Vísir - 20.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 87 Leó og andatrúarmönnuin, að þeir reyna að varpa hjátrúarblæ yfir orögð sín—kenna »öndunum« um þau,—en hann gjörir það alt sjálfur ofureðlilega, sem áhorfendunum kann að virðast óskiljanlegt fyrst í stað. — En lipur er Leo í brellunum — það er satt — og mikið hefði Indriði getað lært af honurn —, að minnsta kosti sagði maður úr anda- trúarfjelaginu sáluga(?) við nrig í gærkveldi eftir sýningarnar : »Já, ef þeir hefðu verið svona smellnir í Tilraunafelaginu, þá hefði jeg víst orðið stöðugurí andatrúnni.* Reykjavík 18. júní 1911. Áhorfandi. Fýrirspurn. Getur það verið rjett, sem stóð í Vísi á dögunum, að ráðherra Kristján Jónsson hefði látið í haf á Botniu 14. þ. tn., úr því að jeg hefi fyrir augunum bankavaxtabrjef und- irskrifað hér af nefndum ráðherra 16. þ. m. ? Kfiiipandi Vísis. Svar: Jú, ráðherrann fór. Dauðavofur í húsum. Eftirfylgjandi grein, rituð af F. C. Walsh Iækni, er tekin úr janúar hefti »The Tecnical World Maga- zine«, þessa árs. Þótt undarlegt megi virðast, þá gefa nútíðar vísindalegar rann- sóknir og uppgötvanir talsverðan byr undir vængi hinnar úreltu hjá- trúar fyrri daga. Nútíðar lyfja- fræðingar hafa fundið ýmsan vott þess, að öll efni, þegar reynd eru til þrauta, kunni að hafa upptök í einhverju sameiginlegu efni, og styrkja með þessu að nokkru leyti hina gömlu hugnrynd gullgerðar- trúarmanna, að mögulegt væri að breyta hinum ódýrari málmum í gullmálm. Jafnvel hjátrú for- feðra vorra um drauga og aftur- göngur, er að nokkru leyti studd og rjettlætt. En vofurnar eru nú ekki lengur sömu tegundar, sem menn áður sköpuðu í hugum sín- um. Á fyrri tímum voru þeir vanalegast skoðaðir sem hræðandi verur, en nú sýna vísindamennirnir oss, að til eru verur annarar teg- undar, sem hafa lögun, þó þær sjeu ósýnilegar, og eru miklu hættu- legri heilsu manna og lífi, heldur en fortíðardraugarnir nokkurntíma voru álitnir að vera. Við fyrstu hugsun finst ekkert sambatid milli drauga þeirra, sem álitnir eru að hafast við í húsum manna, og hinnar svonefndu »hvítu plágu«, en við nánari at- hugun verður þess vart, að þar et samband í mörgum tilfellum. Og —• meðal annara orða — herra trú- ardaufur, er reimt í húsi þínu? Ert þú viss um að svo sje ekki? Þú brosir góðgjarnlega, en brosið er hvorki svar nje rökfærsla. Á fyrri dögum, lengra aftur í tíma, en ömmur okkar kæra sig um að rekja minni til, þegar draugasjónir voru dægrastytting og veittu samkyns íhugunarorsök eins og hreyfimyndasýningar gera á vorum dögum; þegar mannfje- lagið skemti sjer við að brenna galdranornir, — þá var það við- eigandi að trúa á drauga og reim- leik í húsum. Á þeim tímum höfðu menn óbifanlega trú á yfirnáttúr- legum og illum verum, og beittu þá öllum sínum öflum til að verj- ast áhrifum þeirra. En vorir nú- tímadraugar eru tæringargerlarnir og yðar eigið heimili er alt of oft reimleikasvæðið herra alþýðuborgari. Það er í minni þess, er grein þessa ritar, að fyrir 20 árum var í bæ einum í mið vesturhluta lands- ins fjölskylda ein í snotru íbúðar- húsi. Þrír meðlimir hennar tóku snögglega tæringarsýki og dóu ail- ir. Það var ekkert óvanalegt við Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—T1 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124. þetta tilfelli, — ekkert. En — bíð- um við. Það er eftir var Iífs af fjölskyldunni, flýði úr húsinu. í húsið flutti svo önnuð fjölskylda með 5 böm, og innan 6 mánaða sýktust 3 börnin, svo að þau vesl- uðust upp og — dóu. Nábúarnir fóru nú að hafa orð á þessum til- fellum, og hve álíkt væri komið með þeim tveim fjölskyldum, sem þarna hefðu búið. Þeir, sem vitr- astir þóttust vera, kendu raka í húsinu um dauða barnanna. En þeir, sem hjátrúarmeiri voru, drógu engar dulur á þá sannfær- ing sína, að barnadauðinn allur væri að kenna reimleika í þessu húsi. Svo leið tíminn og húsið var selt. Kaupandinn flutti þaðan-með fjölskyldu sína, og innan tólf mán- aða endurtók reimleikasagan sig þar. Ein stúlka dó. »Tæring* — sögðu læknamir. Tveir aðrir ung- ir, uppkomnir meðlimir fjölskyld- unnar töldu sjer hollast að skifta um loftslag, og þeir fluttu sig til Colorado, og síðan hefir ekki af þeim frjest. Að síðustu fluttu þeir burt, sem eftir voru, og húsið stóð autt. Hjátrúarfólkið kvað þar engum óhult að búa, vegna illra anda, en aðrir kendu »rakan- um« um ástandið. Svo var húsið aftur boðið til sölu, og nú fyrir afar-lágt verð. En enginn vildi kaupa þetta pestarbæli. Svo kom nokkuð fyrir. Frh. Útgefandi: EINAR GUNNARSSON RRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS. HESTAR KEYPTIR Hinn 28. þ. m. kl. 9 árd. til kl. 3 síðd. Aldurinn 3—8 ára. Hrossin keypt á steinbryggjunni 28. þ. m. Hestakaupmaður J. HANSEN, Danmark BOGI ÞÓRÐARSON, Lágafelli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.