Vísir - 23.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 71 Raddir almennings. Hugleiðmg1 á Austur- veHi. Það væri synd að segja, að bæ- arstjórn Reykjavíkur gerði mikið til þæginda og skemtunar fyrir íbúana. Einu sinni var hjer lúðraflokkur, sem spilaði úti á sunnudögum og veitti mönnum marga ánægjustund- ina gefins. Hann naut lítils styrks úr bæarsjóði, en það þótti eyðslu- seiniað veitaþetta fje og var aftekið. Ekki var þótillagið meira hvertár en sem svaraði kostnaði við eina offi- sjeraveislu af mörgum, ensávar mun- urinn, að offisjeraveislur sátu bæar- fulltrúarnir, átu og voru glaðir, og styrkur til þeirra er ekki afnuminn. Oft hefur verið talað um, að bekkir væru hafðir úti, svo sem við Austurvöll, svo menn gætu tilt sjer þar niður. Það er ekki mikill kostnaður við það, en allmikil þæ- indi og eru þeir nálega í hverjum smábæ erlendis. Loks fjekkst bæ- arstjórnin til að veita ofurlitla upp- hæð til bekkja kring um Thor- valdsens-reitinn. Það var þakkar- vert, en nú er langt síðan, og bekk- irnir fúnir. Hálfur borðrenningur hangir uppi að sunnanverðu og litlu meira að austan. Aftur liggja renningabrot fyrir innan grindurnar. Eru þau líklega til prýðis eða geymd þjóðmenjaverði. Margir útlendingar, sem um völl- inn ganga, stansa þarna að horfa á fráganginn. Þeir hafa hjer sýnis- horn af hirðusemi þeirra, sem yfir þennan bæ eru settir. En meðal annara orða. Ef að lijer vantar nýan embættismann, þá sýnir reynslan að það ætti að vera hægt að gera gott úr þessu. Það verður einhver fulltrúinn fáanlegur til að sjá um þetta fyrir litla þóknun (svo sem 500 kr.) og þá verður það þó máske lagfært einu sinni. Arí. Dulneím. IV. Svar til Guðmundar Þorlákssonar, Einhver Guðmundur Þorláks- son (það er dulnefni fyrir mjer og líkl. mörgum fleirum) ritar í 97. tbl. »Vísis« um dulnefni. Átel- ur hann harðiega þann sið, að blaðagreinahöfundar skrifi ekki nöfn sín undir greinar þær, er þeir birta í blöðum vorum. Guðmundur þessi kallar það hvorki meira nje minna en »þjóð- arplágu* og »myrkraverk« að rita í blöðin undir gerfinöfnum, og telur þá, er slíkt aðhafast munu hafa »Iitla sómatilfinningu« og og safasljófa siðferðistilfinningu« og segir að það »tjón« verði ekki »tölum talið«, sem þjóðin bíði við þetta athæfi. — þetta eru máttarviðir greinarinnar, og utan á þá tildrað nokkrum setningum í sama prúðmannlega hæversku- stíl. Hvorki »Vísir«, nje önnur ís- lensk blöð, er nein uadantekning frá öðrum blöðum veraldarinnar í þessu efni. Hver sem les út- lend blöð sjer fljótlega, að ein- mitt mikill meiri hluti greinanna í þeim er undirskrifaður gerfi- nöfnum. Og er slíkt víst hvergi álitið annað eins ódæði, eins og Guðmundur þessi vill gjöra það. Enda er það af mörgum ástæð- um álitið heppilegra, að skrifa í blöð undir gerfinöfnum. Og er slíkt víst hvergi álitið annað eins ódæði, eins og guðmundur þessi vill gjöra það. F.nda er það af mörgum ástæðum álitið heppilegra að skrifa í blöð undir gerfinöfn- um, heldur en undir hverri grein standi rjett höfundarnafn. Að skrifa í blöð, er víst miklu fremur gjört til þess, að vekja lesendur blaðanna til eftirtektar og athugunar um þau málefni, sem skrifað er um, heldur en til þess, að láta þá vita að svona skrifi nú Árni eða Bjarni um þetta eða hitt málefni. Það gr nefnilega málefnið en ekki mað- urinn, sem máli skiftir fyrir blað- lesendur að fræðast um. Og hlutdrægni og persónuleg velvild cða óvild lesenda og höfunda getur ekki komist að, til að eyða áhrifum greinanna, þegar engir, eða fáir, vita hverjir höfundarnir eru. Þá er og þess að gæta, að það er oftast sára lítil upplýsing í því fyrir blaðalesendur yfir höf- uð, þótt höfundarnafn standi und- ir greinunum. Það þurfa þá að vera þjóðkunnir menn sem skrifa, I til þess að almenningur hafi nokk- ur not af að sjá undirskriftirnar. Þó einhver Jón Jónsson, eða Pjetur Pálsson, eða Páll Pjeturs- son, eða jafnvel Guðmundur Þorláksson undirskrifi greinar sínar fullu skirnarnafni sínu, munu mennalment litlu fróðari og málefnið engu bættara fyrir und- irskriftina — nema síður sje. Jeg veit það vel að einstöku g o s a r hafa svo mikið yndi af að sjá nafnið sitt á prenti, að þeir tylla því undir alt mögulegt og ómögulegt, haldandi að allir hafi sömu ánægju, og beri sömu »respekt« og þeir fyrir þessari makalausu undirskrift, þó vitan- lega allflestum sje jafn óljóst eftir sem áður — og láti sig jafnvel engu skifta — hvaða persónu undirskriftin táknar. Jeg held að það megi slá því föstu sem alveg áreiðanlegu, að Guðmundur þessi Þorláksson hafi alveg hausavíxl á hlutunum, því það er áreiðanlega, í nfu tilfellum af tíu, heppilegra að blaðagrein- ar sjeu með gerfinöfnum heldur en með nöfnum höfundanna. Grein Guðmundar er því að mínu áliti ein stórmeinloka — lík- lega skrifuð í þeim einum tilgangi að sjá sjálfur og sýna öðrum á prenti nafnið Guðmundur Þor- láksson. Ónefndur. Eyk í augu fólksins. Varla les maður nokkurt blað á þessum verstu ogsíðustu tímum.aö ekki sje að meira eður minna Ieyti gerðar tilraunir til þess, að sáldra andlegu ryki í augu blessaðpa mann- kindanna! Auðvitað fer hjer sem oftar, að veslings almúginn verður harðastúti, hjá því verður auðvitað ekki komist, því áþeim þjóðfjelagsbúknum, sem almúgi kallast; verðum við »jú« að lifa höfðingjarnir!! En þótt nú andlega rykið falli ef til vill ekki öllum sem best í geð; þá er það þóguðs þakkarvert að fá ofan í sig dálitla stroku við og við af því ryki í samanburði við djeskotans rykstrokuhvirfilbyljahring- iðuna, sem heilbrigðisráðið, eðahverj- ir það nú eru, sem »traktera« mig og hina höfðingjana á þvílíkum augnasalve! Jeg sjálfur var rjettað segja kominn i hann krappann núna fyrir skemstu; og var jeg þó með gullspangagleraugun mín frá hon- um »manna«! og þar að auki með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.