Vísir - 19.03.1911, Side 2

Vísir - 19.03.1911, Side 2
70 V f S I R bar undir flokkinn konungsskeytið áður en liann svaraði. Hvað hina konungkjörnu þingmenn snertir kæmi öllum saman um að það ættu að vera þjóðkjörnu þingmennirnir er rjeðu ráðherrakosningu en ekki þeir og síst nú, er þeir sætu í hálfgerðu vanþakklæti og ættu að fara frá 1. maí. Stuðning minni- hlutans þótti honum svona ogsvona eftir því sem L. H. B. lýsti yfir. Þar sem sá flokkur sjálfur sker úr hvenær hann skerst úr leik og er eigi bundinn nema sínum vilja. Ráðherra hafði getið þess í ræðu sinni um daginn að hann hefði tekið við embættinu til þess að róa þær róstuöldur, seni nú væru risnar, en hvernig getur hann vænst að gela það. Nei, þvert á móti varð hann að vænta að óróinn, óánægjan og æsingin yxi með þjóðinni eða að minsta kosti með meiri hluta hennar. Sagði að blöðin bæri þess glöggt vitni hvernin þau bæru lygi blekkingar, róg og jafnvel mannorðsþjófnað o. s. frv. á borð fyrir lesendur sína. Þó að Kristján ekki segði það, þá mun það sjálfsagt verða sagt að sjer gangi til að sækjast eftir ráðherra- embættinu launa og valdagræðgi, en menn ættu að skilja að þar sem margir hlytu að vera færir, eða ættu að vera, að taka á móti ráð- herraembættinu, gæti hverjum fundist að hann hefði fremur öðrum ástæðu til að sækjast eftir embættinu, því hann þættist máske betur geta kom- ið fram áhugamálum sínum sem ráðherra en sem þingmaður. Ráð- herra gæti betur gefið sig að mál- um og undirbúingi þeirra. Þetta hafi sjer líka gengið til. Því hann telji störf þau, sem hann nú hafi á hendi gróðravænlegri en ráðherra- stöðuna. Að lokum skuli hann geta þess að það sje einhver dýrmætasti rjettur þjóðarinnar að geta ráðið æðsta valdasess sínum. Næst talaði Björn Þorlákssou bar hann fram rökstudda dagskrá svo- hljóðandi: Þingdeildin telur ekki rjett að nokkitr sje skipaður í ráðherrasess, ef hanu hefur ekki stuðning meiri- hluta þjóökjörinna þingmanna, nema ekki sje annars kostur, svo að í bili þurfi að skipa mann til að veita umboðsmálum forstöðu. En í því trausti að núverandi ráðherra fram- fylgi stjórnarskrárbreytingu á þessu þingi, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Þá talaði ráðherra, og var svo fundi frestað er kl. var 3 og til kl. 5. Þá töluðu Skúli Thoroddsen, Jón í Múla, Bjarni frá Vogi, Jón Ólafsson og loks Skúli Thoroddsen var kl. rúmlega 6 er gengið var til atkvæða um dagskrána, sem var sam- þykt með 13: 12. Já sögðu: Björn Porláksson* Eggert Pálsson Einar Jónsson Hannes Hafstein Jóh. Jóhannesson Jón í Múla Jón Magnússon Jón Ólafsson Jón Sigurðsson Ólafur Briem Pjetur Jónsson Sigurður Sigurðsson Stefán Stefánsson Nei sögðu: Benedikt Sveinsson Bjarni Jðnsson Björn Jónsson Björn Kristjánsson Björn Sigfússon Hálfdán Guðjónsson Jón á Hvanná Jón Þorkelsson Magnús Blöndahl Sigurður Gunnasson Skiíli Thoroddsen Porleifur Jónsson Frekari ræður bíða blaðsins á morgun. Morðfrjett norðan úr landi; morðinginn ófundinn. Svo er mál með vexti að maður nokkur, ónefndur, átti hús á annars manns lóð. Lóðareigandi skipaði nú húseiganda að taka burtu hús- ið af lóðinni. En húseigandi þver- skallaðist. Leitaði lóðareigandi yfir- valdanna. En er á því varð drátt- ur að þau skærust í leikinn, tók lóðareigandi til sinna ráða. Bygði hann skúr upp að húsinu, sem var Bæði gisið og fúið. Skúrinn fylti hann síðan með tófuyrðlingum og varð nú brátt óverandi í húsinu fyrir grenjafýlu. Varð húseigandi æfur og krafðist þess af Ióðareiganda að hann tæki burtu dýrin úr skúrn- um, en lóðareigandi hvaðst hafa *) Með skáletri eru skráðir þeir er kosning hlutu sem sjálfstæðis- og Iand- 1 varnarmenn en heimastjórnarmenn hinir aðvarað hann fyrir löngu að taka burtu húsið og mætti hann sjálfum sjer um kenna að hann þyrfti nú að hýrast í greninu. Var þá leitað aöstoðar yfirvaldanna er kom fyrir ekki þá í svip, hjer þurfti skjótlega úr að ráða. Fólkið, sem í húsinu var, hjelst nú ekki lengur við fyrir pestinni og flýði úr húsinu, og hvar sem það kemur flytur Það pestina með sjer. En nú víkur sögunni til dýta- garðsins. Dýrin höfðu þrifist ágæt- lega en einn daginn, þegardýravörður- inn árla morguns vitjar þeirra, voru þau öll dauð. Þóttist dýravörð- urinn sjá þess merki að þau höfðu látist af manna völdum og var þegar í stað kært fyrir yfirvöld- unum. Vissum vjer þetta síðast því að rannsókninni er haldið stranglega leyndri. En þess má vænta að vjer jafnskjótt og læknisskoðun hefir fram farið skýrum nreð hverj- um hætti morðin hafa verið framin. Svomikið getum vjer þó fullyrt að morðinginn er ófundinn, en margir grunaðir. Þangbrandur. *$%& úUöudum. SViyndarlegur vegur. Banda- ríkjastjórn liefur nýskeð veitt 180 þús. krónur til þess að leggja veg, sem á að verða einn hinn fegurðsti vegur heimsins og liggja um þvera Norðurameríku, fjórar þúsundir rasta að lengd. Hann byrjar við St. Louis og liggur þaðan í norðvestur til C.ouncil Bluffs. Þaðan verður Oregonvegur- inn notaður, en hann liggur að Orand Island ,pg Lexington í Ne- braskafylki. Þaðan Iiggur vegurinn fram með fljótinu Platte gegnum Wyomingfylkið og Sweetwaterdalinn og Iiggur hann þar upp á Kletta- fjöllin um Djöflaskarðið og nreð- fram Sjálfstæðisklettinum. Útsjónin þaðan er afar tilkomumikil. Á álla vegu blasa við snjóþaktir tindar djúp gljúfur og fossar. Um þrjá- tíu nn'iur liggur vegurinn yfir eyðu- mörku í 2000 til 2500 stilcna hæð yfir sjávarmái. Er liann þar 15 stikur þar sem hann er mjóstur en 30 stikuí breiðastur. Nú tekur veg- urinn að hallast niður að Kyrra- hafinu. Liggur hann meðfram Fort- vise Rock og Cockeviile, gegnum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.