Vísir - 31.03.1911, Page 2

Vísir - 31.03.1911, Page 2
SiórfeK ffug. Hershöfðingi í frakkneska hernum. Bagee að nafni, flaug 6. þ. m. frá Nissa á Frakk- landi til Livorno á Ítalíu, þvert yfir Liguriska hafið, eða 2’0 rastir beina leið. Hann lagði af stað kl. 7 að morgni og lenti kl. 1. Hann kóm niðuráójafnt landslag og eyðilagðist flugvjel hans og sjálfur særðist hann lítils háttar. Þetta þykir hið ’rhesta þrekvirki og sjerstaklega þégar tekið er tillit til þess að maðurinn hafði -ekk'í^íjyrjað að læra til flugs fyr en í desember síðastl. . iV/tUll t' 5« jú, $Umufeappam¥ Frá Vínarborg er skrifað seint í fyrra mánuði: »Glímukapparnir þrír af Akureyri, ^éir 'jð’n rHielgasdrí, Jón Pálsson og Kristján Þorgilsson, eru nú hjer í Vínarborg og sýna þar íþróttir sínar, íslensku glímuna. t>eir sýna glímuna í »Colosseum«, sem er stórt og víð- frægt leikhús; má þvi geta næfri, að þar er mannval .uikið saman kom- ið til að sýna listir sínar, enda var það fyrst hjer á eins árs tímabili sem þe:r fjelagar stóðu ekki efstir á auglýsingum leikhússins heldur voru nr. 2., en í toppinn hafði verið sett- ur Henry Bender frá Berlín, einhver frægasti leikari Þýskalands. Leikhússtjórinn hafði ráðið þá glímumennina íslensku í hús sitt yfir febrúarmánuð og þóttu sýningar þeirra svo góðar, að síðari hluta mánaðarins voru þeir aðalþáttur á leikhúsinu og Bender hinn þýski varð að víkja úr sæti fyrir þeim um miðjan mánuðinn. Mestur var ákafi fólks og eftirtekt á glímunni er borgarmenn komu að þreyta við íslengingana um verðlaun þeirrá, 300 kr., sem vera skyldu eign hvers, sem gæti staðið mðti þeim í 10 mín. Hefur svo aðsegja hvem dag verið kappglíma um verð- launin, og stundum þrjár og fjórar sama kvöldið. Sá heitir Franz Brondeisen, sem best hefur staðið sig enn sem kornið er; hann fjell eftir 51/* mín. Frá 1. ágúst s. I. er þrímenning- arnir fóru frá Danmörku, hafa þeir mest farið um Þýskaland og hver- vetna getið sjer góðan orðstír. I Mannheim, Slrassborg og Augsborg áttu þeir margar kappglímur í sept. og fyrri hluta okt. Þá fóru þeir þaðan til Groz í Ausíurriki (sú borg er nokkru suunar en Vín); þar feng ust þeir einnig við marga. - Einn þeirra var Karl Illiasck; hann er 432 pund á þyngd, fengu þeir felt hann með hörku-brögðum eftir 8*/2 mín. Síð-Jsta kvöldið, sem þeir voru þar, sæmðu þeir Illisck heiðurs- peningi af gulli fyrir góða frammi- stöður; hnnn hafði staðið allra manna lengst í ísl. glímum. Var hinn mesta hæfta að fást við hann fyrirstærðar sakir og afls, en ekki var hann lið- ugur að sama skapi. I nóv. voru íslendingarnir í Berlín á »Passage Theater«,ööru besta leik- húsinu þar. í fyrstu voru þeirráðn- ir þar hálfan mánuð, en bráðlega, eftir að þeir byrjuðu að vinna þar, fengu þeir samninging framlengdan, og voru þar til mánaðarloka. Vildi þá leikhússtjórinn enn leingja veru þeirra þár, en þá voru þeir ráðnir stil Stettin; þar voru þeirsvo til árs- loka. Þá fóru þeir þaðan suður á bóginn aftur og unnu í Sörlitz, Hirschberg og Kattowits, austur við Rússland, þaðan komu þeir hingað*. Lögr. Misskilningurinn, Eftir Rudyard Rippling. Frh. »Jæja þetta er nú alt saman búið« sagði eg og hjelt niðri í mjer hlátr- inum. »Og yðar er ekki getið í blöðunum. »En þegar þjer hugsið nú um þetta þá getið þjer ekki neitað að þetta hetði engum dottið í hug nema Ameríkumanni. »Búið!« tautaði Wilton bálvondur. »Nei það er ekki nema rjett byrjað. Þetta með vagnstjórann það var ekki nema hversdagsleg áflog — ekki nema lílilsháttar dóinstólaniál eri að eg skyldi leyfa injcr að. stöðva lestina þeirra það kemur ekki dóm- stólum við þáð er öðru nær, en nú eru þeir að ofsækja mig út af því.« »Hverjir?« »Stóra Búkonska fjelagið. í rjett- inum mætti maður sem átti að gæta rjettar fjelagsins. Eg sagði honum hver eg var áður en eg fór að kaupa mjer hattinn. Jæja nú skul- um við fara að borða svo skal jeg sýna yður árangurinn af þessu öllu saman á eftir. Wilson var orðinn æstur af að segja mjer af öllum þessum hrak- förum sínum og ekki held jeg að samræður mínar hafi haft nein sef- andi áhrif á hann. Meðan á mál- tíðinni stóð talaði eg stöðugt um New York og ýmsa kosti hennar sem innfæddir íbúar þeirrar borgar varla mega ógrátandi á minnast þegar þeir dvelja í úílöndum. Wilton fór að spyrja um marga af fyrverandi fjelögum sínum — menn sem í frístundum sínum ráða yfir fljótum, jörðum og skipum, en í starfstíma sínum yfir járnbrautum, steinolíunámuin, hveiti og kvikfje. Þegar vjer byrjuðum á kaffinu rjetti jeg honum sterkan vindil af sömu tegund og þá sem seldir eru í »Pandemaniums« veitingastofunni það vakti hjá honuni endurminningar um marga glaða stund sem hann hafði lifað þar og hann tugði end- ann á vindlinum lengi áður en hann kveikti í honum. Siðameistarinn yfirgaf okkur og í satna vetfangi fór eldstóin að rjúka. »Þetta er nú eitt af þægindunum.* sagði hann og skaraði í glóðunum fokreiður, eg skildi hvað hann átti við. Það getur nú ekki komið til tals að leggja miðstöðvarhitun inn í hús, sem Elisabet drotning hefir sofið í. Skröltið í kvöldlestini minti mig á hversvegna eg var kominn. »Hvað var það sem þjer ætluð- uð að segja mjer um Búkonska fjelagið*? spurði eg.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.