Vísir - 07.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 07.06.1911, Blaðsíða 2
42 3 c: Flokkurinn kom til New York fimtudaginn 18. f. m. og var hon- um tekið tveim höndum. Föstu- daginn sungu þeir í einum mesta söngsal borgarinnar. Þar tók á móti þeim söngflokkur Norðurlandabúa, er þar eiga heima, með »söng- kveðju* Griegs. Áheyrendur voru svo margir sem fyrir komust og varð oft að endur- taka lögin. Þegar sunginn var »Ólafur Tryggvason* urðu fagn- aðarlætin sem mest og rigndi blóm- vöndum yfir söngmenninu lagið á enda. Daginn eftir kom flokkurinn til Washington og sungu þeir þá um kvöldið í Hvítahúsinu fyrir Taft forseta. Voru þar og viðstaddir fjöldi sendiherra frá ýmsum lönd- um. Á eftir þakkaði Taft söng- mönnum fyrir, hverjum einum með handabandi. Svo var setin dýrðleg veisla hjá danska sendiherranum Moltke greifa. Nú var. haldið til Chicago. Komu þeir þangað sunnudagsmorguninn og var tekið á móti þeim afmörg- um þúsundumNorðurlandabúa. Voru þar ýms fjelög fylktu líði meðfána sína, Um kvöldiö var sungið fyrir 3000 áiiayrendum og síðan gengið til veislu mikiliar. Sátu þar 1000 manna undir borðum, en er borð voru upptekin,! var farið að dansa og skemtu menn sjer hið besía. Daginn eftir keyrðu söngmenn- irnir á bifreiðum um borgina og skoðuðu það, sem þar var mark- verðast að sjá. Amerika og Y estur-íslendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. Inngangur. HvernigEer að vera í Ameríku? Líður íslendingum þar vel? Þess- um og þvílíkum spurningum er þráfaldlega beint að þeim mönnum sem hafa alið aldur sinn í nefndri álfu, en horfið svo heim aptur ann- aðhvort til að skemta sjer eða í þeím tilgangi að ílengjast á fóstur- jöröinni. Án þess að svara beint spurningum þessum, sem nærri mega kallast barnalegar hetir mjer komið til hugar að ekki mundi úr vegi að gefa ögn ljósari hugmynd um iandafræðislega afstöðu á byggðum þeim, sem íslendingar hafa tekið sjer bólfestu í, en þá sem menn alment eiga kost á að fá í landa- frasðisbókum hjer á landi. Fyikja- V í S I R skipting Kanada t. d. inun ekki vera nefnd á nafn, enda mun hana varla vera að finna á dönskum landa- brjefum. »The Edinburgh School Atlas«, sem borið hefir mjer fyrir sjónir hjer, hefur allgóðan uppdrátt af Kanada, enda er hún eins og kunnugt er liluti af breska ríkinu, og því við að búast að henni sje meiri sómi sýndur af Englendingum en Dönum. Ef menn hjer á landi vildu nokkuð fræöast um bústað íslendinga þar vestra, getur hin áðurnefnda landabrjefabók verið þeim góð hjálp jafnframt »Vestanblöðun- um«. Landnám fslendinga í Am- eríku er nú orðið svo atkvæðamikið, að því ætti að vera meiri gaumur gefin af ættbræðrum hjer heima aö því er mjer sýnist. Ætla mætti að eigi mundi fara síður á því að bræðurnir rjettust á vinahöndum og reyndu að skilja hvorir aðra, í stað þess að aumka hvorir annan eins og nú virðist helzt eiga sjer stað. Frh. almcnnings. Dönsku leikendurnir. Væminn og viðbjóðslegur er lof- söngur sumra blaðanna hjer um leikenduma dönsku. — Þau liggja flöt af aðdáun og sjá alt með dönsk- um gleraugum. — Ekki dettur mjer í hug að neita því, að til eru í þessum hóp góðir leikendur að því er sjeð verður, svo sem Fritz Boesen, Anna Boesen, Carl Groth og ef til vill fleiri. — En aftur aðrir nauða ljelegir. Svo er t. d. Arne Stöckel, Anna Alger, Anna Kjærgaard o. fl. Eg þori að ábyrgjast, að for- manni Leikfjelagsins hjer hefði aldrei komið til hugar að fara með annað eins dót í önnur lönd til þess að »ýna leik þess þar. — Jeg sje ekki að sumt af þessu fólki standi þeim allra verstu hjer mikið framar. — Hversvegna býöur hr. Boesen ís- lendingum þetta? Er þaö vegna þess, að hann á ekki ráð á öðru betra? Er það vegna þess að hann skortir greind til að sjá, hversu feykilega þessu fólki er ábótavant? Er þaö vegna þess, að þetta er nógu gott í »Eskimóanahjeruppi«? jeg geri ekki annað en spyrja. Ritstjórarnir gera ekki annað en klappa — og lirósa í blindni. Kolur. Bræðrabýti. Eftir Rudyard Kippling. Frh. Eg trúði Ram Dass bróður mínum fyrir allri þessari ráðagerð. Honum líkaði það vel og bað mig vera hughraustan og reyna að láta mjer batna sem fyrst. f veikinduni mínum opnaðist hjarta mitt fyrir bróður mínum ogjegsagði honum nöfn alira þeirra, er jeg ætlaði að stefna sem vitnum. Öll þessi vitni vpru auövitað skuldbundin mjer, en það gat hvorki dómarinn nje höfðinginn haft nokkra hugmynd um. — En hitasóttin var Iangvinn og þegar hún loks rjenaði fjekk jeg ákafa innantöku og búkhlaup. Þá hjelt jeg að dagar mínir væru tald- ir — en nú veit jeg að hún, sem gaf mjer meðölin, föðursystir mín — ekkja var hún og ekkjuhjarta bar hún í brjósti — að hún olli þessum seinni veikindum mínum. Ram Dass, bróðir minn, fullvissaði mig um að hús mitt væri læst og Iokað, og hann færði mjer stóra útidyralýkilin minn og höfuðbækur mínar ásamt öllum þeim peningum sem í húsum mínum voru — jafn- vel þá sem grafnir voru undirgólf- inu, því jeg var mjög hræddur um að þjófar kynnu að brjótast inn og grafa þá upp. Jeg segi aðeins það, sem satt er, Það var lítið um peninga íhúsi mínu. — Kannske tíu krónur. — Kannske tuttugu. — Hverng á jeg að geta sagt um það. — Guð veit að jeg er fátækur maður. Þá var það eitt kvöld að jeg varð enn á ný mjög veikur, svo að jeg lá rúmfastur um hríð. Þaðvareftir að jeg hafði sagt Ram Dass alt ráða- brugg mitt um málshöfðunina gegn höfðingjanum og Ram Dass sagði mjer að hann væri búinn að semja við vitnin, og gaf mjer lista yfir nöfn þeirra. Þegar mjer fór aftur að skána. — Jeg veit ekki eftir hve marga daga — spurði jeg eftir Ram Dass, og föðursystir mín sagði aö hann hefði farið til Montgomery erinda sinna. Hún gaf mjer inn meðal og sofnaði jeg fast og svaf lengi. Þegar jeg loks vaknaði var alt hljótt í húsi Ram Dass, ogeng- inn ansaði köllum mínum — ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.