Vísir - 12.05.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 12.05.1911, Blaðsíða 1
Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud. þriðjud., miðvd. fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 1. apr. kosta: Askrifst. 50 au. Send út um land 60 au. — Einst. blöð 3au. Afgr.iPósth.str.l4A. Opin mestan hluta dags. Óskað að fá augl. sem tímanlcgast Föstud. 12. maí 1911. Kongsbænadagur. Sól i hádegisstað kl. 12,24' Háflóð kl. 4,45' árd. og kl. 5 síðd. Háfjara kl. 10,57' árd. og 11,12' síðd. Póstar. Austanpóstur fer. E/s Ingólfur fer til Hafnar. Kong Helgi frá útlöndum. Afmæli. Frú Margrjet Zoega. Sigurður Eiríksson, regluboði. Sigurður Þórðarson, skipstjóri. Pjetur Hjaltesteð, cand. pliil. Talsími 265 Pósthólf B. 14 ARNIEIRIKSSON AUSTURSTRÆTI 6, REYKJAVIK talar í Síloam við Grundarstíg á sunnudagskveld kl. 6V2 síðd. Allir velkomnir. ‘Jvá tówdum evleud\s Samskot Vesturíslend- inga til miunisvarða Jóns Sigurðs- sonar voru orðin 20. f. m. 9000, krónur. Sigurður ísfeid skáld varð bráð kvaddur að heimili sínu,Garðar- bygð 2. f. m. og jarðsunginn 6. s. m. af sjera Lárusi Thorarensen. Hann var 68 ára gamall fæddur í Holtsseli í Eyafirði og hafði verið vestra 33 ár. Um hann er sagt að »íslendingur vildi hann ætíð vera.« Vesturfarar 6 kornu til Winnipeg 15. f. m. höfðu farið hjeðan 25. mars voru 5 af þeim hjeðan úr bæ. Jóhann og Magnús Jónssynir, kona Jóhannesar, Jón Árna- son, Halldór Sigurðsson. Kappglíma grísk rómversk var háð í Winnipeg 6. f. m. Þar sem glímdu Jón Hafliðason landi vor og Fred Cook miðþunga glítnu- kappi Pýskalands. Þeir glímdu 1 klukkustund og 5 mínútur og vann Jón. Er þetta hinn mesti heiður fyrir íslendinga. Vefnaðarvörur - Hreinlætisvörur Mikið úrval af öllu því, sem hvert úeimili þarfnast af þeim vörum. Vandaðar vörur ssss® Ódýrar vörur Eitthvað til fyrir alla - Góð afgreiðsla Vill eiga viðskifti við alla Kapphlaupið um Suður- skautið. Einn leiðangurinn, sem fór til að ná suðurskautinu, var frá Japan. Fyrir honum var Sirase hershöfð- ingi. Þeir voru 12 saman, sem Iögðu af stað frá Tokio 30. nóv. f. á. og var aðeins 1 þeirra vísinda- maður. Þessi leiðangur var mjög illa út- búinn, svo að allir, sem þekkja heimsskautafarirnar, voru þess full- vissir, að hann næði aldrei marki sínu. Skipið, sem þeir fóru á, var lítil skonnorta úr trje (199 smálestir) og hjet hún »Kainan Maru«(sem .þýðir: opnari suðursins), Fyrst var farið að hugsa um þennan leiðangur í júlí síðastl. Var þá haldinn fundur mikill í Tokio og rætt um málið. Voru allir ræðu- i menn mjög hvetjandi, að förin yrði | farin og er þetta meðal annars í 1 fundarályktuninni: sTakmark vort er ekki vísindalegs eðlis; vjer viljum aðeins komast fyrstir til suðurskautsins, reisa þar fána vorn og hrópa þar þrefalt ,banzai' á undan hverri annari manns- rödd, keisara vorum til heiðurs.* Blað eitt tók að sjer að safna fjenu og fengust um 100 þús. kr. Varð lítið hægt að gera fyrir þær og varð að sleppa mörgu, sem átti að hafa í förina, þar á meðal síber- ískum hestum, sem áttu að draga vistasleðana. Samt hjeldu þeir fjelagar af stað, glaðir í bragði og vissir um að yfirstíga allar þrautir. En ekki varð þeim að von sinni. 2. þ. m. flugu hraðskeytin um heim allan (nema liingað) með þær frjettir, að skútan væri komin til- baka til Sidney. Hún hafði hitt fyrir svo mikinn rekís, að hvergi var fært að koniast að landi. Þetta hefur þá orðið þeim til fjörs, þar sem þeir hefðu hlotið að deyja úr hungri og kulda, ef þeir hefðu verið svo hepnir eða óhepnir að ná landi þar syðra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.