Vísir - 19.05.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 19.05.1911, Blaðsíða 1
56 25 Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 1. apr. kosta: Á skrifst. 50 au. Send út um Iand 60 au. — Einst. blöð 3 au. Afgr. í Pósth.str. 14A. Opin mestan hluta dags. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Föstud. 19. maí 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,25“ Háflóð kl. 9,11“ árd. og kl. 9,37“ síðd. Háfjara kl. 3,23“ siðd. Póstar. E/s Ingólfur til og frá Oarði. E/s Sterling til austfjarða og útlanda kl. 4 síðd. E/s Ask kemur frá útlöndum. Austanpóstur kemur. Afmæli. Steingrímur Thorsteinsson, rektor, 80 ára. David Östlund, prentsmiðjueigandi, 41 árs. Veðrátta t dag. Loftvog r < Vindhraði Veðurlag Reykjavík 763,3 r 8,7 A 5 Alsk. Isafj. 763,0 - - 8,5 0 Alsk. Bl.ós 763,8 h 8,5 S 4 Heiðsk. Akureyri 764,6 r -10,2 S 5 Skýað Grimsst. 730,0 - 8,0 s 3 Skyað Seyðisfj. 766,9 -+- 6,5 0 Halfsk. Þorshöfn 73o,0 + 8,0 s 3 Skýaö Skýrmgar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Appelsínur 3 teg. hver annari betri í verzlun Einars Árnasonar. O— ...... ■ ---O OSTAR bestir í verzlun Einars Árnasonar. O- - -------=0 Ur bænum. Skipaf rjettir. Ask fór frá Leith 16. árd. Sterling fer til austfjarða og útlanda í dag kl. 4, Hólar fóru frá Kaupmannahöfn í fyrradag áleið til Víkur oghingað. Douro kom í morgun. Kong Helgi kom í gaer morg- un. Vesta kom í morgun austan um land frá Horni. Hafði allmarga farþega. Notre dame de la Mer, spítala- skipið frakkneska fór á þriðjudag- inn suðurfyrir Iand og verður þar á sveimi um tfma. Fer síðan til Fáskrúðsfjarðar og þaðan til Aber- deen á Skotlandi, en kemur hingað aftur í byrjun júlí. E/s Sterling fór á sunnudaginn til Stykkiskólms og með því Koofod Hansen skógræktarstjóri og Magnús Ólafsson Ijósmyndari. Var haldinn skógræktarfyrirlestur í Hólminum og sýndar þar skuggamyndir af íslensk- mu skógarsvæðum. Steingrímur Thorseinsen rekt- or er áttræður í dag. Er honum haldið &amsæti í Iðnó kl. 7 í kveld og þar um 150 manns eöa eins margir og húsrúm leyfir. Þorsteinn skáld Erlingsson flytur honum kvæði en Hannes skáld Hafstein mælir fyrir minni hans. Nýtt fjelag er að myndast hjer í bænum sem ætlar aðtaka á leigu nokkra botnvörpunga. Stjórnmálaflokkarnir hjeldu með sjer fund hvor í sínu lagi í Þinglokin til þess að velja sjer þing- mannaefni í kjördæmin. Listarnir eru þó hjá hvorugum fullgerðir enn. Aítan latvdl. Silfurbergsnáma mikil er fundin í Hoffelli við Hornafjörð, og hefur Björn banka- stjóri Kristjánsson keypt hana að sögn. Símfrjetf. Akureyri 17. maí. Hjeðan er að frjetta hina bestu tíð. Síldarafli er hjer talsverður og ufsi mikill. ís er nokkur útifýrir, nægur til þess að hákarlaskipin geta ekki legið við veiðar. Eitt þeirra kom inn í morgun með 80 tunnur lifrar. Sjera Mattías í Grímsey er hjer staddur og segir hann engan ís fyr- ir utan Grímsey. Vesta varð að snúa aftur við Horn og fara austur um land. Aftur geng- ur mótorskip Edinborgarverslunar stöðugt milli Akureyrar og ísafjarðar. ívar Helgason, áður verslunar- stjóri við Edinborgarverslun, er nú orðinn bókari við Klæðaverksmiðj- una á Akureyri. Akureyrarskjöldurinn. Glímu- fjelagið Grettir á Akureyri efndi til kappglímu á sumardaginn fyrsta um skjöld sinn sem heitir »Akureyrar- skjöldurinn«. Sá hjet Eiður, Guð- mundsson frá Þúfnavöilum, er skjöld- inn hlaut, Næst áður hafði hann Jón Pálmi Jónsson og glímdi hann nú einnig. 1 íi'E Minnisvarðaskemtun. Á Hofs- ós var haldin kveldskemtun 1. f. m. til ágóða fyrir minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Þar hjelt sjera Pálmi Þóroddsson fyrirlestur um Jón for- seta, Anton Proppé verslunarstjóri sýndi leikfimi, Jón Árnason búfr. frá Vatni söng þar og einnigsöng- flokkur. Var skemtunin vel sótt. Veikindi hafa verið allmikil í Skagafirði. Taugaveiki, lungnabólga og íllkynjað kvef. Hákariaveiði hefir Helgi Haf- liðason kaupmaður á $iglufirði látið stunda síðari hluta vetrarins og haldið úti til þess þrem vjelarbátum. Hafði hann í byrjun þ. m. fengið nokkuð á annað hundrað tunnur af lifur og var þegar búinn að bræða allmikið af henni. Oh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.