Vísir - 05.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 05.06.1911, Blaðsíða 2
V í S I R 4 4 4 4 Nýum rammalistum Tækifæriskort, Brjef- spjöld og Margskonar Veggmyndir & að veija yi Eyvindi& Jóni Setberg. >(¥¥¥¥¥¥ w É w I ¥¥¥W $¥¥¥¥¥¥9 *C¥¥* Til Viðars frá Ófeigi. ------ Niðurl, En úr því að þú vilt endilega vera að bendla bæarstjórn- ina við þetta »Bíó«-tal, þá skal jeg segja þjer það, að jeg er líka á þeirri skoðun, að bæar- stjórnin og »Bíó« ætti að hafa rheira saman að sælda en nú er. Aðeins hugsajegmjerþað kanske á dálítið annan veg en þú. Jeg vildi nefnilega, helst, að bæar- stjórnin tæki »Bíó« alveg að sjer, ræki það fyrir reikningbæarsjóðs með ströngu eftirliti hvað sýnt væri. Jeg hefi nýlega lesið í einhverju blaði, að stungið hefur verið upp á líku fyrirkomulagi í öðrum löndum, og synir það aö fleiri en jeg eru á þeirri skoðun, að almenningur mundi ekki tapa við það, að hið opin- bera hafi hönd í bagga með rekstri slíkra stofnana. Um tjörnina ætla jeg ekki aö skrifa að þessu sinni—endagef- ur grein þín mjer enga ástæðu til þess — og hins vegar á jeg von á að fá bráðum að sjá ýtar- lega grein um það mál í biöðun- um. — Aðeins vil jeg geta þess að engin ástæða er til að hætta við að hugsa um að prýða tjörnina, þó einusinni hafi ein- hver byssuprangari skotið svan á henni. Þess háttar strákapör eíga ekki að geta tálmað fram- gangi góðra fyrirtækja hjá sið- uðu fólki. Enda er ekki mjög hætt við slíku hjer, svo brögð verði að. Og að síðustu get jeg ekki varist því, að láta í Ijósi undrun mína yfir því, að nokkur maður skuli láta sjást eftir sig á prenti aðra eins fjarstæðu og þá, sem þú kemur með í grein þinni, viðvíkjandi tjörninni, nefnilega — »að menn hafi ekki þá skemtun sem þeir þurfa með af því að leggja fje sitt í tjarnarhreinsun og skrautgötu meðfram henni, af því að þeir geta ekki notið þess þegar í stað.*1 Sá hugsunarháttur sem fæðir af sjer slíkar kenningar er svo ræfilslegur — og mjer liggur við að segja ósæmilegur — að hann ætti að kistuleggjast — í »komp- aníi« með verstu myndunum í »Bíó« — til þess aldrei framar að sjá dagsins ljós. Lestrarskólinn nýi. Jeg las í þriðjudagsblaöi Vísis um þennan skóla sem Sigurður kennari Vigfússon ætlar að setjahjerá stofn upp úr hátíðinni. , Mjer leist þegar vel á hann, en af því að jeg hafði ekkert barn til þess að setja á hann þá fjell hann úr huga mjer aftur. Síðar hitti jeg Sígurð kennara og fjekk að vita að fáir hefðu sótt um skólann. Þetta virðist mjer mjög illa farið og jeg er viss um að ef ') Auðkent af mjer. ¦ Ófeigi ur. menn skildu það gagn sem hann gerir, þá yrði aðsóknin margföld við það sem skólinn gæti tekið. Hjer er að ræða um ágæta kenslu, kenslu sem börnin njóta með gleði og þessa stundina eru þau laus við götusollinn og hafa hollt aðhald. Þetta er einnig svo ódýr kennsla, sem mest má verða. Þú sem átt að sjá fyrir uppeldi barns á stöfunaraldri, hvað hefur þú hugsað fyrir því í sumar? Væri ekkí rjett að koma því á skóla Sigurðar, ef tími er enn til þess? Ari. Bræðrabýti. Eftir Rudyard Kippliny. ; Svona er nú enska rjettvísin ykkar — þú verndari hinna vesælu. — Líttu á bak miti og Iendar, sem lamið hefur verið með lurkum — Jeg er fátæklingur — og rjettlæti er ekki að finna hjá dómstólunum, Við vorum tveir bræður, tvíburar, en jeg sver það og sárt við legg að jeg fæddist fyr og að Ram Dass bróðir minn er þremur heilum andartökum yngri en jeg — það sagði Iíka stjörnuspámaðurinn og þannig er það skrifað í örlgaskrá minni — örlagaskrá Durga Dass. En við vorum líkir í sjón tví- burarnir, jeg og bróðir minn, sem er ærulaust kvikindi. Svo Iíkir, að enginn gat með vissu greint í sundur hver okkar var Durga Dass og hver var Ram Dass. Hvort heldur menn sáu okkur saman, eða sinn í hvoru lagi. Jeg er Mahajun frá borginni Pali í Marwar, heiðviður maður og orð mín eru sannleikur. Þegar við bræður vorum orðnir fulltíða menn fórum við úr föðurhúsum okkar í PíIot settums að í Penjah. Fólkið þar er alt aular og asnasynir. Við leigðum okkur búð í fjelagi bræð- urnir í Isser Jang. Búðin var hjá stórum brunni, og sótti þjónustu- fólk borgarstjórans vatn þangað. — En Ram Dass sem er lýgnari en alt sem lýgið er, slóst upp á mig saklausann og slitum við svo fjelags- skapnum. Hann tók höfuðbækur sínar, vörur sínar og nafnspjöld og gjörðist okurkarl í löngu götunni í lsser Jang, rjett við hliðíð á vegin- um til Montgomery. Það var ekki mjer að kenna að við flugumst á í illu. Jeg er Mahajun frá Pali og segi ætíð sannleikann. Það var Ram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.