Vísir - 23.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1911, Blaðsíða 2
70 V í S I R Notið SUNDSKÁLANN Ríki heitir annað nýa blaðið, sem nu er hlaupið af stokkunum, en svo er von á hinu þriðja um mánaðainótin næstu. í formála Ríkis er meðal annars þetta: »R,íkL— Þeð er stefnuskrá okkar íslendinga út á við. Það er stutt stefnuskrá og skýr. Orðið ríki getur nú enginn þaggað fyrri en vjer er- um orðnir ríki, sjálfstætt ríki, full- valda ríki, fjórða ríki Norðurlanda. Vjer getum verið í sambandi við Dani eða aðra, konungssambandi, málefnasambandi — »meðan um semur«, en aðeins sem ríki. Við getumfaiið krókavegi á ferða- laginu, jafnvel hringsólað, en við það mark hljóta allir að mætast, sem áfram vilja halda eitthvað. Konungur vor hefur sagt það. »Bæði ríkin mín«,sagði hann 1907 á Kolviðarhóli. Það var rjett sjeð og konunglega. Það var heill konungdómsins, sem hann sá fram undan sjer og fól í þessum orð- um. Frjálst bandalag jafnrjetthárra manna undir óhlutdrægum höfð- ingja, var svo sjálfsögð krafa, að hver góður maður hlaut að Iað- ast að henni í huga sínum, og svo sanngjörn, aðengiu óvild njedrotn- unarástrfða gat fundið höggstað á henni. Síðasta þing sýndi það ótvírætt, að beinn voði getur staðið af kosn- ingunum næstu. Aldrei hefur drotn- unargirni og hagsmunum Dana verið strokið með jafn ósvífinni viðkværnni. Móti öllu slíku atferfi mun þetta blað neyta allra krafta sinna og á sjer til þess víða liðs von. Og þó væri það ærið starf einu blaði, þó ekki væri nema að halda hlífiskildi yfir þá sjálfstæðismenn, sem heimastjórnarblöðin gera sjer að leik að leggja í einelti, einn af öðrum, svo sem þau hafa gjört alt til þessa dags. S fnumst saman um ríkið. Þol- um engum að svíkja það. Höfum stefnuskrána sífelt fyrir augum. Ráðum sjálfir, hvað vjer og ísland eigum að verða. Adrei að víkja. Það hefur reynst sigursælt.* Blaðið kemur út einu sinni og tvisvar í viku til kosningaogkostar 1 krónu. Ritstjórinn er Sigurður Lýðsson, cand. jur. og afgreiðslum. Pjetur Guðmundsson bæarfulltrúi. Amerika og Vestur-fslendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. ----- Frh. Good-Templara reglan hefir hlot- ið öfluga stoð frá íslendingum í Winnipeg. Hafa þeir frá því um aldamótin talið þetta fimm til sex hundruð. Stúkurna Hekla ogSkuld hafa getið sjer fagran orðstýr með starfsemi þeirri og atorku er þær á inargan hátt hafasýnt. Stærsta þrek- virkið er eftir þær liggur felst þó í samkomuhúsi því er þær með að- stoð góðra inanna utan fjelagsskap- arins hafa reist sjer. Sú eign með innanhússmunum er virt á tuttugu þúsund dollara. Hefir það kostað ærið fylgi og magn að koma ár sitini svo fyrir borð, að byggingin beri sigsjálf. En því er þegarkom- ið í kring á fjórum árurp, að ætl- j an þeirra nianna er um fjárhags- málin fjalla. Þetta má skoðast sem því meira afreksverk erflestir með- limir reglunnar standa jafnframt í kirkjulegum fjelagsskap, þar sem álíka kvöðum er að sinna. Þetta samkomuhúsísIenzkraGood- Templara í Winnipeg er all-vegleg bygging, og hið einasta af því tægi í borginni. Engar Good Templar stúkur aðrar þar í bæ hafa reist sjer samkomuhús enn sem komið er. Húsið er byggt af múrsteini á há- um steinkjallara og stendur á götu- horni. í kjallaranum er rúnigóður fundarsalur, ásamt nefndarstofum, eldhúsi, salerni o. fl. En aðal sam- komusalurinn er uppi. Sá salur mun vera einar 9—10 álnir undir lopt. Er hann gjörður að nokkru leyti í leikhús stíl, með veggsvöl- um,settum bekkjaröðum, á þrjávegu en leiksvið fyrir stafni. Rúmar sal- urinn nokkur hundruð manna uppi og niðri og er mjög leigður út fyrir ýmsar samkomur. Mun al- menn leiga á þeim sal vera 15 dollarar á kvöldi, reynist enda arð- sam'ur. Mestar tekjur gefur hann þó þegar einhverjar stjórnmála kosn- ingar eru á ferðum. Þá kostarhann að sögn 25 dollara um kvöldið, og er það lagleg fúlga. Strax og íslendingar tóku til starfa með innlendum templurum, gátu þeir sjer góðan orðstýs, enda kom- ust þeir brátt í framkvæmdarnefnd stórstúku þeirrar er þeir tilheyrðu, og ljetu til sín taks. Brá svo við er þeir tóku við stjórnartaumunum, að ■ -fjárhagur stórstúkunnar rjettist, er áður var mjög bágborinn. Minn- ast enskir þess ávallt með þakklæti og-lofræðum. Þá hafa og íslenzkir temlarar gjört mikið að því að út- breiða regluna, bæði með regluboð- un og eins með dreifingu sinni út um hinar ýmsu landsbyggðir. Aður en eg lýk þessu máli get eg eigi leitt hjá nrjer að minnast einnar af systrunum í stúkunni Heklu, með því hún stendur nokkuð ein- stök að atorku og óþreytandi elju í þarfir bindindismálsins. Þótt jeg hins vegar hafi með ásetningi sneitt hjá að nefna menn persónulega. Vona jeg að bæði hún og aðrir hlutaðeigendur taki það eigi illa upp. Þessi systir er frú G. Búa- son. Hún hefir nú hátt upp í áratug gegnt ritarastarfi stórstúkunnar, og rekið það prýðilega. Þá hefur hún og mætt sem erindreki stórstúkunnar í Manitoba á hástúkuþingi reglunnar, enda kjörin varatemplar á næstsíð- asta hástúkuþingi, að sjálfsögðu og það að inaklegleikum, eikum fyrir orðróm þann, er hún hafði áður getið sjer. Á hástúkuþinginu í sumar mætti hún þannig sem fyrsti ísl. embættis- maður Hástúkunnar (vara-templar), og er það sæmd mikil; fyrst og fremst fyrir nefnda systur, þar næst fyrirstúku þá, sem hún tilheyrir, og aö síðuslu fyriríslenzka Good-templara í Winnipeg. Sem annað dæmi upp á ötul- leik bindindissystranna þar vestra mætti geta þess, að strax og búið var að koma húsinu upp, tóku sig til nokkrar systur í stúkunni Heklu og rjeðust í að kaupa fortepíanó, sem talið er að hafi kostað um þúsund dollara, og fengu stúkunum það til afnota. Með dugnaði sínum og fyrirhyggju náðu þær upp þessu fje svo að í fyrra voru þær búnar að borga hlóðfærið út að fullu og afhentu það þá stúk- unum formlega að gjöf. Þetta lofsverða dæmi bindindis- kvennanna á að miða að því að sýna dug íslenskra kvenna þar vestra yfir höfuð. Reynast konur þar, bæði yngri og eldri, ávalt álíka framtaks- samar þar sem þær leggja hönd á plóginn,og gætir þess]mjögLkirkju- legum fjelagsskap. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.