Vísir - 26.05.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 26.05.1911, Blaðsíða 2
10 V I S 1 R hún verði þá afhjúpuð 2. ágúst í sumar. Nýu frímerkin. Ekki verða þau hátíðabrigði að þeim, sem til var ætlast. Þau eru ekki fullgjörð enn og koma ekki fyrr en seint og síðarmeir. Að eins á að reyna að láta 4 aura frímerkin ná hingað fyrir 17. júní. Er þetta dárleg frammistaða, hverjum sem það er að kenna. Skipafrjeitir. E/8 Hólar komu í gær frá útl. og Vík. í Vík Var ékki hægt að- flytja í land og fara þeir þangað aftur í nótt. Ef að ís leysir frá Norðurlandi, fara þeir svo' norður. E/s' Ceres fer til útl. á mánud. E/s Vestri er inniteftur á Stein-. grímsfirði. Mikill ís þar fyrir utan. E/s Austri er áSeyðisfirði, komst vel fyrir Langanes. Sagði minni ís þar en áður. ísl. Falk ætlaði norður að aust- an en sneri við, við Langanes. Vetrarvertíðin. Úr listanum yfir skipin, þeim sem stóð í Vísi 14. þ. m. hafa failið 2 skip Fríða með 28 þús. og Björgvin — 35 — Vildu blöðin, sem listann hafa tek- ið upp — og getið heimiidar — athuga þetta. . Þjóðólfsuppoðið er ekki 9. heldur 2. n. m. Gefin saman: Björgvin Brynj. Jónsson snikkari Bjargarstíg og ym. Kristín María Guðmundsdóttir, 20. Hjörtur Hansson verslm. hjá Bryde og ym. Una Brandsdóttir, 24. ' Dánir: Ekkja Guðrún Eiriks- dóttir, Laugaveg 74, 58 ára. Dó 20. maí úr hjartaslagi. Jóhann Pjetur Ásmundsson tómt- húsmaður, Klapparstíg 18, 58 ára. Dó 20. maí. •»«•>?<•>« <c» K»>»«C>»«j» I Frímerki einkum þjónustufrímerki og Brjefspjöld kaupir EINAR GUNNARSSON hæsta verðí. Á afgr. Vísísis kl. 12—1. ; W . ¦', j •>?«< l I 8 I l I í Símskeyti. Akureyrí 26. ntaí. Hjer er nú kuldatíð. ísrek er töluvert úti fyrir og hafa hákarla- skip ekki geta legið við veiðar þess- vegna. Annars mikill hákall þegar stund fæst til að liggja. Fiskiskip- in hafa aflað vel. Jörundur Eyafjarðarbáturinn bil- aði út af Skaga og liggur inni á Kálfshamarsvík, Búist við að íþróttaflokkur all- j mikill komi suður á Jóns Sigurðs- j sonar hátíðina undir forustu "Lár usár Rist. Úr leikhúsinu skrifar einhver danskur »Ego«.í síð- asta Vísi og kvartar mest undan því, að eigi hafi verið leikið á hljóð- færi milli þátta, er þeir Danirnir Boesen og bans förunautar Ijeku »Et Dukkehjem«. Þettaer æðimikil rangfærsla, því að þar var einmitt leikið á strengleika bæði á undan Ieiknum og á mílli þáttanna.» Ego« er því annaðhvort heyrnarlaus eða hefur ekki verið inni milli þátta, sem hann kveður þó óumflýjanlegt. Það er öðru máli að gegna, að þessi hljóðfærasláttur hefði aö lík- indum ekki þótí. merkilegur, ef ís- lendingar hefði í hlut átt, og þess vil jeg geta í sambandi hjer við, að í Lundúnum er ekki leyft að hafa tvöfaldan flibba við kjól (eavning dress), en »man er ogsaa paa ís- land«. Það er vert eftirtektar, að leikara- flokkur Boesens kveðst hafa einka- rjett til að sýna leik þennan. Hví hafa íslendingar ekki fyrst fengið að vita um þetta einkaleyfi, eða er það Stórdaninn, sem tekur sjer þennan rjett hjer, af þvi að hann hefur hann í *Provinseme«? Halldórr. Verslunarfrjettir. Samkvæmt verslunarskýrslu, er ritstj. »'Þjv « barst frá Kauprfianna- hðfn í maí, vofu söluhoriur, að því er helstu íslenskar afurðir snertir, sem hjer segir: Saltflskur. Málfiskur, besta teg- und, hefur selst á 70—75 kr. skpd.—Smáfiskur á 60—65 kf.— ísa á 50—55 kr. — Langa, besta teg., á 65 kr. skpd. eða þar um. — Keila á 40—45 kr. — Upsi á 32 kr. skpd. eða þar um. Engin eftirspurn eftir hnakka- skýldum fiski sem stendur og því eigi auðið Sð gera ráð fyrir hærra verði fyrir hann, en fyrir óknakka- skýldan. v Deyfð yfir markaðinum, enda lítið, sem að berst sem stendur. Fyrirframsala til Spánar hefur enn eigi átt sjer stað, enn þess verður þó væntanlega skamt að bíða, að eitthvað frettist. HarBfiskur. Lítið um sölu. — Reynt að selja hann fyrir 70 kr. skpd., og er talið, að hærraVerð fáist eigi. Yfirleitt verður að ráða frá því, að verka harðfisk, þar sem fáir hirða nú orðið um hann, margt ódýrt fáanlegt á markaðinum, sem neytt er í hans stáð, enda eigi á það treystandi, að verðið hækki. Eins og Norðmenn verka hann, selst hann betur, og eftirspurnin þó sem stendur alls engin. Lýsi. Verðið viðunanlegt, að minsta kosti meðan ekki berst neitt á markaðinn til viðbótar.— Sennilegt, *að þá dofni yfir söl- unni. Ljóst hákarlalýsi selst nú á 43 —45 kr., en dökt þorskalýsi á 42 kr., eða þar um, og ljóst á hjer um bil 45—46 kr. — Að því er til meðalalýsis kemur, þá er salan daufari, og verðið um 95 kr., alt miðað við 210 pd. Sild. Síld seldist síðast á 8kr. 50 a., en óseldar liggja nú um 1000 tn., sem fyr greint verð fæst eigi fyrir. Sundmagar. Af þeim er eigi um neina sölu að ræða, sem stendur. /Hrogn. Engin sala, sem stend- ur. — Áskildar 40 kr. fyrir birgð- ir, sem hjer eru, en boðfæstvíst eigi hærra, en 34 kr. (fyrir 240 pd.) Selskinn. Selskinn hafa verið seld fyrir fram á 5 kr. 25 a. hver. Æðarilúnn. Fyrir hann voru síðast borgaðar 12V2 kr., en eigi var það besta tegund, og má enn gera ráð fyrir 13—14 kr. fyrirvel hreinsaðan dún, bestu tegundar. Þjóðviljinn. Hvar á forseta-líkneskið að standaP Seinustu blöðin telja það núfast- ráðið, eða því sem næst, að líkn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.