Vísir - 28.04.1911, Síða 3

Vísir - 28.04.1911, Síða 3
V í S I R 59 Árekstur skipa. Svo vildi til kl. 1 árdegis sunnu- dagsmorguninn* síðasta í heiðskíru veðri að færeyiskt botnvörpuskip, Dannebrog að nafni, sigldi á frakk- neska fiskiskútu sem var á uppsigl- ingu frarn undan Þorlákshöfn. Danne- brog hafði ekki tendrað hliðarljós- kerin (rautt og grænt) og sáu skip- verjar á frakknesku skútunni aðeins hvítt Ijós, sem nálgaðist úr vestri. Frakkneska skútan hjet Fleur d’ Ajonc og er áreksturinn varð, stökk einn af skútumönnum upp í botn- vörpuskipið og hjelt það leiðar sinn- ar með hann. Maður þessi tók nú að kalla svo hátt sem hann mátti, en engin hræða fanst á þilfari og leið nokkur stund þar til menn komu í ljósmál og ætlaði hann að allir skipverjar hefðu verið í svefni. Qekk nú í nokkrum vafningum að fá skipinu snúið við og til skút- unnar, en er þangað kom voru 8 skútumenn teknir á botnvörpuskipið en 18 urðu eftir til þess að dæla og var þá skútan tekin aftaní botnr vörpuskipið, átti að reyna að korna henni hingað inn, til aðgerðar. Þetta var kl. 5 um morguninn. En eftir hálfan annan tíma var það Ijóst orðið að ekki yrði hægt að halda við með dælunum og var þá hætt að dæla en skipshöfnin var tekin í botnvörpuskipið nema skipstjórinn og fjórir menn aðrir. Þeir skildu ekki við skipið fyr en rjett áður en það sökk og var það kl. 9, það hafði innanborðs 41 þúsund fiskjar. En hingað kom Dannebrog um kveldið kl. 8. Rjettarpróf hafa verið haldin í málinu. Skipstjórar og kaupmenn hvers vegna athugið þjer ekki Grundarfjörð? Grundarfjörður liggur að norðan /iö Snæfcllsnes og skerst inn í nes- ð nærfelt mitt á nrilli Ólafsvíkur >g Stykkishólms. Fjörðurinn er um /4 mílu á lengd. Framúrskarandi góð út- og innsigling; oftast einhver andvari fyrir seglskip að komast eftir honuin og er það stór bót; því oft kemur það fyrir á öðrum fjörðum vestanlands vegna vindleysis sýnir í kveld, í síðasta sinn, mjög fagrar m y n d i r . 8*^ Mundu að koma í kvöld. 0 dýrast og Talsími 128 i ester *ata _ innramma Imyndir ankast, 14. Talsími 128 ¥ Eins ogkvenfatamóðurinn kemurfrá £ París kemur karlmann tatamóðurinn frá ^ Lundúnum Kostur gefst mönnum á að fá föt saumuð eftir máli með nýustu Lundúnagerð. Leitið upplýsinga á afgreiðslu Vísis. Cf ^^4 *) Frá þessum atburðum hefur verið skýrt í stóru blaði hjer í bæ en það sem í milli ber frásögnununi er rjett hermt hjer. og leiðir af því, bæði tapaður tími frá fiskiríi, og eins, ef skip þarfnast íss á síld þá skemmist hún oft, ef þau ná ekki íljótlega í hann; en á þessum firði kemur slíkt ekki til mála. Auk þess, er höfn þessa fjarðar ein hin besta á landinu, að sögn og reynd allra skipstjóra, sem reynt hafa. Við Grundarfjörð er nú komið íshás sem hefur töluverðar byrðir af ís og einnig mun það hafa síld, þegar fram á vorið kemur. Jeg vil því leiða athygh sjómanna að firði þessum, þegar þeir sigla aftur og fram um sjóinn eftir síldar leit, að þefr þá sneiði ekki fram hjá staðnum, sem hana er aöfinna eins og oft kemur fyrir. Ennfremur vildi jeg leiða athygli kaupmanna að þessum firði. Þeir eru önnur stjettin, sem mjög mikið gagn mundu geta haft af honum. Fyrirtaks verslunarstöðvar eru, svo að segja fyrir öllum botni fjarðarins ! og eins og áður er umgetið, höfnin ágæt. Þar er aldrei hætt við, að skip fari fram hjá, eins og t. d. í Óalfsvík og Sandi. Þar skeður slíkt oft, sumar og vetur. Þykir þó vel borga sig að versla þar, enda þótt vörurnar fari oft áður til Stykkis- hólms og þar verði að borga upp- og útflutningsgjald á þeim. Full- komlega má búast við því, að versl- unarmagn yrði þar ekki síður en á tveim áður greindum stöðum (Ólafs- vík og Sandi). Engum Grunnfirð- ingi mundi detta í hug að sækja vöruforða sinn til Stykkishólms, ef hann hefði vörur nær sjer. Öllum þyka Stykkishólmsferðirnar of leiðar og dýrar til þess. Allur sá fiskur, sem á land kemur við Grundarfjörð, og allar landsafurðir þar, eru stór upphæð; þar má reikna með háum tölum, og víst er það, að hvern einasta fisk, hvert uilar- ogsmjörpund mundi þar Iiggjandi verslun fá, sömuleiðis alt fje og hross. Fje hefur undanfarin ár verið selt upp- undir eitt þúsund, og er það mikið úr einni sveit. Útræði er ágætt frá

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.