Vísir - 02.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 02.07.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 23 aww Það er í almæli, að Borgarstjóri vor liafi lagt blátt bann fyrir, að karlmenn fengi að vera við sundpróf kvenna, sem haldið var í laugunum í gær. Hvað máttu þeir ekki sjá ? Kabinettsijósmynd af kvennasundinu fæst á afgreiðslu Vísis. Kostar að eins 50 aura. Komið í tíma. Vorið ilmandi, Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ----- Frh- »Rjett áðan ávítaðir þú mig fyrir að vilja fara, nú ert það þú sem helst vilt losna við mig.« »Nei jeg vil ekki losna við þig«, sagði hún, »jeg var aðeins að liugsa um að ef þú kæmir aftur núna þegar orðið er svona seint, gætir þú ofkælt þig því fjallaloftið er svo kalt og jeg tæki mjer svo nærri ef eitthvað yrði að þjer. Vfð skul- um heldur geyma okkur til morguns að hittast.« »En hvað þú ert elskuleg* sagði I-Toreng og yfirgaf hana eins og hún óskaði. Þegar hann kom heim heilsaði hann upp á foreldra sína og þau báðuhann að fara núsnemma að hátta. En þegar hann var kom- inn inn til sín varð hann órólegur hennar vegna og gat ekki sofnað. Loks gat hann ekki síilt sig lengur heldur klæddi sig aftur og hljóp I til bústaðar unnustu sinnar. Þegar | Tchoun-Hyang var orðin ein fór i hún strax að hátta, en alt í einu ! heyrði hún raust unnusta síns. Hún flýtti sjer þá á fætur aftur hrifin af hugrekki ;'og ástarþrá elskhuga síns, opnaði dyrnar og hleypti honum inn.i "ý »Hversvegna komstu aftur« nöldr- aði hún, »jeg sem sagði þjer að koma ekki fyr en á morgun, og þú varst búinn að lofa því, hvern- ig á jeg að treysa þjer ef þú efnir ekki það sem þú lofar, eg get ekki ókvíðin hugsað um framtíðina.« »Fyrirgefðu nrjer ,ástin mín‘ jeg játa yfirsjón mína. En þegar jeg var afklæddur gat jeg ekki um ann- að hugsað en þig, og ekki sofnað blund, þess vegna kom jeg.« »Jeg er þjer þakklát fyrir að þú hugsar um mig«, sagði Tchoun- Hyang, »en ef þú heldur þessu áfram geturðu ekki haldið áfram að lesa og þú missir heilsuna; þetta er það s;m gerir mig órólega.* »Þetta er hverju orði sannara mælti I-Toreng, en lofaðu mjer að vera rjett í nótt«. »Það er ómögu- legt, þú mátt ekki brjóta svona alla samninga, bíddu til morguns.« »SkeIfing ertu harðbrjósta* »Jeg er als ekki harðbrjósta, hlustaðu nú á mig. Jeg er altaf að hugsa um tsá okkar, þú lest ekki þú verður ekki nógu vel að þjer, þjóðin verð- ur ógæfusöm og foreldrar þínir sorg- mæddir, ef þú heimsækir mig oft eyðileggur þú heilsuna, þessvegna álit jeg að best sje að jeg láti ekki eftir þjer.« En 1-Toreng hjeltáframað biðja; aðeins í þetta eina skifti ogjeglofa þjer hátíðlega að svo fer jeg að vinna. »Nei!« sagði hún einbeittlega. »Harðbrjósta, — því segir þú að jeg sje harðbrjósta það er jeg ekki.« Jú það ertu ein- mitt, því ef þú ekki Iofar mjer að vera verð jeg veikur af sorg svo öll þín vonska er til einskis.« Hún varð hugsi hrygg yfir því að hann gæti orðið veikur, og að öðru leyti að mestu honum sam- mála. »Hann ann mjersvoheitt jeg get ekki vitað að hann verði veikur af sorg. Svo sneri hún sjer til hans og mælti. Gott og vel; ef jeg nú læt undan vilt þú þá sverja mjer að þú nú farir að vinna og brjótir eigi loforð þín framar.« »Jeg sver þjer, að jeg brýt eigi heit mín framar.« Svo klappaði hún honum blíð- lega, kysti hann og sagði honum að hún ynni honum heitt og hjart- anlega og dáðist að honum. » En vertu nú skynsamur og komdu ekki svona oft eftirleiðis.« I-Toreng Iofaði glaður í huga að vinna nú af öllum kröftum, svo fóru þau að sofa, og fóru á fætur með morgunroðanum. I-Toreng fór nú heim, bauð foreldrum sínum góðan daginn og fór svo að lesa af kappi eins og hann hafði lofað Tchoun-Hyang. Þannig liðu tveir dagar. Á þriðja degi færði þjónn- inn honum brjef og er hann hafði lesið það varð hann frávita af harmi, brjefið tilkynti honurn að faðir hans væri kallaður heim til að gegna embættum við hirðina. »Ó! hvað ájeg að gjöra«, kvein- aði veslings I-Toreng. »Að vörmu spori gerði faðir hans honum boð að koma á fund sinn og mælti við hann. »Þú verður að fara á undan mjer með móður þinni.« »Hvers vegna eigum við ekki öll að verða samferða?« maldaði I-Toreng í mó- inn. Vegna þess að jeg verð að kynna hinum nýja mandarin störf þau sem hann á að taka við. Það er ánægulegt að við verðum samferða.« »Jæja, jeg fer« mælti I-Toreng með undirgefni, og fór svo á fund móður sinnar. »Faðir minn óskar að við förum á undan honum er það þjer geðfelt?* »Vissulega«, mælti hún, »jeggeri er sjálfsagt að setja í Vísi, & þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljcit þær eiga að lesast alment Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124. Ghr. Junchers lílædefabrik Randers. Sparsommelighed er Vejen til Vel- ; stand og Lykke, derfor bör al!e som vil have godt og billigt Stof (ogsaa Færöisk Hueklæde) og som vill have noget ud af sin Uld ellergamle uldne strikkede Klude, skrive til Chr. J unc- hers Klædefabrik í Randers efter den righoldige Prövekollektion dertilsen- des gratis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.