða i 10 til 20 r-ínútur í for- ^stofunni hjá auðmanninuin áður hon- um væri vísað inn. Þegar inn kom hneigði auðmaðurinn höfuðið að- eins lítið eitt og fremur þurléga,og gerði prófessornum bendingu með hendinni, að hann gæit tekið sjer sæti. Já — prófessor minn. — Jeg er önnum kafinn, svo að jeg verð að biðja yöur að ljúka erindi yðarsvo fljótt sem unt er sagði auðmaöur- inn í hátfðlegrlrn róm. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.