Vísir - 12.03.1911, Blaðsíða 1
14.
Kemur út virka daga kl. 11 árdegis,
nema laugardaga kl. 6 síðd.
25 blöð (að minsta kosti) til marzloka.
Eintakið kostar 3 au.
Afgreiðsla í Pósthússtræti 14.
Opin allan dagihn.
Sunnud. 12. mars. 1911.
Sól I hádegisstað kl. 12,37‘
Háflóð kl. 3,52‘ árd. og kl. 4,13‘ síðd.
Háfjara kl. 10,4‘ árd. og kl. 10,25 síðd.
" Afmaali.
Frú ■ Kristin Guðmunsdóttlr, 29 ára.
Veðrátía í dag.
Loftvög ÍE 4S 56 a u J3 T3 C > bc o3 rn 3 »o <u >
Reykjavík 767,2 4 8,4 0 Heiðsk.
Isafj. 770,1 - 8,4 0 Heiðsk.
Bl.ós 769,8 — 5.5 N 1 Ljettsk.
Akureyri 7ó9,0 - 4,0 NV 1 Alsk.
Grímsst. 731,3 — 5,5 N 2 Skýjað
Seyðisfj. 764,1 - 0,7 N 3 Hríð.
Þorshöfn 750,4 — 0,0 N 5 Skýjað
Skýringar:
N = norð- eða norðan, A = aust- eða
austan, S = suð- eða sunnan, V = vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þannig:
0 = Iogn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 =
go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6=
stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 =
hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 =
ofsaveður, 12 = fárviðri.
Naesta blað á morgun.
Frá alþingi.
Róðlierrann nýa átti að til-
nefna í gær. Var mjög rætt um
að Kristján Jónsson tæki starfið að
sjer en ekki þótti tiltækilegt að benda
á hann fyr en lokið væri banka-
máli hans í efri deild og þar sem
það dregst nu um tvo daga eru
öll líkindi til að ekki verði á hann
bent. Mun nú Skúli Thoroddsen
hafa mest fylgi og hljóta vegsemd-
ina og — vandann.
Ný frímerki með mynd Jóns
Sigurðssonarvill Bened. Sveinsson að
landstjórnin gefi út 17. júní og ber
fram þingsályktunar tillögu um það.
Húsavík í Þingeyarsýslu fer Stgr.
sýslumaður fram á að seld sje hrepps-
fjelaginu fyrir 22 þús. krónur aö
minsta kosti.
Rottur á nú að ofsækja með
eitri um land alt samkvæmt frum-
varpi, sem sjera Björn á Dvergasteini
hefur komið fram með. Þetta er
mjög þarflegt verk, þó ýmsir hendi
gaman að, en best væri, ef nærskyld
i dýr mættu fljóta með.
Alt v II lagið hafa. Föstudag
var til umræðu í efri deild hvernig
ræða skyldi þingsályktunartillögu frá
bankarannsóknarnefndinni, um inn-
setningú Kr.Jónssonar(SjásíðastatbI.).
og sendu þrír tillögumanna forseta
skriflega beiðni um að taka málið á
dagskrá næsta dag. Forseti gleymdi
að lesa upp beiðnina og sleit fundi,
en mundi í því eftir að hann átti
það eftir og las upp beiðnina og
sagði svo aukafundi siitið. Hann
vildi ekki verða við þessari áskorun
og bar fyrir sig ósk ráðherra í því
efni. f gær varð mikið þjark í
deildinni útaf atburði þessum. Vildi
L. H. B. (5. konungk.) láta sjást í
fundarbókinni að upplesturinn hefði
fariö fram eftir að fundi var slitið
og bar fram tillögu um að í
fundarbók væri sett að fundi hefði
verið slitið fyrir upplesturinn, en
aukafundi á eftir. Náði sú til-
Iaga ei fram að ganga. Nú var
gengið til atkvæða um hvort má|ið
skyldi tekið á dagskrá og var það
samþykt með 7 : 3. Svo var geng-
ið til atkv. um hvort ræða skyldi
og var það samþ. með 7 : 3. For-
seti taldi að hjer hefði þurft s/4
deildarmanna til samþykkis og var
málið ekki rætt að því sinni, en á
morgun mun það vera á dagskrá
og rætt rækilega, ef að líkindum
ræður.
Meira frá alþingi á öftustu bls.
Úr bænum.
Guðsþjónustur í dag í Frf-
kirkjunni: kl. 10 sr. Bjarni, kl. 1
Sr. Ólafur og kl. 4 S. Á. G.
Dáin 8. þ. m. Sólborg Stein-
grímsdóttir Laugav. 74.
BEST OG ÓDÝRAST PRENTAR
PRENTSMIÐJA D. ÖSTUNDS
Fargjöld ætlar e/s Ingólfur að
setja niður frá 1. næsta mánaðar,
og mun því vel tekið-
Búnaðarþingið. Frá því hefur
fregnriti skýrt nýlega í Vísi. En
hjer er um önnur mál, er þ§r komu
fram.
Flóaáveitan. Samþykt að byrja á
lítilli tilraun með áveitu, á Mikla-
vatnsmýri, til þess að fá reynslu, og
á að Ieita 25 þús. kr. styrks hjá
alþingi.
Kynblöndun sauðjjár. Kynblönd-
unarfjelagi Þingeyinga heitið alt að
500 kr. til að kaupa 8 kindur frá
Englandi me því augnamiði að ná
betra sláturfje með blönduninni.
Safamýrarvernd. Á að fara fram á
við alþingi að veita fje handa vatris-
virkjafróðum manni sem gerði
áætlanir og yrði til aðstoðar verk-
legra starfa.
Styrkur veittur til kaupa á pípna-
gerðavjel.
Fóðurforðabúr. Heimilað að veita
styrk til kornforðabúrs állt að þriöj-
ung byggingarkostnaðar.
Verðlaun úr styrktarsjóði Chr. IX.
og Ræktunarsjöði. Reglum fyrir
verðlaunaveitingum úr þeim sjóðum
á að breyta á þá leið að mennsæki
ekki sjálfir um verðlaunin.
Ærumeiðandi!áburð(þjöfnað og
fals) hefur ísafold borið nýlega á
bankaþjón í landsbankanum. Nú er
hún farin að bera af þéim hverjum
á fætur öðrum.
Verslunina Kaupang hjer í
bænum hefur keypt Páll fí. Qtsld-
son póstafgreiðslumaður á Fáskrúðs-
firði og verslunarstjóri Örum &
Wolffs og kom hann hingað með
Sterling síðast frá Leith, til að taka
við henni.