Vísir - 11.06.1911, Síða 1

Vísir - 11.06.1911, Síða 1
Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. 25blöðinfrá21.maí.kosta:Á skrifst.50au, Afgr. áhominuáHotel Island ll-3og5-7 þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. Send út um landóO au; — Einst.blöð3au. Oskað að fá augl. sem tímanlegast. Sunnud. tl. júnf 1911. Só! í hádegisstað kl. 12,27' Háflóð kl. 4,55' árd. og kl. 5,13' síðd. Háfjara kl. 11,7' árd. og 11,25' síðd. Afmæli. Einar Þorkelsson, skrifari. Póstar á morgun. E/s Botnia kemur frá Vesturlandi. Hafnarfjarðarpóstur kemur kl. 12,fer4. Kjósarpóstur kemur. Veðrátia í dag. Loftvog *43 £ '< Vindhraði Veðurlag Reykjavík 764,2 h 7,0 V 1 Móðða Isafjörður 765,0 - - 8,4 0 Þoka Blönduós 765,9 h 6,5 NA 1 Þoka Akureyri 762,5 -f- ú,5 NNA 3 Þoka Orímsst. 730,8 -H 4,7 0 Alsk. Seyðisfj. 763,3 -4- 6,1 A 3 Alsk. Þórsliöfn 763,0 + 9,4 0 Skýað Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = | go!a, 4 = kaldi, 5 =. stinningsgola, 6= j stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8= | hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveðúr, 12 = fárviðri. y Ur bænum. Fermdir eru í dag í Dómkirkj- unni 4 málleysingjar. Sjera Fr. Fr. fermir þá. Gefin saman: Jósef MagnÚ6son trjesmiður og ym. Guðrún Guð- mundsdóttir. (8.) Fiinrik Erlendsson læknir og ym. Súsanna Friðriksdóttir. (9.) íþróttavöllurinn verðuropnaður til afnota í dag kl. 4 síðd. — Að- gangur kostar 35 aura. Brjefaskrína: K.......r. — Greinin kom of seint. Örnólfur, Hafliði og Ó. J. — Greinar ykkar koma í næsta blað. Skipafrjettir. E/s Sterling fór frá Leith í gær- morgun. Háskólaembættin. í þau er skipað frá 17. þ. m.: Við lögfrœðisdeild professorar: Lárus H. Bjarnason, Einar Arnórs- son og Jón Kristjánsson. Við lœkttisfrœðisdeild professor- ar: Guðmundur Magnússon og Guðm. Björnsson. Við guðfrœðisdeild professorar: Jón Helgason og Haraldur Níels- son, og docent: Eiríkur Briem. Við heimspekisdeild professorar: Bjorn M. Ólsen og Ágúst Bjarna- sonogdocent: Hannes Porsteins- son. Háskólakennararnir hafa kosið forstöðumann skólans (Rector Magnificus) Björn M. Ólsen og forstöðumenn deildanna þá Lárus H. Bjarnason, Guðmund Magnússon, Jón Helgason og Ágúst Bjarnason. í Minnist Jóns a ji Sigurðssonar i með I gjöf tilHeilsuhælisins J úUbtvduwi. Merkilegt erfðamál. ‘Litli greifinn nær rjetti sínum.« Fyrir skömmu var æfmtýralegt erfðamál Ieitt til lykta á Þýskalandi, sem staðið hefur mörg ár og vakið mjög mikla athygli, enda sótt með mesta ofurkappi. í Wroblevo á Póllandi bjógreifi sá, er Kwilecki hjet, höfðingi mikill og kyngöfugur. Hann átti konu við sitt hæfi. Þau voru nokkuð roskin að aldri, og var sá ljóður á þeirra hag, að þau höfðu ekki son eignast til þess að taka við erfðum þeirra og nafnbótum. Lá því ekki ann- að fyrir, en að óðulinn fjelli tilannara ættingja greifans. — En árið 1897 ljet grefinn það boð útganga, að þeim hjónum væri sonur fæddar. Þá var hann 57 ára að aldri, og frúin 51. Nokkrir náfrændur greifans ruku upp til handa og fóta við þessa fregn og heimtuðu málsókn gegn greifahjónunum fyrir svik. Hjónin voru sýknuð eftir langan málarekstur og datt málið niður að sinni. En fjórum árum síðar kom fram kona járnbrautarþjóns nokkurs, Cecilia Meyer, og kvaðst vera móðir »litla greifans«, og hefði hún selt hann greifafrúnni nýfæddan. Nú hófust grimmustu málaferli af nýu, mjög flókin og langsótt. Loks gekk dómur í málinu 1909 og fjell á grefahjónin, en þau áftýuðu tafar- laust. Hin keisaralegi æðsti dóm- stóll í Leipzig hefur nú Iagt þann dóm á málið, að »lilli greifinn«, Jósep Kwilecki, sje sannur son greifahjónanna og rjettborinn til óðala þeirra, nafnbóta og rjettinda. Samkvæmt dómunm eignastþví »Iitli greifinn eignir, sem virtar eru á 9 miljónir króna. Hann er nú við nám í skóla nokkrum í Breslau, efnilegur piltur, fríður sýnum með svart hár, og nú orðinn heimskunn- ur af þessum Iangvinnu róstum, sem orðið hafa um eignir hans og uppruna. Rouvfer bankastjóri Frakklands- banka og aðalmaður í »Franska bankanum* sem hjer átti eitt sinn I að stofna, er nýlega dáinn. Lang fegursta myndin af höfn- inni, sem til er, þar sem allur fiskiskipaflotinn sjest ásamt Ing- ólfi, er tekin af Magnúsi Ólafssyni. Kostar aðeins 3,00 kr. upplímd Fæst á afgr. Vísis.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.