Vísir - 09.05.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 09.05.1911, Blaðsíða 2
78 V í 9 1 R Stjórnarskipunarlögin nýu : Kaflar úr þeim. Ráðherrar skulu vera þrír; konung- ur skipai þá og leysir þá frá em- bætti. Hann skiftir störfum meö þeim. Einn þeirra kveðúr hann til forsætis og stýrir sá þáðherrá- stefnum. Starfsvið ráðherrastefnu skal nánara ákveðið með lögum. Hver ráðherra skrifar ásamt kon- ungi undir ályktanir um þau mál- efil’, er honum eru sjerstaklega falin, og ber ábyrgð á sjónarathöfninni. Sá ráðherra, sem konungur hefirtil forsætis kvatt, ber að jafnaði málin undir konung, einnig fyrir hönd hinna ráðherranna. Þegar hann ber fram fyrir 'konung mál, sem annar ráðherra héfir nafnsett, ber hann aö eins ábyrgð á því að málið sje rjett flutt, nema hann taki sjerstaklega að sjer stjórnskipulega ábyrgð á efni málsin með því að setja einnignafn sitt undir það. Ráðherra sá, ermál skal flytja fyrir konungi, fer á kon- ungs fund, þá er nauðsyn krefur, til þess að bera upp fyrir honum lög og mikilvægar stjðrnarráðstaf- anir. Undirskrift konungs undir ályktanir um löggjöf og stjórn veitir þeim gildi, þegar ráðherra ritar undir þær með honum. Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í neðri deild eiga Sæti 26 þingmenn, kosnir óhlutbundnum kosningum í kjördæmum landsins, en í efri deild eiga sæti 14 þingmenn, 10 kosnir hlutfallskosningum um land alt og 4, er sameinað Alþingi kýs óbundnum kosningum úr flokki annara þingmanna fyrir allan kjör- tíma neðri deildar í fyrsta sinn, sem það kemur saman eftir að nýar kosningar hafa farið fram. Verði nokkurt sæti laust í efri deild meðal þessara þingmanna, er nú voru næst nefndir, þá ganga báðar þing- deildirnar, þegar búið er að kjósa nýah alþingismann, saman til þess að velja mann í hið auða sæti fyrir þann tíma, sem eftir er af kjörtfm- anum. Breyta má tölum þessum með lögum, sje tölu þingmanna breytt. 30 af þingmönnum skulu kosn- ir til 6 ára í sjerstökum kjördæm- um, óhlutbundnum kosningum,eftir því sem kosningarlög mæla fyrir, en lO.þingmenn skulu kosnir hlut- fallskosningum um land alt til 12 ára, 5 þingmenn á 6 ára fresti og jafnmargir varaþingmenn um leið og á sama hátt. Þingrof ná eigi til þessara 10 þingmanna. Núdeyr einhver þein-a þingmanna, sem kosnir eru í kjördæmum, á kjör- tímabilinu, eða fer frá, og skal þá kjósa þingmann í hans stað fyrir það, sem eftír er kjörtímans. Verði á sama hátt autt sæti meðal þeirra, sem kosnir eru hlutfallskosningum um land alt, tekur það sæti vara- þingmaður sá, er f hiut á. Nánari reglur urc kosningarnar verða settar í kosningalögum. Kosningarrjett til óhlutbundinna kosninga til Alþingis hafa karlarog konur, sem eru fædd hjer á landi | eða hafa átt hjer lögheimili síðast- liðin 5 ár, og eru 25 ára, er kosn- ingin fer fram. Þó getur enginn átt kosningarrjett nema hann hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilis- fastur í kjördæminu eitt ár og sje fjár síns ráðandi, enda ékki í skuld fyrir þeginn sveitarstýrk. Nú ’ hafa hjón óskilinn fjárlVag! o'g missir kon- an eigi kosningarrjett fyrir það. Með sömu skilyrðum hafa og karlar og konur, sem eru 30 ára e&a eldri, hlutfallskosningarrjett til efri deildar. Kjögengur til Alþingis er hver sá, sem kosningarrjett á, ef hann er ekki þegn annars ríkis eða aðöðru leyti í þjónustu þess. Kjósa má samt þann mann, sem ekki á heima í kjördæminu eða hefir verið þar skemur en eitt ár, en heimilisfastur skal hann hafa verið á íslandi að minsta kosti síðasta árið áður en kosning fer fram. Nánari reglur um kosningarnar verða settar í kosningarlögunum. Reglulegt Alþingi skal saman koma lögmæltan dag annað hvert ár, hafi konungur ekki tiltekið annan sam- komudag fyr það ár. Breita má þessu með lögum. Nú krefst meiri hluti þingmanna hvorrar deildar að aukaþingsje hald- ið, og kveðurþá konungur Alþingi til setu svo fljótt sem unt er. Eigi má það þing lengur sitja en 4 vikur án samþykkis konungs. Tillögur, hvort heldur eru tii breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglu- legu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki beggja þingdeild- anna, skal rjúfa Alþingi (sbr. þó 10. gr.) þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki báðar deildir þingsins áliktunina óbreytta og nái hún staðfestingu konungs, þá hefur hún gildi sem stjórnar- skipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breyting á sambandinu milli íslands og Dan- merkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningafcærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. Með sjerstöku lagaboði má kveða á um, að þeim lagafrumvörpum, er Alþingi hefur samþykt, megi skjóta til leynilegrar atkvæðagreiðsiu Al- þingiskjósenda, annaðhvort til sam- þykkis eða synjunar. Heimild þessi er þó þeim skil- yrðum bundin, að fullur þriðjungur hvorrar þingdeildar og þrjú þúsund kjósendur krefjist atkvæðagreiðsl- unnar, enda sje sú krafa komin í hendur stjórnarinnar fjörutíu dögum eftir að lögin voru afgreidd frá Al- þingi. Konungsstaðfestingar skal þá fyrst leitað, er kjósendur hafa samþykt Alþingisfrumvarpið með atkvæðagreiðslu, eðahinn lögákveðni frestur er liðinn án þess að atkvæða- greiðslu hafi verið krafist. Undanþegin þessari atkvæða- greiðslu eru fjárlög og aukafjárlög, svo og þau lög, er öðlast skulu gildi áður en 4 mánuðir eru liðnir frá því, er þau voru afgreidd frá þinginu. Ákvœði um stundarsakir. Umboð konungkjörinna þing- manna falla niður, þegar er stjórn- arskipunarlög þessi koma í gildi, og skulu þá kosnir í fyrsta sinn tíu þingmenn til efri deildar og tíu varaþingmenn með hlutfallskosn- ningu um Iand alt. Á fyrsta reglulega Alþingi eftir kosningar skal ákveða með hlut- kesti, hverir hlutfallskosnir þingmenn skulu fara frá eftir 6 ár. Almennar óhlutbundnar kosningar skulu fara fram sem fyrst eftir hlutfallskosningar til efri deildar, en ekki síðar en innan ársfjórðungs. ijskotna fugla svo sem Hrafna Sjósvölur Teistur, Vali Skrofur Toppskarfa Hvítmáfa Álkur Himbrima Flórgoða og Hringvíur kaupir EINAR OUNNARSSON, Pósthússtræti 14 A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.