Vísir - 13.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 13.06.1911, Blaðsíða 2
58 V l S I R Fyrst var spilað á horn. Því næst vatt sjer upp á pallin Ólafur Björnsson ritstjóri og flutti vígslu- ræðu vallarins, skýrði í stuttíi máli frá sögu hans. Meðal annars flutti ræðumaður dr. Valtý Guðmundssyni þakkir fyrir 2000-króna bakábyrgð hans — / orði; — en nú' ér eftir að vita hvort þakkirnar verða eins á borði; þ. e. á kjörborðinu, eins og doktorinn hefir ætlast til, því að hann kvað verða hjer í kjöri við a!- þingiskosningarnar í haust! . íþróttasýningin. Þá gekk sveit leikfimimanna upp á pallinn. Voru þeir hvftklæddir með blám beltum um mitti. Jón Halldórsson skipaði fyrir á dönskul! Sýndu þeirýmsar líkamsæfingar byrj- enda, mjög tilkomu-litlarjsíðanstukku þeir »yfir hestinn* og var það betra og fleiri slíkar æfingar sýndu þe'r, sem ekki kvað mikið að. Ýmsir piltanna eru þó fræknir og íimir menn. — Loks farið í knattleik á vellinum. Höfuð-hneyksli þótti öllum það, þeim semjeg heyrði il, að allar fyrirskipanir leiksins fóru íram á dönsku!— Slíkur skrælingja- skapur er algerlega ósæmilegur. /.lerkilegt, að Ungmennafjelagar, sem 7ÍÖ þetta eru riðnir, skuli láta slíkt við gangast innan sinna herbúða. Ungmennafjelögin segjast þó vilja hreinsa málið og hafa jafnvel stund- um lagt sektir við ef hrotið hefur útlent orð á málfundum þeirra. Margir töluðu um, að rjettast væri að ganga burt af vellinum, þegar þeir heyrðu hneykslið, en íslenskt meinleysi umber mikið og svo var í þetta sinn. En það er áreiðan- legt, að menn láta ekki oftar bjóða sjer þessa þjóðarháðang og ættu fje- lögin því að auglýsa það fyrirfram hje;- eftir, ef það er tilætlunin að halda uppteknum hætti. — Þá geta menn verið heima, nema þeir, sem vilja fara suður á mela til þess að læra dönsku. Kurteisi kostar ekki peninga en þó er heldur litið um hana stund- um, og sást þess dæmi á vígslu- samkomunni: Á bekkjunum sat enskur botn- vörpuskipstjóri meðal annara áhorf enda, gegn og prúður maður. Bekk- irnir urðu brátt fullsetnir, eins og von var tii. Þegar leikurinn er byrjaður kom fröken einhver og vildi fá sjer sæti, en þau voru engin auð. Einn af umsjónarmönnunum skimar eft/r bekkjunum, kemur loks auga á skipstjórann, ríkur í hann og vísar honum á burt. Skipstjór- inn stóð þegar upp og gekk á burt, en frökenin flýtti sjer í volgt sætið. Ólíklegt þykir mjer, að þetta hefði verið kölluð kurteisi i Englandi, gegn útlendum »gentle«manni. — En sinn er siður í landi hverju. __________ Landi. ;Dót." Svo minnir mig, að nefnt hafi verið í blaði eitthvað af leikenda- flokknum danska. »Dót« var það — eða eitthvað í J þá áttina. Og mjer gramdist, þegar jeg las þetta. En nú hefur einn úr hópnum — Groth nokkur — gerst til þess, að færa fólki heim sanninn um, að orðið var ekki illatilfundið. Hann virðist að minsta kosti ekki háttyfir þann flokk mannkynsins hafinn, sem oft er kallaður »dót«. Því að á laugardagskvöldið var, gerðist hann svo ósvífinn að bjóða almenningi — í einhverjum helsta samkomustað bæjarins — svo grómteknar klám- vísur, að vart mundu þykja fram- bærilegar á auðvirðilegustu stöðum í öðrum löndum. Og lítil afsökun er það, þó að hann flytji þetta •«góð- gæti« með afkáralegum brettum í andliti og pati út í loftið, og kalli það list. Því svo hugsunarlaus og tilbreytingarlaus er meðferðin á því, sem hann fer með, og svo gersneydd öllu, sem gert getur vísnasöng skemti- legan, að maðurinn ætti að hafa vit á, að taka ekki á þessari »list« sinni, nema þá í hópi sinna líka. Og röddin er ekki á við meðal hrafnsrödd, —; ekki eins hreimmikil. Að bjóða mönnum slíkan vísna- söng, á megnustu fyrirlitning skilið. Hr. Johansen sem ljek undir söng- inn á hjer nokkra sök. Hann hefði átt að koma viti fyrir manninn. Því aðhr. Johansen ervæntanlega »fínni pappír« en svo, að honum þyki sæmandi að bjóða öllum almenn- ingi slíkan óþverra. Brandur. inu, sem sje skamma allir Jóns Sigurðssonar nefndina fyrirstað þann sem hún hefur valið Jóni til að standa á. Heggur hefur orð fyrir þessum þremenningum og er það víst af því að hann hefur verið álitinn gáfað- astur af þessum 3 spekingum, og get jeg líka viðurkent það, að hann hefur bæði höfuð og herðar yfir þá frá andlegu sjónarmiði. Hann lastar einungis stað þann sem Jóni er ætlaður, en sjer sjer ekki fært að benda á neinn annan, og að því leytinu er hann gáfaðri en hinir. Eina röksemdin, sem hann færir gegn staðnum er sú að þar verði hún fyrir snjókúlum skólapilta; aum er sú ástæða, auðsjeð er að henni er slegið fram af manni sem þjáist af röksemdaskorti; það er líkt og þegar druknandi maður grípur í hálmstrá. jeg er ekki einungis viss um að skólapiltar láta Jón í friði heldur mun þeim einnig vera sjerstök ánægja að því að sjá standmynd hans á blettinum, eða veit Heggur ekki að hvert mannsbarn á landinu fyllist lotningu og virðingartilfinn- ingum í hvert skifti sem á For- setann er minnst, hvað þá heldur þegar hann stendur í fullri líkams- stærð okkur augliti til auglitis, og í því að sýna Jóni Forseta tilhlýði- legan heiður eru skólapiltar engir eftirbátar annara. Frh. Örnólfur. Jón Sigurðsson. Rvík. 9. júní. 1911. I gær komu fram í »Vísi« þrír heiðursmenn og hugsandi borgarar sem kölluðu sig Hegg, S., og Ara og keppa þeir allir að sama mark- Þjófnaður. Jeg hefi dvalið nokkur ár erlendis í stórum og fjölmennum borgum og hefur mjer aldrei orðið skota- skuld úr því, að vernda muni mína fyrir þjófum og bófum; þeir eru þó ekki svo sjaldgæfir þar, sem eðlilegt er af fjölda stórborganna, því misjafnir sauðir finnast í mörgu fje. Jeg er íslendingur og hjelt jeg, að ekki þyrfti að brúka jafn mikla varkárni er til íslands væri komið, en hvað skeður; jafnskjótt sem jeg er kominn upp á steinbryggju bæ- arins með farangur minn, sem ekki var mikill, voru nýleg vatnsstígvjel frá mjer horfin og verö jeg að á- Iíta að þeim hafi stolið verið vegna þess, að enginn hefur gefið sig fram, er þau hafi til hirðingar tekið sem ráðvandur maður samkvæmt beiðni minni með auglýsingu í síð- asta tölublaði ísafoldar. Ekki vil jeg verða til þess, að bera óhróður á landa mina að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.