Vísir - 07.06.1911, Blaðsíða 3
V í S 1 R
43
einu sinni föðursystir mín. — Þá
greip mig mikil hræsla, því jeg vissi
ekki livað skeð hafði. —
Jeg tók mjer staf í hönd og
gekk hægt og hægt uns jeg kom á
stóra torgið með brunninum. Hjarta
mitt var þrungið reiði viö höfðingj-
ann, því hvert spor olli mjer sárs-
auka.
Jeg kallaði til Jowar Singh —
timburmannsins. — Nafn hans stóð
efst á listanum yfir vitnin, sem áttu
að bera vitni fyrir inig gegn höfð-
ingjannum: »Er nú alt undirbúið
og í röð og reglu* sagði jeg, »og
veistu nú hvað þú átt að segja«?
Jowar Singh svaraði: »Hvað á
þetta að þýða — og hvaðan kemur
þú Durga Dass«?
»Úr rúminu mínu* sagði jeg:
málshöfðunina. — Hvar er Ram
Dass bróðir minn?
En Jower Sing hristi höfuðið, og
kona nokkur nærstödd æpti hástöf-
um: »Hvaða bölvuð lýgi er þetta!
Hvaða deilum hefur höfðinginn svo
sem átt f við þig okurkarl? — Það
þarf sannarlega blygðunarlausan
mann og trúníðing til þess að nota
þjáningar bróður síns sjer í hag.
— Eru þá þessir okurkarlar alveg
tilfinningarlausir?*
En jeg æpti líka og sagði: »í
nafni kýrinnar, — í nafni hinnar
heilögu belju, í nafni allra heilagra.
— Það var jeg — og enginn ann-
ar en jeg sem laminn var — lam-
inn því nær til dauða! — Berið
sannleikanum vitni ó! íbúar í Isser
Jang.ogjegskal borgavitnunum.* Og
Stóxu smóu - vómoevs^u
tetn, stit\5tett\ o$
atlstiouav ö^vu tetv\^úuum,t\ó5<Sa-
tetu o.s. soo 09 e\atut\auóav-
stu\Jt - S'óstum o$ tausum
ótetipuða - &m$v'\ tó^uu.
'31tá pauta á a5$m<Sstu*\D\s\s.
I
é
m
9M
»Jeg hefi lengi legið veikur, og
það er höfðingjans sök. Hvar er
Ram Dass bróöir minn, sem átti að
semja við vitnin. Þú og þínir
hljóta vissulega að vita þetta!*
Þá sagði Jowar Singh. »Lygar-
inn þinn! — hvað kemur þetta
okkur við? Jeg er búinn að bera
vitni og hefi fengið mína borgun,
og höfðinginn hefir eftir úrskuröi
rjettarins, borgað bæði fimm krónur
í viðbót fyrir áverka og ofbeldi við
bróður þinn.
Mjer sortnaði fyrir augum svo
að brunnurinn og stóra eikin hjá
honum, og alt þorpið í Isser Jang
hvarf mjer sjónum. En jeg studd-
ist fram á stafinn og sagði: »Þetta
er meiningarlaust bull — það var
jeg, sem höfðinginn misþyrmdi, og
jeg er nú kominn til að undirbúa
jeg skalf og nötraði, því veikindin og
sársaukinn eftir barsmíöina þjáði mig.
Þá bar Rain Norain að, — hann
sem heldur til hjá stóru eikinni og
skrifar briefin fyrir alla bæarbúa —
og hann sagði: »í dag er fertug-
asti og fyrsti dagurinn síðan árásin
var giörð, og sex dagar eru síðan
að dómur fjell í málinu. — Ogdóm-
fulltrúinn dæmdi bróður þínum í
vilað þjófnaður hefði verið framinn,
því jeg bar einnig vitni um það,
eins og um alt annað, sem vitnin
báru. — Það var mesti fjöldivitna,
og tvisvar sinnum leið yfir Ram
Dass í rjettarsalnum af meiðslunum,
og Stunt Sahib færði lionum stól
til að sitja á frammi fyrir ölium
lögmönnunum. — Hvers vegna
æpir þú Durga Dass? — Alltþetta
skeði alveg eins og jeg hefi nú
0
skýrt frá. — Eða er ekki svo?« —
Og Jowar Sing sagði: »Það er
sannleikur. — Jeg var einnig við-
staddur — og á stólnum lá rauð
sessa.c
Og Ram Norain sagöi ennfremur:
»Þessi dómur hefur orðið höfðingj-
anum mjög til smánar; og af ótta
fyrir reiði hans er Ram Dass flutt-
ur alfarinn aftur til Pali með öllu
skuldaliði sínu. Ram Dass sagöi
okkur, að óvildinni milli ykkarbræðra
væri lokið, og að þú hefðir farið
á undan honum, til þess aö koma
á fót verslun í Pali. — Og sannar -
lega væri það hyggilegast af þjer
að fara hjeöan, því höföinginn hefir
strengt þess heit, að nái hann tök-
um á nokkrum af ykkar ætt, þá
skuli hann hengja hann á fótun-
um upp á brunnvinduna, og lemja
hann þar hangandi með lurkum, þar
til blóðið springur út úr hlustum
hans. Það sem jeg hefi sagt þjer
um málaferlin er satt, einsogþessir
menn hjer geta borið — einnig
hvað fimm hundruð krónurnar
snertir.*
Jegsagði: »Voru það fimm hundr-
uð krónur* ? og Kirpa Ram svaraði:«
»Fimm hundruð; því jeg bar líka
vitni*.
Og jeg andvarpaði, því jeg hafði
hugsað mjer að segja aðeins tvö
hundruð.
En nú greip mig nýr ótti, og
hjartað drap stall í brjósti mjer, og
jeg hljóp sein fætur toguðu heim í
hús Ram Dass, og fór aö hyggja
að höfuðbókum mínum og pen-
ingum, sem átti aö vera geymt
í stóru kistunni undir rúminu mínu.
Þar var ekkert — ekki svo mikið
sem einn eyrir. Ölluvar stolið og
rænt af djöfli þeiin, sem kallar sig
bróður minn. — Jeg fór þvínæst
heim í mitt eigiö hús ogleitaðiþar
en þar var ekki annað að finna en
rotturnar, sem »spássjeruðu« þar á
milli kornkarfanna. Þá varð jeg
hamslaus og reif klæði mín, og
hljóp aftur á brunntorgið æpandi
og ákallaði rjettvísi Englending-
anna gegn bróöurmínum, ogí æði
mínu æpti jeg svo allir heyrðu að
höfuðbækur mínar vaeru horfnar.
Þegar fólkl'ð sá aö jeg ætlaði að
fleygja mjer í brunninn trúðí þaö
sögu minni — enda styrktíst það í
trúnrti, er það sá að jeg bæði á
baki og brjósti bar ótvíræð merki
barsmíðarinnar. Frh.
Útgefandi:
EINAR GUNNARSSON, Cand. phil.