Vísir - 07.03.1911, Síða 2
42
V í S I R
Búnaðarþingið
var haldið hjer í bænum dagana 17.
febr. til 1. mars. Á því þingi sátu:
Ágúst Helgason, bóndi í Birtinga-
holti,
Ásgeir Bjarnason, bóndi í Knar-
arnesi,
Björn Bjarnarson, hreppstjóri í
Grafarholti,
Eggert Briem, bóndi í Reykjavík,
Guðmundur Helgason, búnaðar-
fjelagsforseti í Reykjavík,
Jón Jónatansson, búfræðingur á
Ásgautsstöðum,
Pjetur Jónsson, umboðsmaður á
Gautlöndum,
Sigurður Stefánsson,prestur í Vigur,
Stefán Stefánsson, skólameistari, á
Akureyri,
Þórarinn Benediktsson, bóndi á
Gilsárteigi, og
Þórhallur Bjarnarson, biskup í
Reykjavík.
Eitt af þeim málum er tekið var
fyrir á þinginu verður minst á nú,
önnur seinna.
Sambönd búnaðarfjelaga. Reyntsje
a. að koma á samvinnusamböndum
með öllumbúnaðarfjelögum lands-
ins undir yfirstjórn Búnaðarfjelags
íslands.
b. að deildaskipun búnaðarsamband-
anna verði þannig:
1. deild: Frá Skeiðará að Hellis-
lieiði eða Hvalfirði.,
2. deild. Frá Hellisheiði (eðaHval-
firði) aö Gilsfirði.
3. deild. Frá Gilsfirði að Hrúta-
firði.
4. deild. Frá Hrútafirði að Gunn-
ólfsvíkurfjalli.
5. deild. Frá Gunnólfsvíkurfjalli
að Skeiðará, og hafi hverdeild
lög og stjórn fyrir sig.
c. Að hvert búnaðarfjelag greiði í
sjóð sambands þess, sem það er
í að minsta kosti 1 kr. árlega
fyrir hvern fjelaga sinn.
d. Að sýslusjóður eða bæjarsjóður
styrki samböndin með árlegu fjár-
framlagi, er svari 25—50 aurum
fyrir hvert bygt býli í sýslunni
eða kaupstaðnum sem grasnyt
hefir, nema samböndunum bætist
álíka mikið fje á annan hátt auk
þess sem þeim veitist úr lands-
sjóði og frá Búnaðarfjelagi ís-
lands.
e. Að samböndin hafi í þjónustu
sinni búfróða menn, er annist
mælingu jarðabóta í fjelögunum
árlega og leiðbeini í jarðrækt,
notkun verkfæra, áburðarhírðingu
og öðru, er að búnaði lýtur.
f. Að búnaðarsamböndin velji bún-Ö
aðarþingsfulltrúana 2 og 3. deild,
einn fulltrúa hvor, 1. 4. og 5-
deild tvo fulltrúa hver.
g. Að þau búnaðarfjelög, sem ekki
eru í neinu sambandi, njóti ekki
jarðabótastyrks eftir 1915.
Fregnriti Vísis.
íþróttamótið 1911.
Frh.
Kappganga.
Farið skal eftir enskum kapp-
göngu reglum. Ensk kappganga
(Heel and Toe) er þannig, að
tánum á þeim fæti, sem aftar er,
má eigi lyfta fyr en hællinn á
fremra fæti hefur numið jörðu.
Limaburðir verða því þessir: 1.
Fremri fótur hvílir aðeins á hæln-
um. Aftari fótur hvílir mestmegn-
is á táberginu. 2. Fótleggirnir
skulu vera beinir meðan þeir
nema við jörðu, en kreppa má
knjeð á fætinum, sem fram er
fluttur. 3. Bolurinn skal vera
upprjettur. 4. Höfuðið skal vera
upprjett og horfa beint fram. 5.
Loka skal munninum og anda
um nefið. 6. Handleggirnir. Pegar
vinstri fótur er framar skal flytja
hægri handlegg fram, en þegar
hægri fótur er framar, skal flytja
vinstri handlegg fram. Peim
handlegg, sem fram veit, heldur
maður jafnhátt öxlinni, en fram-
handleggnum í rjettu horni við
upphandlegginn. F>ann handlegg,
sem veit aftur, flytur maður
aftur um lend sjer og lætur hend-
ina slúta niður. Handleggirnir
flytjast við það, að maður snýr
bolnum um lendarnar til þess
að flytja aftari fót fram. Maður
kreppir hendurnar um handfang
af hjólhesti eða annað því um
líkt.
Kapphlaup.
100 m. 402 m. 804 m. 1 míla.
Reglur um kapphlaup á löngu færi.
1. Láttu lækni skoða þig áður
en þú tekur að æfa þig til kapp-
leikanna. 2. Neyttu hvorki tóbaks
nje víns. 3. Farðu að æfa þig
svo fljótt sem þú getur. 4. Æfðu
þig einnig á vetrum, ef þú vilt
verða frár. 5. Hlauptu atdrei
saddur. 6. Hlauptu altaf eftir
klukkunni og skrifaðu hjá þjer
framfarirnar. 7. Vendu þig frá
upphafi á, að hlaupa með Ijettum,
mjúkum, löngum og jafnstórum
skrefum(l,30—l,50m.). 8. Hlauptu
altaf á hringbrautinni, se.m næst
innri línunni. Með því sparar
þú marga metra. 9. Hafðu altaf
auga á hættulegasta keppinaut
þínum. 10. Láttu aldrei góðan
hlaupara komast of langt á undan
þjer. 11. Byrjaðu aldrei síðasta
sprettinn of snemma, nema þú
sjert neyddur til þess af sjerstök-
um ástæðum. 12. Ljúktu hlaup-
inu, enda þótt þú verðir síðast-
ur á mark. 13. Mistu ekki kjark-
inn, þótt illa áhorfist í fyrstu.
»Enginn verður óbarinn biskup«.
14. Gættu allrar varúðar eftir
hlaupið, að ekki slái að þjer 15.
Dragðu að þjer andann um nef-
ið, en ekki munninn.
Hlaup yfir girðingar.
1. Hverjum keppinaut er af-
markað skeið, 100 metrar á lengd.
Á hverju skeiði eru 10 girðingar
með 9 m. millibili. Þó skulu
vera 14 metrar að fyrstu girðingu
en 15 m. frá síðustu girðingu að
marki. Girðingarnar skulu vera
1 m. á hæð og 1,20 m. á lengd
(um þvert skeiðið, en þaðerl,25
m. á breidd). Pversláin sé föst
við stólpana. 2. Hver keppi-
nauta skal hlaupa yfir þær girð-
ingar, sem á hans skeiði eru. Sá,
sem út af bregður, fyrirgerir rjetti
sínum til að vinna hlaupið. 3.
Ef keppinautur fellir í sama hlaupi
fleiri en 2 girðingar, skal lítasvo
á, að hann hafi eigi lokið hlaup-
inu. 4. Að öðru leyti gilda sömu
reglur og um 100 m. hlaupið.
Maður byrjar 14. m. frá fyrstu
girðingu og hleypureins hrattog
maður orkar, þar til 1 m. er að
girðingunni, þá stekkur hann,
spyrnir við með vinstri fæti en
kastar hægri fæti fram. Eigi skal
flytja vinstri fót fiam fyren hægri
nemur við jörðu. Koma skal
niður á tærnar, en ekki á hælana.
Ráðlegt er að byrja með stutt-
um skrefum, en temja sjer síðan
að taka millibil og girðingu í
þrem skrefum, þannig að maður
stökkvi ávalt af vinstri fæti yfir
girðingarnar. Óráðlegt að stökka
of hátt; það eyðir tíma ogkröft-
um að óþörfu. Frh.
BEST OG ÓDÝRAST PRENTAR PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS
Útgefandi:
EINAR GUNNARSSON, Cand. phil.
PRENTSMIÐJA D ÖSTLUNDS