Vísir - 13.04.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 13.04.1911, Blaðsíða 1
Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud. þriðjud., tniðvd. fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 1. apr. kos.ta: A skrifst. 50 au. Send út um land 60 au. — Einst. blöð 3 au. Afgr. í Pósth.str. 14A. Opin mestan hluta dags. Óskað að fá augl. sem tímanlcgast. Miðviku. 12. apríl 1911. Skfrdagur. — Fult tungl. gSól í hádegisstað kl. 12,28“ Háflóð kl. 5,10“ árd. og 5,26“ síðd. Háfjara kl. 11,22“ árd. og 11,38“ síðd. Afmæli. Ögmundur Sigurðsson skraddari, 33 ára. Jes Zimsen kaupmaður, 34 ára. Björn Jakobsson kennari, 25 ára. Póstar. E/s Ingólfur til Borgarness. E/s Sterlíng til Breiðafjarðar. E/s Ceres til ísafjarðar. Norðan- og vestanpóstar fara. ~~S< m ii Málverkasýing Þórarins B. Þorlákssonar opin í dag kl. 12—4 og ••Tí síðasta sinn'W á morgun á sama tíma. ^ I #= í Síioam Skírdag og 1. Páskadag báöa dagana kl 6x/2 síðd. D. Östlund. Samsæri í Kongóríkinu. Nýlega hefur komist upp mjög víðtækt samsæri innfæddra manna þar gegn hvítum mönnum. Voru samsærismenn af Uella-þjóðflokki, en sá þjóðflokkur hefur notið mests trausts hjá hvítum mönn- um og hafa þeir helst valið þá sem þjóna sína. Samsærismenn höfðn það í hyggju að myrða alla hvíta höfðingja þar í landi, alla samstundis, og höfðu þjón- arnir útvegað sjer til þess nægð af skammbyssum. En áður en verkið væri framkvæmt, kom einn þjónanna upp um samsæris- mennina og varð þá ekkert úr morðunum. Sumir flýðu og aðrir Kartöflur Appelsínur Laukur í verslun Einars Árnasonar. voru teknir höndum. Mikiðfanst af skotfærum og sprengiefni, sem sprengja átti með hús smbættis- manna í loft upp. Svarti dauði. Vikuna 18.-25 febr. dóu á Indlandi 22000 manns en í næstu viku þar á eftir 28 þús- undir. Aðventisti í þýska hern- um. í þýska hernum er aðvent- isti nokkur, sem neitar að starfa á laugardögum. Þegar er fer að skyggja á föstudagskveldin hættir hann allri vinnu og skipanir hers- höfðingjanna geta engu áorkað. Hann hefur verið dreginn fyrir herdóm og dæmdur þar og sá dómur stað- festur af yfirherdómi ríkisins. Það er engin smávægis hegning, sem hann verður að þola fyrir trú sína: Lffstíðar fangelsi. Hundaæði. Svo sem skýrt var frá í síðasta blaði hafði hundur fengið æði, úti í rússneskum fallbyssubát sem lá á höfninni í Kaupmannahöfn. Læknar fóru út í skipið og var hundurinn þá dauður. Var hræið svo flutt í land og krufið. Öll varasemi var viðhöfð að ekki bærist sóttkveikjan út og höfðu læknar þeir er krufðu þykka gunimiglófa á höndunum. í maga hundsins fund- ust hárhnyklar og aðrir ómeltan- legir hlutir, sem hundurinn hafði gleypt í æðinu. Hauskúpan var söguð sundur og heilinn tekinn út og hann skorinn í stykki ti! smá- sjár rannsóknar, en bakterían lifir einkum í heilanum. Eftir langa og ýtarlega rannsókn fanst svo bakterían og var nú ekki lengur efi á hver veikin var. Hundaæði geta öll dýr af hunda- kyninu fengið svo sem hundar, úlfar og refir. Þegar hundur fær veikina verður liann mjög órór og hleypur af heimili sínu. Augnaráð hans verð- ur hvast og augun rauð. Froða rennur út úr honum, hann á ilt með að kingja og eftir fáa daga verður hann afllaus í atfurhluta líkanians og neðri skolti. Hann fær loks krampaköst og deyr síðan. Þegar sjúkt dýr bítur mann, þá berst sóttkveikjan í manninn, en veikin gerir ekki vart við sig fyr en eftir 40 daga þar frá. Byrjar veikin þá með þunglyndi og síðan koma kvalafull krampaköst, einkum ef hann reynir að kyngja vökva, og er sjúlingurinn því hræddur við vökva og er sýkin oft kölluð »vatns- fælni« af þeim orsökum. Eftir að veikinnar verður vart lifir maðurinn ekki nema fáa daga og deyr kvala- fullum dauðdaga. Á síðustu öld var hundaæði allalgeng sýki um Norðurálfuna. Á rússneska skipinu hafði hinn óði hundur bitið fimm skipverja og hafa þeir því tekið veikina. Enn voru tveir hundar í skipinu og er | talið víst, að þeir hafi einnig tekið veikina. Voru menn nú kvíðafullir í borginni, að veikin kynni að breiðast út, einkum þar sem skip- stjórinn var mjög hugsunarlaus um þetta mál. Leitaði hann engrar lækningar skipverjum sínum og hundarnir gengu lausir. Það var ekki heldur hægt að banna skips- höfninni Iandgöngu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.