Vísir - 12.05.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 12.05.1911, Blaðsíða 3
þar á að vera; það hefur verið alt- of mikið groms í kaffinu-« »Við græðum ekkert á þessu«, sagði presturinn. »En fyrir hverju varstu annars að spá?« »Einhverjum brúðhjónunum,« sagði hringjarinn. »Einhverjum brúðhjónunum, það er ekki nóg, þú átt að spá fyrir þeim öllum; segjafyrir hvortgiftin- in er lögleg eða ekki og sjá hver brúðhjónin hafa staðið saman fyrir altarinu.« »Það er hægt að sjá að þau hafa staðið saman tvö og tvö eins og hreppstjórinn sagði, en hver þau voru, er ekki hægt að sjá, því þau eru öll eins í gromsinu. Og til þess að sjá lengra fram í tímann, verð jeg að fá annann bollan til.« »Og í þeim bollanum sjerðu lík- legast ekki nema fyrir deginum á morgun. Það hrekkur ekki lengi kaffið í Dal, ef þú þarft að drekka bolla fyrir hvern dag, sem brúðhjón- in eiga eptir að Iifa, til þess að geta spáð fynr þeim.« »Þao er ekki til nokkurs^hlutar að tarna«, sagði hreppstjórinn. » Hann er bráð ónýtur að spá hringjarinn. Það er líka langtum hægra að sjá þetta í spilum. Jeg get ekki gleymt henni Þórkötlu og henni Skjöldu. En ætla hjer sje engin, sem kann að spá. Farðu nú út Sveinn og reyndu að komast eftir hvort enginn af boðsfólkinu kann það.« »Jeg veit að hún er hjerna, hún Hildur í Búð, systir hennar Þórkötlu, því hann Gísli hefir boðið henni « »Já hún Hildur í Búð. Hún kann að spá íspilum; blessaðirkallið þið á hana piltar.« Var svo kallað á Hildi og kom hún inn; tók hún sjer sæti inn við borðið í stofunni og lagði prestur- inn spil fyrir framan hana og rað- aði hún þeim út um borðið. »Fyrir hverjum á jeg að spá?« »Fyrir brúðhjónunum, sem gift voru í dag.« »Ekki þarf jeg að spá fyrir þeim, honum Qísla og henni Gróu, því jeg hefi svo oft slegið upp fyrir þeim og sjeð að þau eiga að búa saman í ástúðlegu hjónabandi í full 30 ár, verða vellrík og eiga saman ellefu börn. — Nú er jeg búinn að r ða spilunum og þarna er hjarta- ásinn, hann er heimilið, og nían tían og pamfíllinn rjett þar hjá, — það er ekki svo amalegt, ákaflega stórt brúðkaup og auður nógur. En svo kemur langa'-brúnkolla og lauf- besefinn; langabrúnkolla er brostin ___________V ( S I R___________ von, en vonin mun þó loks rætasí í besefanum. En svei, svei, ekki er von að vel fari, því hjónin eru lauf- kóngur og spaðadrotning; hann sí- önugur og fjandlegur við hana og hún ótrú, hefnigjörn, lýgin og óstjórn- leg í hjónabandinu. — Æ mikið bölvað athugaleisi, — þama hefur ólukkans tígulkoppurinn læðst inn á milli«. »Hvern fjandann gerir það til«, spurði hreppstjórinn. »Hann er þarna á milli kóngsins og drotningarinnar«, sagði Hildur. »það er ágætt«, sagði Magnús. »Hann gerir þá hjónaskilnað, og þar rætast þá vonirnar sem langa- brúnkolla hefur eyðilagt og besefinn er að berjast fyrir. Þetta er ágætis spádómur, jeg sje svo greinilega að hann rætist á okkur brúðhjónunum. Sveinn er náttúrlega kóngurinn, Gísli besefinn og jeg langabrúnkolla*. »Heyr! Heyr!« Það varð hlátur og þys í stof- unni og allir voru ánægðir með spádóm Hildar, nema Gíslí. — Þegar hún var búin að spá, tók hún á sig sjalið og gekk út, en hreppstjór- ___________________________9__ inn fór að týna saman spilin á borð- inu og þegar hann var búinn að því, lagði hann þau í lófann á prestinum og stakk hann þeini í vasann. Frh. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 Tárd. kl. 5—6 síðd. __________Talsími 124.__________ Útsæðis- kartöflur fást hjá JónifráVaðnesi. Lifandi blóm Matjurtafræ — Blómsturfræ og Fermingakort mikið úrval nýkomið, er selt á Laugaveg 12 Svanl. Benediktsdóttir. Verslunin Sjörn Kristjánsson hefur nú á boðstólum firnin öll af Vefnaðarvöru svo sem: Sjöl smá og stór, Tvisttau, Fatatau, Dömu- klæði, Klæði, Ensk Vaðmál, Flúnel, Svuntu- tau, Þvottatau, Enskí leður, Gardínutau og Gardínur, Húfur, Kjóla, barna, Ljereft allsk., Lífstykki, Nærfatnað, Millipils, Peysur, Rúm- teppi, Rekkjuvoðir, Sængurdúk, Trefla, Verk- mannaskyrtur o. m. fl. Verðið lágt. Gæðin alkunn. PRT Skoðið og sannfærisi, þá munuð þjer kaupa. "\Jevsluti\t\ ^\övti *}Ct\st\átissoti. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.