Vísir - 08.06.1911, Side 3

Vísir - 08.06.1911, Side 3
V í S I R 47 „Eitthvað verðum við að hafa.“ Jeg var að lesa Vísi. Jeg les hann æfinlega frá upphafi til enda. Optast legg jeg hann frá mjer með niestu ánægiu, en í þetta skifti varð jeg öskuvondur. Hann var að tala um eltingaleik ungra kvenna við leik- endurnadönsku. Ogmjerfanst það alt stýlað til dóttar minnar hennar Böggu. — Hún hefur gert mjer þann fjandans grikk í vetur, að elta alla útlendinga á röndum. Og eiginlega liefur hún verið hreint ótæk síðan Þýskararnir voru hjerna um árið. Þeir kveiktu í henni, og síðan hefur hún ljómað eins og gaslampi framan í alla útlendinga. — Jeg ímynda mjer að hún sje það fyrsta, sem þeir sjá hjer á göt- unum og líka það síðasta. — Og óttaleg ósköp þarf hún á fæturna — og höfuðið. Nú síðast hefir hún hvolft einhverju ferlíki á sig, sem mest líkist rjómatrogi í sveit. »Heyrðu, tóan þín«, sagði jeg, »ertu að elta þessa dönsku leikara?« »Jeg, guð varðveiti mig«, sagði Bagga, og lagaði trogið á hausnum á sjer. — »Já, þú, víst ertu að því — og einar tvær aðrar«, sagði jeg, »og nú eruð þið komnar í blöðin.« »Nei, nei, það eru víst hinar, hún Álka og þær, því þær eru nú alveg vitlausar*, sagði Bagga. »Onei, það eruð þið; vcrt’ ekki að þræta, úrþvættið þitt«, sagði jeg og barði saman hnefunum. »Þræta«, sagði Bagga og hneigði sig fyrir sjálfri sjer í stóra speglin- um mínum. Svo fór hún að bera feiti á áblástur, sem hún hafði á neðri vörinni. »Hvað heldurðu að hann afi þinn segi hann Ingimundur, þegar hann frjettir þetta«, sagði jeg. »Hann afi«, sagði Bagga og glotti. — »,Sko þá litlu, engin ættarskömm ætlar hún að verða1. Jeg býst við að hann segi ekki annað.« Jeg varð alveg orðlaus dálitla stund. Svo sagði jeg rjett si-sona: »Þá er þó skárra skömminni til að þið eltið íslendinga.* »Ekki til neins«, sagði Bagga hvatvíslega. »Margreynt. Og eitt- hvað verður maður að hafa.« »Jeg fyrirbýð þjer að láta sjá þig fleiri kveldin með þeim«, sagði jeg og barði í borðið. »Jæja, þá lokum við okkur inni«, sagði Bagga og rauk út og í 3 eða 4 sporum var hún komin niður fyrir læk — þetta litla hljóp hún. En nú loka jeg hana inni þegar hún kemur heim að jeta næst, því að ætt Ingimundar iná ekki við öðru eins og þessu. Ingimundur Ingimundarson. Útgefandi: EINAR OLiNNARSSON, Cand. phil. Bræðrabýti. Eftir Rudyard Kippling. Frh. TimburmaðurinnJowarSingh náði í mig og hjelt mjer föstum, og vatt mjer á ýmsa enda íhöndumsjer,— því hann er rammur að afli — og sýndi örin á líkama mínum, oghló svo að hann ætlaði aö rifna. Hann kallaði svo háttað heyrðist um allan bæinn: »Óhó! hrafnarnir eru farnir að kroppa augun hvor úr öðrum, og þessi hefur lotið í lægra hald- inu. Sannarlega hefur þessum manni verið misþyrmtógurlega, og bróðir hans hefur hirt peningana, sem dóm- stólarnir hafa dæmt honum í sára- bætur. Ó! okurkarl! Þetta færðu að heyra fyrst um sinn. — Hrafnam- ir eru farnir að kroppa augun hvor úr öðrum — og það sem meira er í varið er að höfuðbækurnar eru brenndar. Allir þjer! sem skuldið Durga Dass — og jeg veit að yðar tala er legió — heyrið þiðaðbæk- urnar eru brenndar!* — Og öll borgin Isser Jang hrópaði í sífellu að bækurnar væru brenndar — Æ! Æ! að jeg í óviti mínu skyldi ljósta þessu upp! — og allir bæarbúar hlógu að mjer og drógu dár að mjer — þeirskömmuðu mig eins og þeir skammast í Penjahog það er voðalegt, og þeir lömdu mig með lurkum og jusu yfir mig kúamykju unz jeg hneig til jarðar og bað um vægð. Skrifarinn Ram Narain bað nú fólkið að hætta þessum látum, því hann óttaðist að þetta kynni að frjett- ast til Montgomery, ogyrðuþálög- regluþjónar sendir þaðantil þessað rannsaka málið. Og hann sagði viö mig — og haföi mörg háðs- yrði yfir. »Jeg vil sýna þjer meðaumkvun Durga Dass, þrátt fyrir það þó þú sýndir enga vægð þegar þú áttir viðureignina við systurson minn í málinu sæla um svörtu kvíguna. — Á engin ykkar hjer neina húðar- bykkju, sem er einskisvirði, til þess vö láta hann hafa, svo að hann kom- ist undan? — Því ef höfðinginn kemst að því, að annar þessara bræðra sje hjer í bænum — og Guð veit hvort hann hefir misþyrmt öðrum þeirra eða þeim báðum — en svo mikið er víst, að þessi maðurhefur verið laminn — en komist hann að því segi jeg, að þessi maður er hjer, þá endar það með því að hann drep- ur hann, og þá fáum við alla lög- regluna hingað og hún fer í hvers manns hús og snuðrar í hverjum krók og kima og jetur altsemtönn festir á.« Niðurl. dblblblblblblblblblbte^^ PAPPffiS-« EOTANGA-YEItSLMÍ er opnuð hjá * fr *\Jex^uxv\xvxv\ JSyóxxx *y,x\sV^\vssoxv f dag f sjerbúð í austurenda hússins. Þar verður á boðstólum vandaðar og ódýrar tegundir af pappír og ritföngum — það besta er hingað hefur flutst. — Við vonum að heiðraðir viðskiftavinir okkar, líka í þessum vörum, sýni okkur þann velvilja, að versla við okkur, og geri okk- ur þá ánægju, að Iíta á vörur okkar, og niunið þjer sannfærast J um, að við seljum ódýrast og höfum smekklegast valdar vörur. ■* Virðingarfylst. ^exsluxvvxv í&\öxxv ^Cxvs^átxvssoxv.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.