Vísir - 12.05.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 12.05.1911, Blaðsíða 2
90 E H hið merkasta glæpa- mál síðari tíma stendur yfir á ítalíu. Um þrjátíu og sex menn hafa verið telcnir fastir og ákærðir um fleiri hundruð glæpi. Glæpa- fjelag þetta kallast Camorra; og er ein deild Svarthandarfjelagsins. 1 fyrra sumar fanstforingi þessafjelags, Gennaro Cooccolo myrtur ásamt konu sinni, og höfðu fjelagar hans unnið verkið, því þeir álitu, að hann stæði í sambandi við lögregl- lína. — Meðal þeirra, sem nú eru í fangelsi, er prestur einn, sem á- kærður er um að hafa hylmað yfir með glæpaniönnum þessum, gegn gjöfum til kirkju sinnar. — Einnig hefur foringi fjelags þessa, Enrico Alfonso, verið handsamaður. — Sá héitir Maresciallo Capizzutti, leyni- lögreglumaður, sem mest og best hefur unníð að því, að þetta glæpa- fjelag var handsamað. Gekk hann sjálfur í fjelagið og drýgði glæpi þá sem fyrir hann voru lagðir, uns hann þóttist hafa fengið næg sönn- unargögn á fjelagið. Þá gerði hann lögreglunni aðvart og kom henni inn í sal þann, sem glæpamennirn- ir hjeldu fund, og þar, eftir harða viðureign, voru þessir 36 kumpán- ar handsamaðir. Á meðal annara glæpa á syndalista þessa glæpafje- lags eru 25 morð, og er því ekki að undra þó mál þetta vekji eftir- tekt. Dæmdur fyrir sakleyi . sannaðist á Andrew Toth frá Pittsburg í Bandaríkjunum ný- verið. Hann hafði fyrir 20 ár- um verið sakaður um morð á fje- laga sínum, og fundinn sekiir þrátt fyrir að hann marg-neitaði að hafa verið á þeim stað, sem morðið var framið. Hann var dæmdur í æfilangt fangelsi, og þar hefir hann setið þar til nú, að sannanir fengust fyrir því, að hann væri saklaus. — En bóta- laust varð hann að þola öll þessi árí hegningarhúsinu, og nú hent út í heiminn peningalausum, vin- lausum, förnum að heilsu og öldruðum, — þrátt fyrir það, þó hann bæði um að fá að dvelja það sem eftir væri æfinnar í fang- elsinu. Hann sagðist vera orð- inn siðum þess og háttum svo vanur, og hefði enga krafta að ryðja sjer nýja Iífsbraut. — Orð hans höfðu engin áhrif, — rjett- lætinu var fullnækt með því að sleppa honum lausum, eftir tutt- ugu ára þrælkunarvinnu al-sak- lausum. V I S 1 R ________ Óeyrðirnar í Mexiko. Enn er barist þar í landi nætur og daga með litluni hvíldum. Svo er talið að stjórnarandstæðingar hafi 18 þúsundir manna undir vopnum en stjórnin 23 þúsundir. Mjög hefur verið rætt um að Bandaríkin skærust hjer í leikinn, og virtist svo um tíma að það nyndi verða- Bandaríkjastjórnin heimtaði að ekki væri barist við landamærin, þar sem kúlur frá þeim orustum höfðu valdið skemdum Bandaríkjamegin- Diaz forseti í Mexiko svaraði fullum hálsi og varð við það að standa. Talið er að ekki veiti af 120 þúsund manna her til að skakka leikinn en Bandamenn hafa ekki nema 80 þúsundir hermanna og þar af 17 [ þúsundir fjærverandi. , Kínverskjr sjóræningjar. i í síðasta mánuði strandaði farþega- skipið »Asia« við norðurströnd | eyarinnar Formosa á svokölluðum i »Fingurbjörgum«. Þegar er skipið I rakst á komu Kínverjar úr landi á j meir en 100 bátum og ráku skip- j verja þegar í land. Yfirmenn skips- l ins reyndu fyrst að verjast með vopnum en Kínverjar höfðu náð : einum hásetta á vald sitt oghótuðu ! að drepa hann ef ekki væri farið ! að vilja sínum. Skipverjar voru þá ; fluttir í land á bátum kínverja meðan I skipið var rænt að öllu fjemætu ! Er í land kom urðu þeir að gjalda ; hátt gjald til að sleppa og vera I fluttir út í annað skip sem þar var ; statt á leið til Shanghai. ! Aíeira af útl. frjsttum í nœsta blaði > Ur bænutn. Veðrátía í dag. o > .__. • u * o E <¦< T3 r, O -1 > > Reykjavík 765,7 4-8,0 4-5,8 SA 5 Alsk. Isafj. 766,3 0 Ljettsk. Bl.ós 768,1 4- 7,7 0 Skýjað Akureyri /67,0 4- 9,0 4- 8,0 0 Ljettsk. Orímsst. 732,8 0 Heiðsk. Seyðisfj. Þorshöfn 767,8 -i- 9,0 S 1 Ljettsk. 766,9 + 8,2 0 Allsk. Skýnngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða ! austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- j eða vestan. í Vindhæð er talin í stigum þannig: | 0 = logn, "1 = andvari, 2 = kul, 3 = I go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormtir, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Skipafrjettir. Vesta var á Húsavík í gær, komst el fyrir Langanes, en all- mikill ís úti fyrir. ? Sjölin okkar verða allir að sjá áður en þeir festa kaup annarstaðar, og munuð þér fljótt sannfærast um að þau fást hvergi smekklegri né betri. Verslunin Björn Kristjánsson. Fiskiskúturnar eru nú óðum að koma inn. Þessar í gær og nótt. Björgvin Vertíðarafli 33 þús. Keflavík 30 Geir 45 Hildur — 40 — Langanes — 381/2 — Botnia fór í gærkveldi og með henni fjöldi manns. Þar á meðal Guðm. Finnbogason magister, Halld. Vilhjálmsson skólastjóri með frú, frú J. Zimsen, Friis-Möller cand. pharm. og 17- vesturfarar. Úr ruslakistu Plausors. Veisluspjöllin í Dal. Frh. »Ætli það sé ekki heldur skiln- aðarskrá frá amtinu, undirskrifuð af kónginum<, spurði Magnús. »Get- urðu ekki sjeð neitt nafn undir því«. »Nei, það sjest nú ekki. — En það dreifist ekkert út, gromsið. Jeg held þarna eru hrúgur af peningum, -- já, ósköpin öll af peningum*. »Þá á jeg sjálfsagt«, sagði Gísli. »En það er þarna auður blettur í hrúgunni: það veit á einhverja óhamingju og peninga missi. »En þarna er lika langtum fleira, jeg get fjandann ekki sjeð hvað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.