Vísir - 03.08.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1911, Blaðsíða 2
94 V í S I R »Jeg kom hingað (til Chicago) meö fáa aura í vasanum, til þess að leita mjeratvinnu og eftir nokkra daga komstjegað hjá járningamanni er Martindale hjet og er nú nýlát- inn. Jeg var hjá honum í 10 ár og járnaði marga hesta. Meðal annara kom til okkar maður sem átti fallega og dýra hesta og leit hann sjálfur eftir meðan verið var að járna. Jeg fjekk við það tæki- færi til að kynnast honum og hann var svo ánægður með járninguna að hann sagðist aldrei láta annan en mig járna hesta sína. Er hann kom síðar og stóða hjá, er jeg járn- aði hesta hans, sagði hann: »Jimmy, því hætturðu ekki þessu starfi og tekur eitthvað annað fyrir?« Jeg hló og sagði að jeg kynni ekkert annaði »So«, sagði hann; »en efjeg veitti þjer stöðu við bankann minn, mynd- irðu þá þyggja hana?« — Það var óvænt gleði. Næsta dag fór jegur járningafötunum og fylgdi kunningja mínum. Það var John A. King, þáverandi bankastjóri Fort Dearborn- baka, sem gerði mig að fjármála* manni. Honum gleymi jeg ekki mína æfidaga«. Sex mánuði var Jimmy að læra og fjekk síðan sjálfstæða stöðu. Nú er hann miljónaeigandi og forseti Chicago kauphallar, sem áður segir. PRENTSMIÐJA DAVIDS ÖSTLUNDS Raddir almeimings. Fríkirkjuveg'urinn. Jón Jónsson skrifar í Vísir ný- lega um Fríkirkjuveginn, sem er eitt af loftbyggingum bæarstjórnar- innar, Jón hallar að mjer finst óþarf- lega mikið á núverandi heilbrigðis- fulltrúa, fyrir eftirlitsleysi með hrein- læti á þessu fyrirhugaða vegi. Jeg hefi áreiðanlega fregn um að borg- arstjóri hafi beðið lögregluþjóna bæarins einn eða fleiri að hafa gát á nefndu svæði og er það vel við | eigandi jeg veit líka að í þessu hefur verið argast, en lítinn árangur borið eins og Jón máske (?) hefur rekið sig á í fleiri tilfellum. En að saka núverandi fulltrúa fyrir þetta að minsta kosti að öllu leyti, íinst mjer rangt, enda á hann í höggi við nógu margar forarvilpur og saurdalla fyrir því. Hvað stíflunni í læknum við kem- ur, hefur núverandi fulltrúi að vísu rækt þá skyldu að nokkru, en notað sömu aðferð sem fyrirrennari hans, og við Jón erum víst báðir sam- mála um að aðferð þessi sje úrelt og vona jeg, að um hana verði breytt, hið bráðasta. Jóni er meinilla við auglýsingar . þær, sem fulltrúin hefur látið líma upp í götunum og telur þær árangurslausar, en má jeg spyrja: Er ekki margt það, sem gjört er einu og öðru til lagfæringar, oft árangurslítið ? og á þess vegna að gefa öllu lausan tauminn? Jeg tel auglýsingar þessar bera þess ljósan vott, að fulltrúinn viljigjöra það sem í hans valdi stendur til þessað knýja fólkið til hlýðni við heilbrigðissam- þyktina, þótt það svo beri minni árangur en vera bæri vegna óhlýðni hlutaðeiganda og er ekki unt með rjettu að saka hann fyrir. Línur þessar eru aðallega skrif- aðar í þeim tilgangi að mótmæla því að fyrverandi fulltrúi hafi á þann veg eytt óhroða þeim sem fólk kastar á einn eða annan stað í bænum, að láta moka yfir það í þeirri heimskulegu trú að það væri til heilnæmis og sparnaðar fyrir bæ- inn. Slíkt er venja húsdýra, en ekki læknis og allra sýst J. H. Svo mikið þekki jeg hann. Jóh. Jóhannesson. Bankarnir halcLa þjóðhátíð. Mjer þykir bankarnir vera farnir að vera »þjóðlegir«. Þeir eru báðir lokaðir í dag og auglýsa á hurð- inni, að það sje af því, að nú sje 2. ágúst. Engum öðrum dettur í hug að halda upp á þennan dag í þetta skifti. Almenningur er að vinnu sinni og hjer er ekki neitt um að vera, Þetta tiltæki bankanna er því all- skringilegt — að fara nú að loka upp úr þurru á virkum degi, ein- mitt þegar póstskip eru að fara hjeð- an, bæði til útlanda og í aðra lands- fjórðunga og því mörgum sjerstök nauðsyn á að geta rekið erindi í bönkunum. En hjerna fyrrum, þegar haldin var þjóðhátíð 2. ágúst, og enginn maður sinti öðru en gleðskap og skemtan, þá þurfti mestu eftirgangs- muni til þess að fá bönkunum lok- að. Stafar þetta af því, að það sje »fast prináp€ bankanna að haga sjer þvert á móti því, sem viðskifta- mönnum þeirra er hagkvæmt og geðþekt? P. t. Rvík 2. ágúst 1911. Jón af Skaganum. Lífsábyrgðarfjelagið KRÖNAN í Stokkhólmi er besta og ódýrasta lífsábyrgðarfjelagið á Norðurlöndum. Tekur börn og fullorðna í Iffsábyrgð sfna og iðgjöldin 1 slnni til 4 sinnum á ári, eftir því, sem hverjum er hægast að greiða þau. Tryggið líf yðar og gjörið það f lífs- ábýrgðarfjeginu KRÓNAN. Umboðsmaður í Reykjavík Siffurborff lónsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.