Vísir - 20.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 20.07.1911, Blaðsíða 3
V 1 S 1 R 63 vega aftan að, en það gjöra þeir beinleinis, sem hylja sig undir dul- nafni. Það er niikíð betra að rita ekkert, heldur en það, sem menn skammast sín fyrir að nöfn sín standi undir. Mjer þætti gaman að vita livort að þeim er altaf hafa ritað undir dularnefni þykja það svo sómasam- legt að þeir geta ekki hætt því og komið fram í dagsljósið. • Hver getur frætt mið um það? Ouðmundur Þorláksson. Til athiigunar fyrir verslunarfólk. Vinnutíminn. Það hefur oft verið reynt til þess, bæði lijer í Reykjavík og í öðrum fjölmennustu kaupstöðum landsins, að koma á samtökum meðal lcaup- manna um að opna búðir sínar og loka þeim allir á sama tíma, og mun oftast hafa verið farið fram á að opna kl. 8 að morgni og loka kl. 8 að kvöldi En alstaðar hefur held jeg mistekist, að koma þessum samtökum á, að minsta kosti þannig, að allir kaupmennirnir hafi fengist til að vera með. Sjerstaklega hafa margir kaupnienn verið ófáanlegir til að ganga inn á að loka kl. 8. Hjer í Reykjavík munu nú að vísu æði margir kaupmenn loka búðum sínum sem oftast kl. 8 á kvöldin, eða litlu síðar. En hinir kaupmennirnir Iijer eru þó kannske eins margir, sem ekki loka fyrri en kl. 10 eða jafnvel talsvert seinna, og opna þessir kaupmenn þó búðir sínar engu seinna en hinir, seni fyr loka. Verður þá vinnutíminn í þess- um búðum 12 til 14 kl. stundir daglega. Það má nú nærri geta, hvað fólk, sem þarf að standa í búðarargi í 12 —14 tíma á dag, hefur mikið tækifæri til að afla sjer fræðslu í frítíma sínum, eða yfir höfuð fær tíma til nokkurs skapaðs hlutarann- ars en búðarstarfanna. En að halda fólki þannig bundnu dag eftir dag, ár eftir ár, getur varla kallast hjúa- hald — það er þrælahald. En þetta er viðkvæmt spursmál. Annars vegar er hagur kaupmann- anna — ímyndaður eða virkilegur — hins vegar er velmegun verslun- arfólksins, og ef vel á að fara þarf að ráða þannig fram úr þessu að hvorugum sje órjettur gjörður. Jeg býst ekki við að hjer muni vera svo litið á þetta mál, að bæjar- stjórnir hafi vald til að ákveða hve- nær búðum skuli lokað á kvöldin. sumstaðar munu þó bæarstjórnir hafa slíkt vald, að minsta kosti minn- ist jeg að hafa lesið það í Amer- íkublöðunum fyrir nokkrum áruni, að bæarstjórnin í Winnipeg setti þau lög, að þar skyldi verslunar- búðum lokað kl. 6 hvert kvöld nema laugardagskvöld, þá mættu þær vera opnar til kl. 9 eðalO, jegmanekki hvort heldur er. Jeg skal játa það sem mína skoðun að jeg kann illa við að bæarstjórnir, eða aðrar stjórnir hafi vald til að skipa fyrir um dagleg vinnubrögð manna og grípa svo beinlínis inn í verkahring og atvinnurekstur ein- staklinganna. Miklu eðlilegra er, að slíkt sje samningamál vinnu- veitanda og vinnuþiggjanda. Að minnsta kosti virðist mjer alveg sjálfsagt að reyna þá leið til þrautar. áður en farið er að leita á náðir bæarstjórna og lögjafarvalds. En að slíkir samningar takist milli kaupmanna og verslunarfólks svo viðunanlegir sjeu, álít jeg tæplega mögulegt, nema að verslunarfólkið áður liafi myndað með sjer öflugan fjelagsskap. Það má vitanlega ekki heimta neitt ósanngjarnt af húsbænd- unum, en það má heldur ekki láta viðgangast að rjettur þjónanna sje allt um of fyrir borð borinn. Jeg gjöri ráð fyrir að kaupmenn hjer álíti sjer talsverðan hag í því, að geta haldið opnum búðum sínum talsvert framefti kvöldinu, jafnvel þangað til fólk alment fer að setjast að í lntsum hjer, eða til kl. 10 að minnsta kosti, og má vel vera að kaupmenn hafi rjett fyrir sjer í þessu. Sjálfsagt er að taka tillit til þessa, því ekki er verslun hjersú uppgripa atvinna fyrir kaupmennina, og fæst- ir þeirra svo efnum búnir, að fært sje að draga úr atvinnu þeirra, eða gjöra þeim hana arðminni en hún þegar er orðin. Það verður því líklega óaðgengilegt fyrir þá, að ganga I inn á samning við fólk sitt um að taka af þeitn enda vinnutímans. Ekki virðist heldur mega opna búðir öllu seinna á morgnana en kl. 8. Bæði mundi það óvinsælt hjá al- menningi og kaupmönnum til skaða. Af þeim enda vinnutímans má því heldur ekki laka svo vel fari. Verslunin hjer í bænum, og lík- lega í öðrum bæum hjer á landi er, eins og áður er á vikið, ekki 1 orðin feitari atvinna en svo, aðhenni veitir ekki af að erja allan daginn frá ntorgni íil kveds — frá kl.'S að morgni til kl. 10 að kveldi — til þess að geta dregið frani lífið. Á hinn bóginn erþettaaltof langur vinnutími fyrir verslunarfólkið, rneð því móti fer það á mis við flest þægindi lífsins, og verður bara að vanaþrælum. Hvernig má nú konta þessu sam- an svo þolanlega fari? Nl. Nofið SUNDSKÁLANN Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ----- Frh- »Af hrísgrjónunum sem við rækt- uin hjerna í sveita vors andlits í brennandi sólarhitanum verðum við fyrst og fremst að gjalda konung- inum sinn skerf, nokkuð til fátækra vina vora, þá nokkuð til ferðamanna og svo að geyma nokkra skildinga til að halda tninningarhátíð feðra vorra og þetta væri nú alt gott ef mandaríninn ekki ofþjakaði okkur svo að við höfum naumlega ofan í okkur«. »Þey þey«, greip nú einhver fram í«, vertuekki að fara með þetta jeg hef heyrtsagtað konunglegursendi- herra sje hjer í nágrenninu og ef hann heyrir þetta mun hann ávíta mandaríninn fyrir ílt framferði og hann hefnir sín svoaftur á okkur« I-Toreng langaði að hafa tal af þeim og gekk til þeirra og mælti: »Mig langar til að spyrja ykkur að dálitlu«. »Hvað er nú það?« mæltu þeir. »Jeghefi heyrt að mandaríninn Nam -Hyang sje giftur Tchoun-Hyang og að hantt sje mjög hamingjusamur.« »Hvernig dirfist þjer að segja þetta« var gripið fram í, »Tchoun -Hyang er mjög trygg og saklaus það er illa gjört af yður að tala svo um hana og óhræsis mandar- íninn, sem kúgar. — — Nei en sonur fyrverandi mandar- ínans hefur tælt vesalingsstúlkuna yfirgefið hana og aldrei komið að vitja hennar. Hann er mannhundur, ekkju sonur, þrælmenni! »Þettaernóg« mælti nú 1-Toreng *) í Kóreu verða ekkiusynir sem eru í ofmikltt e t rlæti oft að ræflum. að kalla einhvern ekkjuson er þvi versta skanim- aryrði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.