Vísir - 21.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 21.07.1911, Blaðsíða 3
V I S 1 R 67 þeirri reglu í framtíðinni, að tr.!;a 1 fremur í blað sitt greinir með diil- nefnum, sem vit er í, en þvaður, sem ómerkir menn rita, þótt undir nafni sje. Það skiftir mig ekki svo ýkja niiklu, hvort undir greinunum er Pollux, Puer, Viðar, Halldór, Ó- feigur, Heggtir, eða því um líkt, að eins ef þær eru læsilegar. Lesari Vísis. III. Gott á hann, þessi »Guðmundur Þorláksson®, sem skrifar f Vísi í gær um dulnefni, að enginn sktili þekkja hann. Greinin er svo mikil vitleysa frá upphafi til enda, að það verður að telja of m'ikið frjálslyndi að taka hana upp í V>si. Guðmundur þessi væri best fall- inn til að skrifa pólitíska leiðara, ef hann er annars til nokkurs nýtur. Það er auðsjeð að hann blygðast sín ekki fyrir að hrúga upp orðum svo sem: »Þjóðar plága«, myrkra- verk«, »lítil sómatilfinning«, *afar- sljó síðferðistiIfinning«, »ragnienska«, »vesalmenska« o. s. frv., án þess að bera við að færa rök fyrir máli sínu. Það er raunar svo að margir liafa gaman af persónulegum skömmum, og þeir hinir sömu vilja auðvitað ekki, að skrifað sje undir dulnefni, þar sem þá er ekki hægt að konia að persónulegum árásum innan um inálefnið, sem um er að ræða. Það er auðvitað þetta, sem Guðmundur syrgir, en siðaðir menn munu varla vera margir á lians bandi lijer. Jeg get búist við, að þessi virðu- legi »Guðm.« hafi eitthvað meira að segja og vildi mælast til, að hann tilgreindi þá heimilisfang sitt, eða því skrifar liann sjálfur með dulnefni Olafar Jónsson. Danir í landi. í morgun, í býtið, þegar bæar- menn voru nývaknaðir, oghöfðu naumast núið stýrurnar úr aug- unum, gengur hjer í land flokk- ur mikill danskra hermanna af æfingaskipinu »lngolf«. Óðu þeir fram og aftur um bæirm með al- væpni, og ijetu all ófriðlega. Er ekki ólíklegt að einhverjum táp- litlum íslending liafi skotið skelk í bringu, er hann leit slíkan risa- söfnuð, og hafi búist við að hinsín st.md þessa bæar væri runr.in upp. En Danir höfðu víst — sem betur fór — ekkert ilt í huga, hafa víst aðeins verið að sýna sig því að lokum staðnæmdust þeir á Austurvelli og voru þá bæði móðir og þyrstir. Þar voru þeir hrestir á kexi og Lirn- onade, en mörlandinn stóð í kring og liorfði með velþóknun á. Mun ef til vill hafa fundið til þess með sjálfum sjer hve gott það er að eiga slíka hauka í horni þegar aðrar þjóðir ætla að gleypa oss. »Þig á að verja danski dátinn Dratta þvf niður í efiirbátinr.« * Amerika ogVestur-lslendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. —— Frh. í kirkjumála og bindindis starfsemi hafa íslendingar í Winnipeg ef til vill sýnt mestan dugnað og þol. í Winnipeg hafa þeir reist þrjár kirkjur. Fyrsta lúterska kirkja — er þeirra stærst og vönduðust; gjörð af múrsteini í gotneskum stíl með háum turni. Gluggar allir af lit- gleri, og stór prýði að. í þeirri kirkju er og pípuorgd mikið knúð af rafafli, og kostaði fjögur þúsund dollara. Á það eigi sinn líka hjer á landi mun óhætt að segja. Sjálf kirkjan hefir líklega kostað ein þrjá- tíu þúsund. Þá er Tjaldbúðin, sú elsta af kirkjum þessum, frítt hús af timbri gjört, — krossmynduð og með bogaglugga í gotneskum stíl. Yngst er Únítarakirkjan; vandað hús bygt af múrsteini í fornaldar nnisteris stíl; gluggar skrautlitaðir. Eigi kann eg að fara nærri um livað þessar síðarnefndu kirkjur hafa kostað. Allar eru kirkjur þess- ar bygðar á háuni steinkjöllurum, sem hafa að geyma r.imgóða sam- komusali, ásamt eldhúsi, salerni og þeim öðrum kompum er þurfa þyk- ir. Þá eru og allar þessar kirkjur raflýstar. Það væri of langt niál að lýsa kirkjumála baráttunni þar vestra. Enda hafa menn hjerá landi fylgst allvel með í þeim málum. flestuni mun kunnugt um starfsemi sjera Jóns Bjarnasonar, sem í fyrra hlaut óvænta doktors nafnbót fyrir tutt- ugu og fimm ára óslitna framgöngu og ötult starf í trúmála báráttunni No-tíö SU Í\S '2SKÁLAN N vestra, þar sem liann liefir ætíð haldið hólmi og ekki hopað. Fyrsta sennan hófst gegn oftrú eða þröng- sýni innan kirkjunnar sjálfrar. Stóð Norska synódan annars vegar og sira Jón hins vegar sem vandlæt- andi frelsis sinni gegn svæsnum trúaröfgum. Síðar snerist hildin gegn vantrú eða skynsemistrú Unít- ara. Aptur þar stóð síra Jón trú- lega á verði fyrir guðlegum sann- indum biblíunnar. En kotu þá að sjálfsögðu fremur fram sem íhalds- maður, gagnstætt því er hann áður var, en þó sjálfum sjer samkvæmur. í síðustu tíð hefir svo baráttan snú- ist gegn víðsýni eða steínuleysi hinn- ar allra nýjustu heimspekis guðfræði, er nefnist »nýja guðfræði«. Ogeins og Norska sýódan fjell í gleymsku er Únítarar stigu fram á orustusviðið, þannig eru og Únítarar að liverfa úr meðvitundinni síðan hinir nýju öflugu frumherjar þrengdu sjer fram á orustuvöllinn. Svo berast nú þá á banaspjótum biblíutrúin öfgatrúin, vantrúin og heimspekin. En lýður- inn er mjög í vafa um hverjum beri að fylgja að málum. Mörgum sýn- ist sem trúardeilur ættu alls eigi að eiga sjer stað. Öðrum virðist sem »nýja stefnan« ætti með öllu að fá að ganga fram óáreitt. Hún er svo dæmalaust »fögur« að þeim finnst. En svo gleymist þó slíkum, að ekki er allt trútt sem er fagurt, nje held- ur allt heilnæmt sem smakkar vel. Þótt hin »nýja stefna« fái ónýtt siðalögmál biblíunnar og tamað sið- ferðislega ábyrgð gegn því, orkar hún eigi að raska lögniáli náttúr- unuar eða draga úr siðferðislegri ábyrg þar að lútandi. Náttúrulög- málinu erum vjer allir háðir og því einu viljum vjer hlíta. Þess vegna finnast ennþá nokkrir kristnir frelsingjar, sem með blóði hafa verið leystir undan ánauð niannasetninga og öfgatrúar, er ekki kjósa að gefa sig á ný mannasetningum á vald, þótt þær svo kæmi frá þýzkum eða enskuui hálærðum heimspekis guð- fræðingum. Frh. er sjálfsagt að setja í Vísi, & þær eiga að utbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast alment

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.