Vísir - 03.03.1911, Blaðsíða 2
m
—
Frá a
1.
Ráðherra-máSið.
við danska blaðamenn í forsetaför-
inni, — eftir rangfærðum skeytum
frá þar til útgerðum tilberum.
Varnarræða ráðherra.1
Tekin eftir ísafold.
Hann kvaðst hafa spurt sjálfan
sig, livort þetta, sem hjer væri að-
hafst, væri alvara eða gamanleikur.
Ræða flutningsmanns (B. Sv.) hefði
leyst úr þessari spurningu. Hún
hefði ekkert annað verið en hið
aumlegasta og skoplegasta vanmátt-
ar-basl við að fóðra flasfengis-glap-
ræði með fyrirlitlegum yfirdrepskap,
með markleysu-hjali um hjegómlega
smámuni íröksemdastað, meðskrök-
sögu-samsetning í stað sannleiks.
Eða hvort mundi hægt aö liugsa
sjer órækari vott brjóstumkennau-
legrar röksemda-örbirgðar en þetta
um Bláu bóki/ia: að útgefandi henn-
ar, danskur maður suður i Khöfn,
setur nafn mitt þar með nokkrum
æfiatriðum í heimildarleysi — hafði
því að eins leyfi fyrir því, að breytt
væri titli bókarinnar. Pað er nú
gert að dauðasök á hendur mjer\ !
Eða þá annað eins og þetta um
25 aura sakamálshöfðun vestur í
Tálknafirði, þó að fiutningsm. muni
vita, að hún var úrskurðuð í fjarveru i
minni!
Heldur væri þó einhver veigur í
brigslinu út af bankaþjófnaðinum á
Akureyri: Að kenna sjer(ráðh.)um að
maður stelur þar úrsjálfssínshendi
og að ekki var fengist við að .yfir-
heyra hann, er enginn vissi fyrst ann-
að en hann væri dauður, en síðar
meir alkunnugt, að hann var strokinn
til Ameríku og horfinn þar inn í
mannþvöguna ómælilegu. Hjer var
þó stórtjón um að tefla. En vita-
skuld þyrfti Bakkabræðra-hugsunar-
reglu til að láta þá sök bitna á sjer.
Annars væri nú þjófurinn fundinn
fyrir löngu vestur í Canada og hefðu
óðara verið gerðar ráöstafanir til að
fá hann framseldan og sendan hing-
að til dóms og hegningar!
Nresta dauðasökin í munni flutn-
ingsmanns mundi hafa verið skjall
‘) Það er ómaksins vert að bera þessa
ræðu—lið fyrir lið—saman við ræðu
frummælanda, þá sem áöur stóð í
Vísi.
Nr. 5 eða 6 á sakargiftaskránni
væri tillaga um rökstudda dagskrá
í sambandsmálinu í þinglok 1909.
aldrei nein tillaga, heldur þau um-
mæli ráðherra, að í hans augum
skifti minstu, hvort málinu væri
lokið þann veg eða með samþytu
frumvarpi.
Þingfrestunarleysið hefði verið
næsti töluliður: að ráðherra kaus
heldur að hverfa frá þingfrestuninni
en að selja völdin í hendur einhvers :
uppkastsmannsins frá 1908 og það :
einmitt með ráði flokkstjórnarinnar! j
Þá hefði flutningsm. nefnt botn-
vörpusektirnar, með þeim drengileg-
um ummælum, að ráðh. hefði »Iátið
hafa sig til að taka í fjárlögin tillögu
um að láta Dani fá 2/s af þeim«, eins
og áður, þð að hann (flutnm.) viti ,
mjög vel, að athugasemdin sú er sett \
í fjárlagafrumvarpið eftir loforði frá |
1909 um að gefa þinginu færi á að
taka það mál til nýrrar íhugunar
vegna þeirrar fullyrðingar af Dana
hálfu, að það væri samningsrof, að
fella athugasemdina burtu, en við lá
hins vegar fjárlagasynjun, eftir sögn
minnihluta höfðingjanna — einn
þeirra var að hlakka dátt yfir því
hjer, hóttist vita það af brjefum eða
skeitum frá Khöfn, hlakka yfir því
að halda yrði aukaþing um haustið
1909 til þess að fá samþykt ný
fjárlög þá!
Viðskiftaráðunauturirm var annað
þaö er minnihlutinn ætlaðist til óg
gerði sjer örugga von um að yrði
fjárlagafrv. 1909 að banaþúfu —
hafði símað til Khafnar óðara en
komið var upp með hann á þingi,
að þarna væri meiri hlutinn að Iauma
upp íslenskum konsúl, þ. e. fremja
lögleysu. Til að bæla niður þann
róg og forða fjárlögunum falli af
þeirri ástæðu kvaðst hann, ráðherra,
hafa heitið utanríkisráðherranum því,
sem yfirmanni allra danskra konsúla,
að láta hann fá erindisbrjef viðskifta-
ráðunautsins, til þess að hann gæti
gengið úr skugga um, að honum
væri þar bannað að fara inn á þeirra
starfssvið, að viðlagöri heimkvaðn-
ing, auk þess sem honum væri að
sjáifsögðu bannaðað fjandskapastvið
Dani í ræðu eða riti. Þetta liefði
hrifið til að forða fjárlögum við
öllu grandi. Komið hefur í fyrra
vetur kvörtun frá utanríkisráðherra
Dana, sem var nýr maður, E. Scave-
nius, um að ráðunauturinn hefði
lireytt misjöfnu að Ðönum í erindi,
er hann hefði fiutt í Noregi, og borið
fyrir frásögu i einhverju útkjálkablaði
norsku. Þessu kvaðst ráðherra hafa
svarað svo, að hann rengdi, að rjett
væri með fariö í blaðinu, en væri
svo, þá ætti það ekki að vera, og
mundi verða látið varða heimkvaðn-
ing, ef ekki yrði af látið. Með brjef-
inu var sent eftirrit af erindisbrjefi
viðskiftaráðunauts, með þeim kurt-
eisisummælum, að leitt þætti sjer
(bMí'sorglegt!!),að það heföi gleymst.
Dauðasyndin í þessu atriði er —
of niikil auðmýkt við utanríkisráð
herrann! Sindsamleg auðmýkt, að
skrifa honutn kurteist brjef og að
senda honum erindisbrjef ráðunauts-
ins, ekki sem neinum yfirmanni hans
— fjarri því — heldur sem yfir-
manni danskra konsúla og til að
efna loforð, sem vargefið til að forða
fjárlögum grandi.
Nl. næst.
Yfirlýsing.
Eftir beiðni Bjarna Jónssonar
alþm. Dalamanna vottast það, að
við leynilega atkvæðagreiðslu, er fór
fram á öðrum fundi sjálfstæðis-
flokksins 13. febrúar þ. á., um það,
hvort flokkstnenn ætluðu sjer að
styðja núverandi ráðherra eða eigi,
fjellu atkvæði svo, að 11 atkvæði
neituðu fylgi við ráðherra, 9 voru
með honum, tveir seðlar voru auðir.
Tveir flokksmenn, Sigurður Gunn-
arsson og Jón á Haukagili, voru
ekki komnir til bæjarins.
Alþingi 27. febrúar 1911.
Sigurður Stefánsson,
formaöur sjálfstæðisflokksins.
Benedikt Sveinsson,
skrifari sjálfstæðisflokksins.
BEST OG ÓDÝRAST PRENTAR
PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS