Vísir - 20.03.1911, Blaðsíða 3
útum síðar ber að hvern bátinn á
fætur öðrum, alla í sjávarháska og
voru margir af þeim búnir að gefa
upp alla vörn.
Bátar þessir, 6 að tölu, Iögðu smátt
og smátt að Fríðu og varð flestuni
skipverja náð upp úr bátunum þann
veg, að skipverjar á Fríðu náðu í
axlir bátverja og kipíu þeim upp.
Öllum varð bjargað, nema einum
manni, Þorgeiri Þórðarsyni úr Grinda-
vík. ' Hann varð milli bátsins og
skipsins og marðist til dauða.
Var innbyrtur þegar er náðist, en
dó eftir fáar mínútur. Björgunin
tók 1 k'ukknstund — og var Fríða
þá 1 y2—2 mílur undan landi. Fór
svo Fríða meö skipshafnirnar og
bátana 6 aftan í sjer til lands, en á
þeirri leið brotnuðu eða fóru í sjóinn
annan veg 4 bátanna, en 2 varð
komið til lands nokkurn veginn
óskemdum. Fimm bátar voru
frá Járngerðarstaðahverfinu, en einn
úr Staðarhverfinu.
Ef Fríðu hefði eigi borið þarna
að, sem róðrarbátarnir vóru — er
ekkert sýnna en að þeir myndu
hafa farist allir — og þar druknað
57 manns úr sömu sveit eða því
sem næst.
Því voðatjóni fjekk skipshöfnin |
afstýrt.
Einn borgari þessa bæar, sem
eigi vill láta nafns síns getið, leit
svo á, að þessa dáð skipshafnar
bæri að viðurkenna maklega. —
Fór hann til útgerðarmanns skipsins,
Ásgeirs konsúls Sigurðssonar, og
afhenti honum 200 kr. gjöf handa
skipshöfninni.
Laglega af sjer vikið — og mættu
fleiri þess konar gjafir gjarna á
eftir fara.
Skipstjóri á Fríðu er Ólafar Ólafs-
son, Skaftfellingur að ætt — dug-
mesti maður.
ísaf.
Hermann SioII,
Svisslendingurinn, sem hjer vai á
ferðinni í sumar leið hefir í vetur
haldið fjölda fyrirlestra í Frakklandi
og Sviss um ferð sína og jafnframt
sýnt mörg hundruð myndir frá
helstu stöðum hjer á Iandi. Meðal
annars hjelt hann fyrirlestra í
landfræðisfjelaginu í París. Áheyr-
endurnir, sem vóru mörg hundruð
manns, gerðu besta róm að máli
hans. Hann hefir ennfremur samið
bólc um ísland, sem verið er að
prenta í París; verður fróðlegt að
V í S I R
heyra hvernig honum farast þar orð
um landið og íbúa þess. Af tali
hans að dæma, meðan haun dvaldi í
hjer í sumar, er enginn vafi á því !
að liann muni mörgum útlending- í
um frenuir kosta kapps um að út-
breiða rjetta skoðun á íslandi, því
hann virtist vera mjög ánægður yfir
för sinni, og er það vel, er útlendur
maður af sjálfs dáðum útbreiðir
rjetta þekkingu á landinuí þeim lönd-
um, sem það var áður að mestu
leyti ókunnugt.
Hann hefir nýlega getið þess í
brjeíum til kunningja sinna lijer,
að hann hafi í hyggju að takast
nýja ferð á hendur næsta sumar og
mun það vera ætlun hans að rann-
saka þá sjerstaklega Vatnajökul. Hann
hefir spurst fyrir um hvort ekki
mundi hjer einhver, er hefði löng-
un til að vera með honum í ferð
þessari. væri það án efa fróðleg
ferð fyrir þann mann er tíma hefði
til, því maðurinn er afar duglegur
ferðamaður og auk þess fróöur
mjög um jarðfræðileg efni. P.
ísaf.
Skíðaferð nm fjöll
og firnindi
Skíðaskóli stóð til að yrði á
Kolviðarhól dagana 10—15 þ. m,
Af þvf svo fáir þátttakendur buðu
sig fram var skólinn afboðaður.
2 sveitapiltar voru koinnir hing-
að til bæarins til að sækja Skíða-
skólan, og til þess að þeir færu
eigi fýluferð, fór skíðakappinn Hr.
L. Múller með piltunum í 5 daga
skíðaferð.
Hr. L. Múller og lærisveinar hans
höfðu mikið yndi og gagn af ferð-
inni.
Þeir lögðu af stað 10. þ. m. Gekk
ferðin stirt fyrst því hvorugur ís-
lendinganna kunni á skíðum, en
komust brátt á lagið. Á 2 klukku-
stundum fóru þeir fjelagar frá
Lækjarbotnum að Kolviðarhól.
Notuðu þá skíðasegl, flýtirinn annars
óskiljanlegur hjá viðvaningum.
Skíðamennirnir gistu 3 nætur á
Kolviðarhól, æfðu þeir sig þar í 2
dag. Segir hr. L. Mullet að lands-
lagið kringum Kolviðarhól sje eink-
ar vel lagað til skíðaferða og skíða-
brekkur öllu skemtilegri en við
Holmenkolleti í Noregi.
Einn daginn fóru þeir fjelagar á
skíðum upp á Hengilinn. Veðrið
■ var fagurt og bjart og er hr. L.
75
Muller mjög hrifinn af útsýninni
þaðan. Hressandi skriða segir hr.
Muller að sje ofan af Skarðsmýrar-
fjalli heim að bænum á Kólviðarhóli.
13. Marz lögðu skíðamennirnir af
stað frá Kolviðarhól og fóru á 5
tímum þaðan að Kárastöðum í
Þingvallasveit. Það var svo heitt
uiíi daginn þar uppá fjöllunum að
þeir þoldu ekki við nema að tína
af sjer spjarirnar.
Áð var í hlíðum Sköfnungs og
saúð hr. MöIIer þar á spritmaskínu
er hann hafði meðferðis handa jer
og lærisveinum sínum.
14. Marz fóru þeir lengstu dag-
leiöipa um 40 kílometra. Fyrst frá
Kárastöum til Þingvalla, þaðan aft-
ur að Kárastöðum um Stíflisdal, um
Stóra Sauðafell og Leirvogsvatn, að
Miðdal. Gistu þeir þar og fóru
daginn eftir til Rvk.
Vegalengd sú er skíðamenn fóru
mun vera alls 125 kflómetrar.
Vjer öfunduin hr. MöIIer, son
Björns í Gröf og Kristófer Jónsson
frá Valbjarnarvöllum í Mýrasýslu af
þessari ferð. Veður fengu þeir
ágætt alla dagana, nema fyrstu 2 —
nokkurn skafrenning.
S. V.
Randers.
Sparsommelighed er vejen til Vel-
stand og Lykke, derfor bör alle som
vil have godt og billigt Stof (ogsaa
Færöisk Hueklæde) og som vill have
noget ud af sin Uld ellergamleuldne
strikkede Klude, skrivetil Chr. Junc-
hers Klædefabrik í Randers efter den
righoldige Prövekollektion dertilsen-
des gratis.
wnac«i