Vísir - 20.04.1911, Page 1

Vísir - 20.04.1911, Page 1
42. Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud. þriðjud., miðvd. fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 1. apr. kosta: Askrifst. 50 au. Send útum land 60au. — Einst. blöð 3au. Afgr. í Pósth.str. 14A. Opin mestan hluta dags. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. jmnar. loö fi-fv fyt/pi vetuzinn. Flmtud. 20. apríl 1911 Sól í hádegisstað kl. 12,26' Háflóð kl. 9,36' árd. og 10,6' síðd. Háfjara kl. 3,48' síðd. Veðrátta í dag. Loftvog E Vindhraði Veðurlag Reykjavík 749,5 4 3,5 N 2 H.h.sk. Isafj. 758,5 — 2,1 NNA 7 Snjór Bl.ós 753,4 - 0,5 N 6 Alsk. Akureyri 753,2 0,0 NNA 4 Snjór Grímsst. 716,0 - L5 N 5 Skýjað Seyðisfj. 750,5 + L4 0 Móða Þorshöfn 743,0 4- 7,2 SA 1 5 Alsk. Skýrii.gar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8= | hvassviðri, 9 = stormur, 10 = .rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Ur bænum. Skipafrjettir. Botnvörpungar komnir: Snorri Qoði með 30 þús. Fiskiskúturnar hafa komið þessar: Margrjet með 12 þús. Laugarnes— 11 — Sea-Gull — 13 — E/s Vendsyssel fór frá Leith þann 10. að morgni. E/s Sterling fór hjeðan í gær kl. 12 til útlanda. E/s Ceres kom að vestan í gær morgun kl. 4. K. F. U. M. Á páskadaginn var vígður nýr fáni fyrir Y-D (yngstu deildina fyrirdrengi 10-14 ára). Höfðu ýmsir góðir vinir í gefið efnið í hann og búið hann j til. Fáninn er hvítur með bláum jöðrum og rauðum stöfum og gullkögri. 345 drengir voru við- staddir og sem heiðursgestir þeir, er gefið höfðu til fánans og búið hann til. Á annan páskadag gekk svo yngsta deildin til Hafnarfjarðar undir fánanutn. 180 drengir tóku þátt í förinni og þar að auki 44 úr unglingadeildinni ogaðaldeild. —Förin var skemtileg þrátt fyrir i storm og kulda, og voru dreng- j irnir yfirleitt mjög röskir ogbáru ! sig hreystilega. í Hafnarfirði var þeimtekiðvel og vinsamlega og kom Kristilegt Unglingafjelag í Hafnarfirði á tnóti fjelagsbræðrum sínum og fylgdi þeim aftur inn fyrir hraun Námuland í Skorradal. Á síðastliðnu sumri ferðaðist Chr. B. Eyólfsson víðsvegar um landið, til að leita að námum og kaupa þær upp og hafði með sjer 2 sjerfræðinga í námuleitinni. Tóku þeir fjelagar sýnishorn á ýmsum stöðum og Ijetu rann- saka þau í Englandi. Fyrirskömmusíðan fjekkChr.B. Eyólfsson, sem dvalið hefur hjer um tíma, sýnishorn send úr Drag- eyrarlandi í Skorradal, og hefur hann látið rannsaka þau á Eng- landi. Hefur í þeim reynst að vera 30—40 prct. af kopar og nokkuð af siliri. Fyrir nokkrum dögum fór hann svo upp í Borgarfjörð, til þess að kaupa upp námulönd þessi á Drageyri og víðar. En er þar kom, fjekk hannaðvita, aðnáman í Drageyrarlandi hafði verið seld bórði Þorsteinssyni á Leirá fyrir 38 árutn fyrir 30 Rd. og er það að líkindum fyrsti námusamning- ur, sem gjörður hefur verið á íslandi. Námu þessa hefurhann nú keypt og samið um kaup á nærliggjandi löndum. Meira hjerum í næsta bl. Merkilegur Fornmenjafundur. Undanfarna áratugi hafa margir fræðimenn verið að grafaí ýmsum borgarrústum í menningarlöndunum gömlu austanvert við Miðjarðarhafið, og fundið þar margt fróðlegt um háttu manna á tímum Oamla testa- mentisins. Það hafa fundist all- stór »bóka«- og »skjala«-söfn, eða rjettara sagt þjettskrifaðar leirtöflur hundruðum saman, bæði á Egypta- landi, Mesopotamíu og Litlu-Asíu. En í Gyðingalandi sjálfu hafði sár- lítið fundist skrifað frá þeim tím- um, og hefir þó verið leitað eftir föngum þar sem Tyrkir hafa ekki bannað alt jarðrask af hjátrúarlotn- ingu eins og segja má um gröf Abrahams og marga aðra biblíu- staði. Meðal annars hefir þýskur pró- fessor, Reisner að nafni, verið að leita 2 undanfarin ár í rústum Samaríu höfuðborgarinnar í Ísraelsríki, og hafði til þess stuðning frá auð- mönnum vestan hafs. Hann fann í vetur í þessum rústum djúpt niðri í jörðunni 120 þjetttskrifaðar leir- töflur, sem auðsjáanlega eru frá dögum Akabs konungs í Ísraelsríki (f 854 f. Kr.) og orðnar þannig um 2770 ára gamlar. Vísindalegt tímarit vestan hafs kvað hafa einkarjett til að birta greinilega skírslu um fundinn, en þetta er þó kunnugt orðið sem hjer segir: Letrið og málið er forn hebreska á þeim flestum, áður kunn af Mesa steininum, sem Mesa konungur í Móab ljet reisa til minn- ingar um viðureign sfna við ísraels- konunga. (Sbr. 2. Kon. 3,4.) Stafirnir eru skrifaðirmeð egypsku bleki, en ekki rispaðir eins og oft- ast er um þessar forntöflur.^ Rúniar 70 eru læsilegar; og margar þeirra

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.