Vísir - 20.07.1911, Blaðsíða 1
16
Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud.
þrjöjud., miðvd., fimtud. og föstud.
25blöðinfrá25. júní. kosta: Á skrifst .50a.
Send út um landöO au. — Einst.blöð 3 a.
Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7.
Óskað að fá augl. semtímanlegast.
Fimíud. 20. júBí 1911.
Sól í hádegisstað kl. 12 34'.
Háflóð kl. 10,40' árd.
Háfjara kl. 5,52' síðd.
Aftnæli.
Eyþór Oddsson slátrari.
Hallgrímur Benediktsson versltinarm.
Júlíus Ólafsson búfræðingur.
Pöstar á morgun:
Sterling kemur fru Stykkishólmi.
Ingólfur kemur frá Borgarnesi.
Austanpóstur kemur og Austanvagn.
Pervie fer í strandferð.
Veðráita í dag.
\ M "«o
* £ -< -E T5 C Ui 3 KO
J > >
Reykjavík 763,0 +10,0 V 1 Skýað
Isafjörður 762,4 4-12,0 4- 9,3 0 Ljettsk.
Blönduós 762,9 s 1 Regn
Akureyri 762,6 4-11,8 SSA 1 Skýað
Qrímsst. 729,0 -+-11,0 S 1 Ljettsk.
Seyðisfj. 764,3 ¦+- 6,9 0 Alsk.
Þórshöfn 762,3 -f- S,5 ANA 2 Alsk.
Skýríngar:
N = norð- eða norðan, A = aust- eða
austan, S = suð- eða sunnan, V = vest-
eða yestan.
Vindhæð er talin í stigum þannig:
0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 =
go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6=
stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 =
hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 =
ofsaveður, 12 = fárviðri.
Höfðingleg gjöf til
Heilsiihælisins.
Halldórskipstjóri Þorsteinsson hef-
ur fært mjer 500 — fimm hundruð
— króna gjöf til Heilsuhælisins frá
sjer og konu sinni, Ragnhildi Pjet-
ursdóttur úr Engey. Þau giftust í
gær.
»Við ¦ höfðum enga brúðkaups-
veislu<, sagði hann, »okkur kom sam-
an um í þess stað, að minnast Heilsu-
hælisins«.
Þessi ungu hjón takasjer far ídag
til Englands. HaJldór hefur verið
skipstjóri á togaranum »Jóni forseta«;
hann er hverjum manni kunnur fyrir
dugnað sinn. Nú eru eigendur
»Jóns forseta« að láta smíða handa
sjer nýjan togara, mikið skip, og
segir Halldór að það muni verða
Brjefasendingar
farþega á skemtiskipunum þýsku hafa verið frá pósthúsinu hjer,
sem hjer segir:
Ár og dagur Skipsnafn Tala farþega Brjef spjöld l BrjtF Samtals
1909 Júlí 11. Oceana 350 1 2482 214 2696
Ag. 8. —«— 210 2150 90 2240
1910 Júlí 3.-4. Orosser Kurfiirst 330 4496 195 4691
Júlí 12. Oceana 270 2674 '256 2930
Ag. 11. —«-- 250 2962 276 3238
1911 Júlí 12. Cinncinnati 340 5489 391 5880
nefnt »Skúli fógeti«; fer hann til
að skoða þetta nýja skip.
19/- 1911.
G. Bjömsson.
Til Winnipeg. Þrjátíu og
fimm vesturfarar frá íslandi komu
þangað á föstudagsmorguninn var
Höfðu að eins verið 17 daga á
leiðinni frá Reykjavík, og má það
óvanalega fljót för heita. í hópi
þessum var meðal annara Guðmund-
ur Stefánsson glímukappi frá Reykja-
vík og Snorri Einarsson gagnfræð-
ingur frá Akureyri. — Vesturfara-
hópur þessi kom undir Ieiðsögu
herra Jóns Th. Clemens, sem þaðan
fór fyr nokkru síðan heim til fs-
lands, en sem kom nú aftur úr
þeirri för. — Einni fjölskyldu — 5
manns — var snúið aftur í Glas-
gow, vegna þess að faðirinn var
asburða og ekki talinn fær um að
sjá fyrir fjölskyldu sinni af þeim
ástæðum.—Heimskr.
Enver Sey, foringi Ungtyrkja
og sendiherra Tyrklands við hina
þýsku keisarahirð, kvongaðist ný-
verið Nadjil prinsessu, dóttir hins
afdankaða sóldáns Abdul Hamid.
Þessi gifting var stórmerkileg fyrir
þá sök, að hvorugt þeirra var við-
statt giftingarathöfnina — hann var
í Berlín og hún í höll sinni í
Konstantínópel. Var það að eins
stjónartilkynning, sem tilkynti þann
boðskap soldánsins Múhameðs V.
að frænka hans og Enver væru
orðin maður og kona. Bæði voru
þau andvíg giftingunni, hann hafði
ást á annari, en prinsessan hataði
hann af hjarta fyrir að hafa verið
aðalmaðurinn til að steypa föður
hennar af stóli. En Múhameð soldán
þóttist ekki geta launað Enver betur
fyrir að hafa komið sjer til valda
en með því að gefa honum bróður-
dóttur sína fyrir konu, og við það
varð að sitja.-—He.imskr.
Framfarir. Miljónamæring-
ur nokkur, Burvel að nafni, sigldi
frá New-York 28. f. m. til Norð-
urálfunnar.
Hann hafði gleymt að ráðstafa
gleraugLim sínum sem voru í að-
gerð í landi og sendi nú loft-
skeyti, er skipið var komið af
stað, og bað um að senda þau
til sín til Lundúna. Hann fjekk
þráðlaust svar að aðgjörðinni
væri lokið og þau yrðu send
þegar með flugvjel og svo var
gjört. Úti á rúmsjó kom flug-
vjelin til skipsins, flaug rjett yfir
þilfarinu og afhenti böggul með
gleraugunum í.
til að gæta barna. Afgr vísar á.