Vísir - 08.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 08.06.1911, Blaðsíða 2
V f S I R 46 J^Vlinnist Jóns Sigurðssonar með gjöftilHeilsuliælisins Vísi um daginn, þá vega þeir lítið að gildleika á móti slíkum ofjörlum. Er það mjög haft til sýnisámyndum að göng hafa verið gerð í gegn um trje eilt,eftii vill allt eins mikið að gamni sem af þörf, sem eru svo víð og há að ríðandi maður fer með hægu móti gegn um þau, en trjeð sakar ekki. Annari mynd er og mjög haldið á lofti, sem sýnir trjástofn er gerður hefir verið að danspalli, þar sem nokkur pör hafa nægilegt dansrúm. í skemmtígatði einum í Borginni Vancouver á vesturströnd Kanada er trje eitt svo stórvaxið að tveir af hinum stórvöxnu keyrslu- hestum þess lands geta hamað sig hlið við hlið í hvilft í rót þess, og virðast eftir mynd að dæma eigi taka upp meira rúm báðir saman en sem svarar þriðjungi af þver- máli rótarinnar fyrir ofan jörð. Slík eru sýnishorn af hinum hrikavaxna trjávexti á vesturströnd Ameriku. Ekki að nefna það; að strönd sú er sannnefnd Paradís hvað ávaxta trje og blómskrúö áhrærir. Austan fjallanna er undirlendi og sljettur afarmiklar og ríkir þar meginlandsloft; þar til dregur aust- ur að Atlandshafi, þar sem landið á ný nýtur hinnar heitu hafrænu er Golfstraumurinn flytur að strönd' um þess. Pareð suðurhluti Bandaríkjanna Rggur svo sunnarlega í tempraða beltinu og nýtur svo vel hinnar suðrænu sólar, getum vjer vænstaö þar gefist sígrænir skógar og þrif- legur jurtagróði og reynist það þá einnig svo, Getur þar að líta ríku- lega uppskeru af sykur, baðmull og tóbaki, er aðeins fær þrifist í heitu loftslagi. Ekki ber á íslendingum á þeim svæðum, að mjer er kunnugt, þótt engan veginn sje takandi fyrir að þeir kunni að finnast þar. Nyrðri ríkin eiga betur við þeirra hæfi. Þar er loftslag áþekkara því er vjer eigum að venjast, og skulum vjer því snúa oss þangað. Frh. Kosta Jafnt: / kaffibolli—og Vísir í hálfanmánuð. Semjið við drengina að koma daglega. J f almennings. Hvar á Jón Sigurðsson að standa? Mig minnir, að jeg hafi heyrt einhvern Iærðan mann segja, að ís- land væri um 1900 fermílurá stærð. Þetta held jeg að hljóti að vera haugalýgi — eitthvað öðru nær. Það bendir að minsta kosti ekki á það, að Iandið sje ýkja viðlent, að 18 Mímishöfuð, sem lögð voru í bleyti á jólaföstu í vetur, hafa hvergi getað komið fyrir líkneski af Jóni Sigurðssyni, — og loksins út úr neyð ákveðið að setja það á gang- veginn upp í >almenna mentaskól- ann* (!!) Það hlýtur að vera mikil land- þröng, þar sem slíkur staður er valinn handa líkneski þjóðmála- skörungs, — því að varla er það ætlunarverk styttunnar að vera skot- mark fyrir snjókögglahríð náms- barna. Fortakslaust er þetta Iakasti stað- urinn, sem nefndur hefir verið á nafn í öllum bænum, og eru til- lögurnar þó margar og misjafnar. Hvernig stendur á þessu? Þeir, sem þessu ráða, eru þó, vænti jeg, ekki að geyma bestu staðina handa líkneskjunum af þeim sjálfuin, sem þeir halda sjálfsagt að þjóðin reisi þeim á aldarafmæli þeirra fyrir öll afreksverk í þarfir hennar?! Sjálfsumhyggja og fyrirhyggja eru góðir kostir, víst um það. — En óþarft verð jeg þó að telja það, að láta Jón Sigurðsson þoka fyrir til- vonandi lfkneskjum þessara manna. Þau verða varla sett annarstaöar en í Ódáða-\\X2MX\, enda þar best kom- in. ___________fieggur. Standmynd Jóns Sigurðssonar er sjálfsagt að láta standa fram- undan alþingishúsinu. Það er orðið alleftirtektavert þetta þjark um minnisvarðan.hvar hann eigi að standa og á end- anum verður hann nátturlega ein- hverstaðar settur í óþökk við marga. Mig minnir að jeg heyrði fyrst í vor rödd frá einverjum um það, að ekki væri illa til fallið að láta líkneski forsetans standa á svöl- um alþingishússins, en svo var hún víst strax kveðinn niður aftur. Jeg hefi stundum veriðað velta því fyrir mjer síðan og hefur þá ekki betur fundist en að þar væri einmitt hans rjetti staður. JónSigurðsson varstjórn- málamaður og lagasmiður, en hvorki skólakennari nje laga- vörður (stjórnandi). Úr því Thor- valdsen var ekki látinn víkja, sem reyndar hefði mátt nefna, og láta Jón koma í'staðinn fyrir hann, þá mátti hugsa sjer hann svip- mikinn og tignarlegan vera kom- inn út á svalir alþingishússins og ávarva þingmennina, sem stefna að húsinu. Innihaldið ætti hver meðalgreindur þingmaðurað geta ímyndað sjer. Ef til vill væri betra að laga svalirnar fyrst, áður en forsetan- um yrði boðið út á þær, ef þær skyldu þykja of tilkomulitlar eins og þær eru núna. En naumast trúi jeg öðru en að allmikið bæri á'gamla manninum þarna uppi, væru ójöfnurnar teknar af húsinu og það hvíttað. S. StandmyiLdiiL. Nú eigum við að fá hjer í sumar fagra standmynd af Jóni Sigurðs- syni. En ánægjan getur orðið lítil ef að myndinni verður holað á mjög óviðurkvæmilegan stað, svo sem nú mun í ráði. Merkilegt er það hve menn eru nauða smekklausir f vali staðárins ‘þar sem það virðist liggja í augum nppi að sá rjetti staður er fyrir framan Alþingishúsið. Á Kj.rkju- strœti fyrir miðju Þinghúsinu á hin tignarlega mynd að standa. Þó að lítin boga þurfi að taka af Austurvelli er það ekki til veru- legra skemda. í þeim boga ættu svo að vera bekkir fyrir menn að hvíl- ast á. Hjer eru hvort sem er svo margar götur skældar og vanskap- aðar að óþörfu, að ekki myndi bera á því þó þessari götu væri breytt — vegna Jóns Sigurðssonar. Ari. Lang fegursta myndin af h öfn- inni, sem til er, þar sem allur fiskiskipaflotinn sjest ásamt Ing- ólfi, er tekin af Magnúsi Ólafssyni. Kostar aðeins 3,00 kr. upplímd Fæst á afgr. Vísis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.